Handbolti

Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Darri Aronsson og Adam Haukur Baumruk voru báðir settir í bann.
Darri Aronsson og Adam Haukur Baumruk voru báðir settir í bann. vísir/bára
Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í viðureign Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gær fengu allir eins leiks bann þegar að aganefnd HSÍ kom saman í hádeginu í dag.

Tveir verða klárlega í banni á sunnudaginn en það eru þeir Róbert Sigurðarson, leikmaður ÍBV, sem var að fá sína þriðju útilokun á tímabilinu og verður því ekki með í leik þrjú.

Adam Haukur Baumruk fékk rautt spjald annan leikinn í röð og í þriðja sinn á tímabilinu og fær því eins leiks bann að teknu tilliti til stighækkandi áhrifa útlokana vegna slíkra brota, að því fram kemur í úrskurði aganefndar. Hann verður ekki með í þriðja leiknum.

Darri Aronsson, leikmaður Hauka, fékk rautt fyrstur í leiknum fyrir ljótt brot og var úrskurðaður í bann en hans mál verður tekið aftur fyrir á morgun á meðan beðið er sjónarmiða og athugasemda viðkomandi félags í málinu.

Sömu örlög hlaut Kári Kristján Kristjánsson sem var úrskurðaður í eins leiks bann en Eyjamenn fá að senda frá sér gögn til aganefndarinnar og verður hans mál tekið fyrir á sama fundi og mál Darra þegar að aganefndin kemur aftur saman á morgun.

Hér að neðan má sjá öll rauðu spjöldin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×