Fréttir

Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök

Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum.

Innlent

Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ís­­nál

Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi.

Erlent

Sat á þremur og hálfu kílói af kókaíni

Laurent Georges Pascal Ruaud, 59 ára gamall Dóminíki, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti þrjú og hálft kíló af kókaíni til landsins í dekkjum og rörum hjólastóls sem hann notaðist við á leiðinni til landsins.

Innlent

Ekki rétt að tala um platað­gerðir

Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar.

Innlent

Mun aldrei sleppa úr fangelsi

Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016.

Erlent

Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróður­elda

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eldsvoðinn í Hafnarfirði, misheppnaðar efnaskiptaaðgerðir og óbragð á Akranesi verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent

Lést af veikindum í heitri laug

Erlendur karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr Laugavallalaug til Egilsstaða í gær, er látinn. Talið er að hann hafi látist af veikindum en ekki of hás hita í lauginni.

Innlent

Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni

Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. 

Innlent

Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu

Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum.

Erlent

Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landa­mærunum

Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum.

Erlent

Reyna að leggja stein í götu ný­kjörins for­seta Gvate­mala

Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan.

Erlent

Tekur ekki þátt í kapp­ræðum: „Al­menningur veit hver ég er“

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi í forvali Repúblikana, hefur ákveðið að mæta mótframbjóðendum sínum ekki í kappræðum. „Almenningur veit hver ég er og hversu árangursríka forsetatíð ég átti. Þar af leiðandi mun ég ekki taka þátt í kappræðunum!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth í gær.

Erlent

Úr­koma á stórum hluta landsins í dag

Lægð er nú stödd norður af Langanesi og færist hún til suðvesturs og með henni úrkoma sem nær yfir stóran hluta landsins í dag. Sömuleiðis kemur yfir svalari loftmassi en verið hefur yfir okkur upp á síðkastið.

Veður