Fréttir

Hækka viðbúnað vegna hryðjuverka í Svíþjóð

Sænska öryggislögreglan SÄPO ætlar að hækka viðbúnað vegna hryðjuverkaógnar upp á næsthæsta stig í dag. SAPO boðar til blaðamannafundar síðar í dag til þess að ræða versnandi stöðu öryggismála í landinu.

Erlent

Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti

Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi.

Erlent

Biðst af­sökunar á um­mælum um land fyrir aðild

Stian Jenssen, yfirmaður skrifstofu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum þar sem hann gaf í skyn að Úkraína gæti bundið enda á átökin með því að láta land af hendi.

Erlent

Að­gangs­stýring í ferða­þjónustu ein­föld en ó­þörf

„Það er ekki flókið viðfangs­efni ef við vilj­um gera breyt­ing­ar á hversu marg­ir ferðamenn heim­sækja landið. Við erum með fluggátt­ina, og Isa­via er þar með flug­stæði. Ef við telj­um að við séum að ganga of mikið á landið okk­ar vegna þess að aðgangs­stýr­ing sé ekki nægi­leg, þá get­um við alltaf stýrt aðgengi með þess­ari fluggátt okk­ar. Þetta er bara auðlind­a­stýr­ing og það eru tæki til þess.“

Innlent

Raf­hlaupa­hjóla­þjófur gómaður

Það var nokkuð um þjófnað og innbrot ef marka má dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið. Lögreglunni var tilkynnt um einstakling sem bar nokkur rafmagnshlaupahjól inn í húsnæði. Hjólin reyndust vera þýfi og voru haldlögð af lögreglunni. 

Innlent

„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“

Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu.

Innlent

Mikið þarf að gerast á undan Torfa­jökuls­gosi

Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tuttugu hatursglæpir voru tilkynntir til Samtakanna '78 í kringum Hinsegin daga og þar á meðal er ein líkamsárás. Lögregla rannsakar ellefu tilvik og möguleg tengsl þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Evrópu­sam­bands­ríkin drógu úr losun þrátt fyrir hag­vöxt

Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæplega þrjú prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið á tímabilinu samkvæmt nýjum tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat. Hún jókst þó í sex ríkjum, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Erlent

Óttast að ung­lingar sniffi gas í strætis­vögnum

Rekstrar­aðili strætó í Reykja­nes­bær verður í sí­auknum mæli var við að tóm gas­hylki séu skilin eftir í strætis­vögnum bæjarins. Hann segist óttast að ung­lingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjóma­sprautu í blöðru og komast þannig í vímu.

Innlent

Sækist eftir að sitja áfram á Spáni

Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, segist ætla að biðja neðri deild þingsins um að leggja blessun sína yfir nýja minnihlutastjórn í kjölfar þingkosningana í síðasta mánuði. Hvorug blokkin í spænskum stjórnmálum náði hreinum meirihluta og stjórnarmyndun gengur treglega.

Erlent

„Þetta er merki um að eld­stöðin sé vöknuð“

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir landris í Torfajökulsöskju merki um að eldstöðin sé vöknuð. Gos í Torfajökli, sem er norðan við Mýrdalsjökul, gæti haft mikil áhrif víða um land. Hann er þó á því að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Landris í miðri Torfajökulsöskju skýrist líklega af kvikusöfnun. Ekki eru merki um að kvikan sé að færast nær yfirborðinu en eldfjallafræðingur segir þetta merki um að eldstöðin sé að vakna.

Innlent