Segir meinta óánægju ræstingafólks vera innanhússmál Hjörtur Hjartarson skrifar 20. nóvember 2014 19:46 Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir meinta óánægju meðal starfsmanna vera innanhúsmál sem verði leyst. Ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi.Ræstingafyrirtækið Hreint ehf hefur frá því í febrúar á þessu ári séð um ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi. 12 starfsmenn sinna þessu verkefni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hafa beri í huga að aðeins hluti svæðisins sé þrifinn daglega. „Svo er auðvitað töluverður hluti ræstinganna vélvæddur. Vél sem ræstir eða skúrar gólf getur þrifið fleiri þúsund fermetra og niður í auðvitað miklu minna. Og þarna erum við til dæmis með tvær mjög stórar gólfþvottavélar sem notaðar eru á stórum hluta spítalans,“ segir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf. Engu að síður hefur stéttarfélaginu Eflingu borist kvartanir frá nokkrum starfsmönnum, sem allir eru pólskir, vegna álags og bágra kjara. Þann 11.nóvember síðastliðinn var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundi ræstingarfólksins og forráðamanna Hreint ehf. „Ég held að það gæti pínulítils misskilnings í þessu. Þetta var starfsmannafundur þar sem við fáum fyrirspurnir og ábendingar frá starfsfólkinu okkar. Við boðuðum annan starfsmannafund viku síðar og þar vildum við fá tækifæri til að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem þar koma fram. Þannig að þegar við komum á fund með starfsfólki okkar þá var fulltrúi Eflingar á svæðinu. Og þegar hún áttaði sig á að þarna var um misskilning var að ræða baðst hún bara afsökunar á því og hvatti okkur til að leysa málin vel með fólkinu.“ Hreint efh átti í fyrra lægsta tilboðið í umsjón ræstinga hjá Landspítalanum, tæplega 97 milljónir króna á ári, rétt um 20 milljónum króna minna en fyrirtækið ISS bauð sem áður sá um ræstingar á Landspítalanum.„Það má velta því fyrir sér hvort þið hafið undirboðið verkið og reynið svo að vinna það tilbaka með því að hafa of fáa starfsmenn í þrifunum?“„Nei, það er víðs fjarri.“ Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir meinta óánægju meðal starfsmanna vera innanhúsmál sem verði leyst. Ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi.Ræstingafyrirtækið Hreint ehf hefur frá því í febrúar á þessu ári séð um ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi. 12 starfsmenn sinna þessu verkefni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hafa beri í huga að aðeins hluti svæðisins sé þrifinn daglega. „Svo er auðvitað töluverður hluti ræstinganna vélvæddur. Vél sem ræstir eða skúrar gólf getur þrifið fleiri þúsund fermetra og niður í auðvitað miklu minna. Og þarna erum við til dæmis með tvær mjög stórar gólfþvottavélar sem notaðar eru á stórum hluta spítalans,“ segir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf. Engu að síður hefur stéttarfélaginu Eflingu borist kvartanir frá nokkrum starfsmönnum, sem allir eru pólskir, vegna álags og bágra kjara. Þann 11.nóvember síðastliðinn var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundi ræstingarfólksins og forráðamanna Hreint ehf. „Ég held að það gæti pínulítils misskilnings í þessu. Þetta var starfsmannafundur þar sem við fáum fyrirspurnir og ábendingar frá starfsfólkinu okkar. Við boðuðum annan starfsmannafund viku síðar og þar vildum við fá tækifæri til að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem þar koma fram. Þannig að þegar við komum á fund með starfsfólki okkar þá var fulltrúi Eflingar á svæðinu. Og þegar hún áttaði sig á að þarna var um misskilning var að ræða baðst hún bara afsökunar á því og hvatti okkur til að leysa málin vel með fólkinu.“ Hreint efh átti í fyrra lægsta tilboðið í umsjón ræstinga hjá Landspítalanum, tæplega 97 milljónir króna á ári, rétt um 20 milljónum króna minna en fyrirtækið ISS bauð sem áður sá um ræstingar á Landspítalanum.„Það má velta því fyrir sér hvort þið hafið undirboðið verkið og reynið svo að vinna það tilbaka með því að hafa of fáa starfsmenn í þrifunum?“„Nei, það er víðs fjarri.“
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira