Innlent

Stúdentar vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Ernir
Stjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík skorar á Alþingi að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Sumarið sé kjörið til þess að ræða þá vankanta sem eru á frumvarpinu.

Í tilkynningu frá félaginu segir að frumvarpið kunni að hafa veruleg áhrif á hagsmuni allra stúdenta. Því sé brýnt að þeim sé gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri yfir sumarið.

Yrði fyrstu umræðu lokið færi það til þingnefndar og í umsagnarferli. Að því loknu yrði það tekið aftur fyrir um miðjan ágúst, þegar þing kemur aftur saman eftir frí.

„Frumvarpið er að mörgu leiti stórt skref í rétta átt þó að það séu ýmis atriði sem má bæta og SFHR telur sumarið vera tímann til þess að ræða þá vankanta sem á því eru.“


Tengdar fréttir

Milljarðar í plús hjá LÍN

Lánasjóður íslenskra námsmanna var rekinn með sjö milljarða króna afgangi á síðasta rekstrarári.

Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×