Fréttir

Fylgja eftir svartri skýrslu um vöggustofurnar

Borgarráð ætlar að fylgja eftir tillögum nefndar um málefni vöggustofa. Nefndin kynnti niðurstöðu sína í síðustu viku og benti á að vera barna á vöggustofum hafi haft veruleg áhrif á framtíð þeirra. Til að mynda væru lífslíkur þeirra einstaklinga minni en jafnaldra þeirra og þeir líklegri til að glíma við örorku.

Innlent

Tíu í gæslu­varð­haldi vegna smygls að jafnaði

Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins.

Innlent

Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri at­burðum í mínu lífi“

Bjarni Bene­dikts­son, frá­farandi fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir að for­svars­menn ríkis­stjórnar­flokkanna noti til­efnið nú til að ræða stöðuna á kjör­tíma­bilinu og hvað sé fram­undan í sam­starfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðu­neyta­skipan. Hann segir at­burði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi.

Innlent

Óttast að spítalinn breytist í lík­hús

Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 

Erlent

Dregur hratt úr úr­komu og vindi eftir há­degi

Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hring­veg­in­um á tveim­ur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði.

Innlent

Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum

Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður ófærðin til umfjöllunar auk ástandsins í Ísrael og Palestínu en einnig fylgjumst við um umræðum á Alþingi um stöðu Bjarna Benediktssonar fráfarandi fjármálaráðherra.

Innlent

Hellisheiði opnuð á ný

Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum.

Innlent

Blæs á gagn­rýni á efnis­tök heimildar­myndar um hrunið

Efnis­tök heimildar­myndar um banka­hrunið, Bar­áttan um Ís­land, hafa verið harð­lega gagn­rýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum fram­leiðslu. Leik­stjóri myndarinnar og upp­runa­legur fram­leiðandi segir að mark­miðið hafi alltaf verið að beina sjónum að banka­fólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftir­málum þess.

Innlent

Vilja að­stoða of­beldis­menn að axla á­byrgð

Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. 

Innlent