Fréttir Þriðja útkallið í Reykjadal á tveimur dögum Björgunarsveitir voru kallaðar út í þriðja skiptið á tveimur dögum í dag. Í öll skiptin ræddi um fólk sem hafði dottið við göngu um svæðið. Innlent 21.8.2023 19:13 Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann. Innlent 21.8.2023 18:32 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Innlent 21.8.2023 18:01 Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ísnál Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi. Erlent 21.8.2023 16:29 Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. Erlent 21.8.2023 15:32 Húsleit gerð hjá stuðningsfólki Rússa vegna stríðsvopna Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum. Erlent 21.8.2023 14:55 Útskrifaðist úr grunnskóla í vor en byrjar ekki í menntaskóla í dag eins og önnur börn Kristján Jakov Lazarev útskrifaðist úr Klettaskóla í vor en byrjar ekki í menntaskóla í dag eins og önnur börn. Móðir hans segir að honum hafi verið synjað um pláss í skólunum tveimur sem hentuðu honum en hann er einhverfur, mállaus og með þroskahömlun. Hún segist hafa verið send á milli fólks í kerfinu og fái engin almennileg svör. Innlent 21.8.2023 14:42 Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. Erlent 21.8.2023 14:05 Sat á þremur og hálfu kílói af kókaíni Laurent Georges Pascal Ruaud, 59 ára gamall Dóminíki, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti þrjú og hálft kíló af kókaíni til landsins í dekkjum og rörum hjólastóls sem hann notaðist við á leiðinni til landsins. Innlent 21.8.2023 14:04 Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. Innlent 21.8.2023 12:58 „Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. Innlent 21.8.2023 12:50 Áður óséðir grænþörungar ollu óbragðinu Óbragð sem fannst í drykkjarvatni á Akranesi skýrist að öllum líkindum af grænþörungum sem uxu í lóni í nágrenni bæjarins. Lónið hefur nú verið hreinsað og ætti óbragðið því að heyra sögunni til. Innlent 21.8.2023 12:26 Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. Innlent 21.8.2023 12:22 Mun aldrei sleppa úr fangelsi Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Erlent 21.8.2023 12:15 Kölluð út vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna bráðra veikinda manns um borð í skemmtiferðaskipinu Celebrity Summit um klukkan átta í morgun. Innlent 21.8.2023 11:54 Um 300 tilvik á tólf mánuðum þar sem árekstri var naumlega forðað Rannsókn New York Times hefur leitt í ljós að í hverri viku eiga sér stað nokkur tilvik þar sem flugvélar lenda næstum í árekstrum nærri eða á flugvöllum í Bandaríkjunum. Fjörtíu og sex slík atvik áttu sér stað í júlí og um 300 á síðustu tólf mánuðum. Erlent 21.8.2023 11:48 Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 21.8.2023 11:44 Hádegisfréttir Bylgjunnar Eldsvoðinn í Hafnarfirði, misheppnaðar efnaskiptaaðgerðir og óbragð á Akranesi verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innlent 21.8.2023 11:40 Lést af veikindum í heitri laug Erlendur karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr Laugavallalaug til Egilsstaða í gær, er látinn. Talið er að hann hafi látist af veikindum en ekki of hás hita í lauginni. Innlent 21.8.2023 11:35 Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. Innlent 21.8.2023 11:28 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. Innlent 21.8.2023 10:49 Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Erlent 21.8.2023 10:32 Soffía Svanhvít kjörin forseti Hallveigar Soffía Svanhvít Árnadóttir var kjörin forseti Hallveigar – Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á föstudag. Hún tekur við af Pétri Marteini Urbancic Tómassyni sem hefur gengt stöðunni undanfarin tvö ár. Innlent 21.8.2023 10:06 Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. Erlent 21.8.2023 09:42 Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum. Erlent 21.8.2023 09:24 Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Erlent 21.8.2023 08:50 Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. Erlent 21.8.2023 08:11 Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. Erlent 21.8.2023 07:31 Úrkoma á stórum hluta landsins í dag Lægð er nú stödd norður af Langanesi og færist hún til suðvesturs og með henni úrkoma sem nær yfir stóran hluta landsins í dag. Sömuleiðis kemur yfir svalari loftmassi en verið hefur yfir okkur upp á síðkastið. Veður 21.8.2023 07:15 Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. Innlent 21.8.2023 07:13 « ‹ ›
Þriðja útkallið í Reykjadal á tveimur dögum Björgunarsveitir voru kallaðar út í þriðja skiptið á tveimur dögum í dag. Í öll skiptin ræddi um fólk sem hafði dottið við göngu um svæðið. Innlent 21.8.2023 19:13
Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann. Innlent 21.8.2023 18:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Innlent 21.8.2023 18:01
Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ísnál Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi. Erlent 21.8.2023 16:29
Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. Erlent 21.8.2023 15:32
Húsleit gerð hjá stuðningsfólki Rússa vegna stríðsvopna Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum. Erlent 21.8.2023 14:55
Útskrifaðist úr grunnskóla í vor en byrjar ekki í menntaskóla í dag eins og önnur börn Kristján Jakov Lazarev útskrifaðist úr Klettaskóla í vor en byrjar ekki í menntaskóla í dag eins og önnur börn. Móðir hans segir að honum hafi verið synjað um pláss í skólunum tveimur sem hentuðu honum en hann er einhverfur, mállaus og með þroskahömlun. Hún segist hafa verið send á milli fólks í kerfinu og fái engin almennileg svör. Innlent 21.8.2023 14:42
Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. Erlent 21.8.2023 14:05
Sat á þremur og hálfu kílói af kókaíni Laurent Georges Pascal Ruaud, 59 ára gamall Dóminíki, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti þrjú og hálft kíló af kókaíni til landsins í dekkjum og rörum hjólastóls sem hann notaðist við á leiðinni til landsins. Innlent 21.8.2023 14:04
Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. Innlent 21.8.2023 12:58
„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. Innlent 21.8.2023 12:50
Áður óséðir grænþörungar ollu óbragðinu Óbragð sem fannst í drykkjarvatni á Akranesi skýrist að öllum líkindum af grænþörungum sem uxu í lóni í nágrenni bæjarins. Lónið hefur nú verið hreinsað og ætti óbragðið því að heyra sögunni til. Innlent 21.8.2023 12:26
Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. Innlent 21.8.2023 12:22
Mun aldrei sleppa úr fangelsi Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Erlent 21.8.2023 12:15
Kölluð út vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna bráðra veikinda manns um borð í skemmtiferðaskipinu Celebrity Summit um klukkan átta í morgun. Innlent 21.8.2023 11:54
Um 300 tilvik á tólf mánuðum þar sem árekstri var naumlega forðað Rannsókn New York Times hefur leitt í ljós að í hverri viku eiga sér stað nokkur tilvik þar sem flugvélar lenda næstum í árekstrum nærri eða á flugvöllum í Bandaríkjunum. Fjörtíu og sex slík atvik áttu sér stað í júlí og um 300 á síðustu tólf mánuðum. Erlent 21.8.2023 11:48
Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 21.8.2023 11:44
Hádegisfréttir Bylgjunnar Eldsvoðinn í Hafnarfirði, misheppnaðar efnaskiptaaðgerðir og óbragð á Akranesi verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innlent 21.8.2023 11:40
Lést af veikindum í heitri laug Erlendur karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr Laugavallalaug til Egilsstaða í gær, er látinn. Talið er að hann hafi látist af veikindum en ekki of hás hita í lauginni. Innlent 21.8.2023 11:35
Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. Innlent 21.8.2023 11:28
Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. Innlent 21.8.2023 10:49
Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Erlent 21.8.2023 10:32
Soffía Svanhvít kjörin forseti Hallveigar Soffía Svanhvít Árnadóttir var kjörin forseti Hallveigar – Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á föstudag. Hún tekur við af Pétri Marteini Urbancic Tómassyni sem hefur gengt stöðunni undanfarin tvö ár. Innlent 21.8.2023 10:06
Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. Erlent 21.8.2023 09:42
Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum. Erlent 21.8.2023 09:24
Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Erlent 21.8.2023 08:50
Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. Erlent 21.8.2023 08:11
Tekur ekki þátt í kappræðum: „Almenningur veit hver ég er“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær. Erlent 21.8.2023 07:31
Úrkoma á stórum hluta landsins í dag Lægð er nú stödd norður af Langanesi og færist hún til suðvesturs og með henni úrkoma sem nær yfir stóran hluta landsins í dag. Sömuleiðis kemur yfir svalari loftmassi en verið hefur yfir okkur upp á síðkastið. Veður 21.8.2023 07:15
Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. Innlent 21.8.2023 07:13
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent