Fréttir

Mikill viðbúnaður í Kópavogi

Töluverður viðbúnaður var í iðnaðarhverfi í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. Um fimm lögreglubílar voru á svæðinu og talsvert af lögreglumótorhjólum.

Innlent

Rann­­­sóknar­­­skip Haf­ró strand í Tálkna­­­firði

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar.

Innlent

„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“

Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þá lýsir ungt fólk yfir miklum áhyggjum á stöðu húsnæðismála.

Innlent

Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði

Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð.

Innlent

Umfangsmiklar árásir á báða bóga

Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu.

Erlent

Engin fram­halds­að­stoð í boði fyrir Sig­mar eftir dvölina á Vogi

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið.

Innlent

Segir Sjálfstæðisflokk vilja blása báknið út

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendir Sjálfstæðisflokknum skeyti sem undan hlýtur að svíða. Hann segir flokkinn bara flokk hins opinbera sem líði vel að þenja kerfið út, leggja auknar álögur á fólk í stað þess að fara vel með og sækja fjármuni á þá staði þar sem þeir raunverulega eru.

Innlent

Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT

Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað.

Erlent

Vinna að því að uppfylla kröfur MAST

Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan.

Innlent

Jarð­skjálfti olli flóð­bylgju á Græn­landi

Græn­lensk stjórn­völd hafa aukið við­búnaðar­stig í fjörðum eyjunnar í norðri og austri eftir að jarð­skjálfti undan ströndum landsins upp á 3,4 olli flóð­bylgju sem skall á ströndum eyjunnar Ellu um helgina.

Erlent