Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2015 22:31 Jón Arnór eftir leikinn. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. „Þetta var svaka spennandi leikur og þristurinn hjá Loga í lokin var rosalegur. Við fengum gott framlag frá öllum í dag og höfum vaxið með hverjum leiknum í þessu móti. Við erum orðnir helvíti góðir og höfum tekið stór skref fram á við. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jón Arnór í samtali við Kolbein Tuma Daðason eftir leik. Logi Gunnarsson mun sennilega ekki gleyma þessum leik í bráð en Njarðvíkingurinn setti niður ævintýralegan þrist einni sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði metin í 91-91 og tryggði íslenska liðinu þar með framlengingu. „Ég held alltaf að skotið fari niður þegar hann skýtur,“ sagði Jón Arnór um þristinn ótrúlega hjá Loga. „Það var ekkert öðruvísi þarna, þetta var ekkert nema net,“ bætti Jón Arnór við. Stór kjarni landsliðsins er búinn að spila lengi saman og kominn á fertugsaldurinn. Eru kynslóðaskipti framundan í íslenska liðinu? „Það eru kynslóðaskipti framundan, það vita það allir. Við eigum ekkert mikið eftir í þessu en það væri frábært að komast á annað stórmót. Það væri algjör draumur og ætti að vera markmiðið okkar - að halda okkur á stóra sviðinu. „Við eldri leikmennirnir þurfum að taka slaginn áfram. Það er svo gaman að taka þátt í þessu. Eftir svona mót vill maður ekkert hætta,“ sagði Jón Arnór sem var hrærður yfir stuðningnum sem íslensku strákarnir fengu á mótinu. „Það var ótrúlegt móment,“ sagði Jón Arnór en íslensku stuðningsmennirnir brustu í fjöldasöng eftir að leik lauk. „Það féllu tár hjá nokkrum uppi í stúku og maður var klökkur. Þetta eru miklar tilfinningar, allt fólkið manns er hérna. Maður er búinn að fá jákvæð viðbrögð og það er mikið stolt í gangi,“ sagði Íþróttamaður ársins 2014 að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. „Þetta var svaka spennandi leikur og þristurinn hjá Loga í lokin var rosalegur. Við fengum gott framlag frá öllum í dag og höfum vaxið með hverjum leiknum í þessu móti. Við erum orðnir helvíti góðir og höfum tekið stór skref fram á við. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jón Arnór í samtali við Kolbein Tuma Daðason eftir leik. Logi Gunnarsson mun sennilega ekki gleyma þessum leik í bráð en Njarðvíkingurinn setti niður ævintýralegan þrist einni sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði metin í 91-91 og tryggði íslenska liðinu þar með framlengingu. „Ég held alltaf að skotið fari niður þegar hann skýtur,“ sagði Jón Arnór um þristinn ótrúlega hjá Loga. „Það var ekkert öðruvísi þarna, þetta var ekkert nema net,“ bætti Jón Arnór við. Stór kjarni landsliðsins er búinn að spila lengi saman og kominn á fertugsaldurinn. Eru kynslóðaskipti framundan í íslenska liðinu? „Það eru kynslóðaskipti framundan, það vita það allir. Við eigum ekkert mikið eftir í þessu en það væri frábært að komast á annað stórmót. Það væri algjör draumur og ætti að vera markmiðið okkar - að halda okkur á stóra sviðinu. „Við eldri leikmennirnir þurfum að taka slaginn áfram. Það er svo gaman að taka þátt í þessu. Eftir svona mót vill maður ekkert hætta,“ sagði Jón Arnór sem var hrærður yfir stuðningnum sem íslensku strákarnir fengu á mótinu. „Það var ótrúlegt móment,“ sagði Jón Arnór en íslensku stuðningsmennirnir brustu í fjöldasöng eftir að leik lauk. „Það féllu tár hjá nokkrum uppi í stúku og maður var klökkur. Þetta eru miklar tilfinningar, allt fólkið manns er hérna. Maður er búinn að fá jákvæð viðbrögð og það er mikið stolt í gangi,“ sagði Íþróttamaður ársins 2014 að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira