Fréttir Tveir látnir í skólarútuslysi Erlent 21.9.2023 23:39 Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. Innlent 21.9.2023 22:30 Mikill viðbúnaður í Kópavogi Töluverður viðbúnaður var í iðnaðarhverfi í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. Um fimm lögreglubílar voru á svæðinu og talsvert af lögreglumótorhjólum. Innlent 21.9.2023 22:04 Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. Innlent 21.9.2023 21:56 „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Innlent 21.9.2023 21:00 Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum konum Karlmaður hlaut á dögunum átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis brot, þar af fjögur ofbeldisbrot gegn konum. Þá hefur honum verið gert að greiða einni konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 21.9.2023 20:12 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þá lýsir ungt fólk yfir miklum áhyggjum á stöðu húsnæðismála. Innlent 21.9.2023 18:40 Jón segir upplýsingaóreiðu að finna í frumvarpi Andrésar Inga Mikill hiti var í þingsal nú fyrir stundu þegar Andrés Ingi Jónsson Pírötum flutti frumvarp þar sem mælt er fyrir um bann við hvalveiðum. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sagði frumvarpið tóma tjöru en það ætti ekki að þurfa að koma á óvart þegar litið er til þess hver var flutningsmaður. Innlent 21.9.2023 17:11 Nær því að leysa gamla ráðgátu um sólina Vísindamenn eru að nálgast svör við gamalli ráðgátu um sólina. Það hefur lengi vakið furðu að kóróna sólarinnar er heitari en yfirborð hennar. Erlent 21.9.2023 16:52 „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. Innlent 21.9.2023 16:04 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. Erlent 21.9.2023 16:01 Bein útsending: Varðar mig eitthvað um krabbameinsrannsóknir? Krabbameinsfélagið stendur fyrir málþingi á alþjóðadegi krabbameinsrannsókna. Yfirskrift málþingsins er: „Varðar mig eitthvað um krabbameinsrannsóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við.“ Innlent 21.9.2023 15:30 Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. Innlent 21.9.2023 14:38 Slökkvilið kallað út vegna elds í gámi á Álftanesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í gámi í Hestamýri á Álftanesi um klukkan 14 í dag. Innlent 21.9.2023 14:23 Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. Innlent 21.9.2023 14:15 Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. Innlent 21.9.2023 14:11 Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám. Innlent 21.9.2023 13:52 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. Erlent 21.9.2023 12:16 Bein útsending: Er mamma bara með heilabilun þrjá daga í viku? Alzheimersamtökin blása til ráðstefnu í Hofi á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi í dag. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 16. Innlent 21.9.2023 12:16 Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. Innlent 21.9.2023 12:16 Drengurinn fundinn á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði í morgun tólf ára drengs á Akureyri, með einhverfu. Drengurinn fannst í hádeginu. Innlent 21.9.2023 11:51 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við með umræðum á Alþingi en þingfundur hófst í morgun á óundirbúnum fyrirspurnum. Innlent 21.9.2023 11:33 Engin framhaldsaðstoð í boði fyrir Sigmar eftir dvölina á Vogi Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Innlent 21.9.2023 11:12 Segir Sjálfstæðisflokk vilja blása báknið út Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendir Sjálfstæðisflokknum skeyti sem undan hlýtur að svíða. Hann segir flokkinn bara flokk hins opinbera sem líði vel að þenja kerfið út, leggja auknar álögur á fólk í stað þess að fara vel með og sækja fjármuni á þá staði þar sem þeir raunverulega eru. Innlent 21.9.2023 11:10 Réttarhöldum í Samherjamálinu frestað Réttarhöld yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu hefur verið frestað. Þau munu hefjast þann 29. janúar næstkomandi í stað 2. októbers líkt og til stóð. Erlent 21.9.2023 11:08 Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. Erlent 21.9.2023 10:47 Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. Innlent 21.9.2023 10:38 Ákærður fyrir ólöglegan vopnaflutning á Akureyri Lögregla á Norðurlandi eystra hefur ákært 35 ára karlmann fyrir vopnalagabrot með því að hafa flutt skotvopn með ólöglegum hætti og undir áhrifum áfengis. Innlent 21.9.2023 10:34 Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Grænlensk stjórnvöld hafa aukið viðbúnaðarstig í fjörðum eyjunnar í norðri og austri eftir að jarðskjálfti undan ströndum landsins upp á 3,4 olli flóðbylgju sem skall á ströndum eyjunnar Ellu um helgina. Erlent 21.9.2023 10:29 Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. Innlent 21.9.2023 10:07 « ‹ ›
Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. Innlent 21.9.2023 22:30
Mikill viðbúnaður í Kópavogi Töluverður viðbúnaður var í iðnaðarhverfi í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. Um fimm lögreglubílar voru á svæðinu og talsvert af lögreglumótorhjólum. Innlent 21.9.2023 22:04
Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. Innlent 21.9.2023 21:56
„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Innlent 21.9.2023 21:00
Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum konum Karlmaður hlaut á dögunum átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis brot, þar af fjögur ofbeldisbrot gegn konum. Þá hefur honum verið gert að greiða einni konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 21.9.2023 20:12
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þá lýsir ungt fólk yfir miklum áhyggjum á stöðu húsnæðismála. Innlent 21.9.2023 18:40
Jón segir upplýsingaóreiðu að finna í frumvarpi Andrésar Inga Mikill hiti var í þingsal nú fyrir stundu þegar Andrés Ingi Jónsson Pírötum flutti frumvarp þar sem mælt er fyrir um bann við hvalveiðum. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sagði frumvarpið tóma tjöru en það ætti ekki að þurfa að koma á óvart þegar litið er til þess hver var flutningsmaður. Innlent 21.9.2023 17:11
Nær því að leysa gamla ráðgátu um sólina Vísindamenn eru að nálgast svör við gamalli ráðgátu um sólina. Það hefur lengi vakið furðu að kóróna sólarinnar er heitari en yfirborð hennar. Erlent 21.9.2023 16:52
„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. Innlent 21.9.2023 16:04
Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. Erlent 21.9.2023 16:01
Bein útsending: Varðar mig eitthvað um krabbameinsrannsóknir? Krabbameinsfélagið stendur fyrir málþingi á alþjóðadegi krabbameinsrannsókna. Yfirskrift málþingsins er: „Varðar mig eitthvað um krabbameinsrannsóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við.“ Innlent 21.9.2023 15:30
Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. Innlent 21.9.2023 14:38
Slökkvilið kallað út vegna elds í gámi á Álftanesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í gámi í Hestamýri á Álftanesi um klukkan 14 í dag. Innlent 21.9.2023 14:23
Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. Innlent 21.9.2023 14:15
Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. Innlent 21.9.2023 14:11
Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám. Innlent 21.9.2023 13:52
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. Erlent 21.9.2023 12:16
Bein útsending: Er mamma bara með heilabilun þrjá daga í viku? Alzheimersamtökin blása til ráðstefnu í Hofi á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi í dag. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 16. Innlent 21.9.2023 12:16
Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. Innlent 21.9.2023 12:16
Drengurinn fundinn á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði í morgun tólf ára drengs á Akureyri, með einhverfu. Drengurinn fannst í hádeginu. Innlent 21.9.2023 11:51
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við með umræðum á Alþingi en þingfundur hófst í morgun á óundirbúnum fyrirspurnum. Innlent 21.9.2023 11:33
Engin framhaldsaðstoð í boði fyrir Sigmar eftir dvölina á Vogi Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Innlent 21.9.2023 11:12
Segir Sjálfstæðisflokk vilja blása báknið út Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendir Sjálfstæðisflokknum skeyti sem undan hlýtur að svíða. Hann segir flokkinn bara flokk hins opinbera sem líði vel að þenja kerfið út, leggja auknar álögur á fólk í stað þess að fara vel með og sækja fjármuni á þá staði þar sem þeir raunverulega eru. Innlent 21.9.2023 11:10
Réttarhöldum í Samherjamálinu frestað Réttarhöld yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu hefur verið frestað. Þau munu hefjast þann 29. janúar næstkomandi í stað 2. októbers líkt og til stóð. Erlent 21.9.2023 11:08
Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. Erlent 21.9.2023 10:47
Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. Innlent 21.9.2023 10:38
Ákærður fyrir ólöglegan vopnaflutning á Akureyri Lögregla á Norðurlandi eystra hefur ákært 35 ára karlmann fyrir vopnalagabrot með því að hafa flutt skotvopn með ólöglegum hætti og undir áhrifum áfengis. Innlent 21.9.2023 10:34
Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Grænlensk stjórnvöld hafa aukið viðbúnaðarstig í fjörðum eyjunnar í norðri og austri eftir að jarðskjálfti undan ströndum landsins upp á 3,4 olli flóðbylgju sem skall á ströndum eyjunnar Ellu um helgina. Erlent 21.9.2023 10:29
Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. Innlent 21.9.2023 10:07