Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2014 11:00 Axel Kárason, Logi Gunnarsson, Martin Hermannssin, Pavel Pavel Ermolinskij og Elvar Már Friðriksson. Mynd/KKÍ/Kristinn Geir Pálsson Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. Á heimasíðu KKÍ kemur fram að í tólf manna hóp íslenska liðsins eru fimm synir fyrrverandi landsliðsmanna og þar á meðal er Logi Gunnarsson sem lék sinn hundraðasta leik í gær.Logi Gunnarsson er sonur Gunnars Þorvarðarsonar (Njarðvík) sem lék 69 landsleiki á árunum 1974 til 1981 en Logi sem fæddist 1981 lék sinn hundraðasta landsleik í gær. Logi verður heiðraður í Laugardalshöllinni þann 10. ágúst fyrir leikinn gegn Bretlandi í undankeppni EuroBasket 2015.Axel Kárason er sonur Kára Marissonar (Valur, Njarðvík) sem lék 34 leiki fyrir íslenska landsliðið á árunum 1972 til 1976. Þeir félagar Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson, sem eru báðir á leið til LIU í New York í haust, eru synir þeirra Friðriks Ragnarssonar (Njarðvík, KR), sem lék 31 landsleik milli 1989-1999, og Hermanns Haukssonar (KR, Njarðvík) sem lék 64 landsleiki á árunum 1994-2000. Faðir Pavels Ermolinskij, Alexander, lék 6 landsleiki fyrir Ísland þegar hann var leikmaður ÍA árið 1997 en Alexander tók þá upp íslenskt ríkisfang. Alexander Ermolinskij var upprunalega frá Rússlandi. Samtals hafa synirnir fimm leikið 187 landsleiki og feðurnir léku á sínum tíma 204. Eftir ferðina til Lúxemborg verður staðan hinsvegar orðin 192:204 og munurinn gæti síðan minnkað ennfrekar í Evrópukeppninni í haust. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM. 29. júlí 2014 07:00 Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Jón Arnór og strákarnir æfðu í Ásgarði | Myndir Körfuboltalandsliðið heldur utan á morgun og spilar tvo vináttulandsleiki við Lúxemborg. 29. júlí 2014 13:30 Hlutirnir stefna í rétta átt Íslenska landsliðið í körfuknattleik leikur sína fyrstu landsleiki undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við landsliðinu fyrr á árinu á næstu dögum. Pedersen var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. 30. júlí 2014 09:00 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Körfubolti Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. Á heimasíðu KKÍ kemur fram að í tólf manna hóp íslenska liðsins eru fimm synir fyrrverandi landsliðsmanna og þar á meðal er Logi Gunnarsson sem lék sinn hundraðasta leik í gær.Logi Gunnarsson er sonur Gunnars Þorvarðarsonar (Njarðvík) sem lék 69 landsleiki á árunum 1974 til 1981 en Logi sem fæddist 1981 lék sinn hundraðasta landsleik í gær. Logi verður heiðraður í Laugardalshöllinni þann 10. ágúst fyrir leikinn gegn Bretlandi í undankeppni EuroBasket 2015.Axel Kárason er sonur Kára Marissonar (Valur, Njarðvík) sem lék 34 leiki fyrir íslenska landsliðið á árunum 1972 til 1976. Þeir félagar Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson, sem eru báðir á leið til LIU í New York í haust, eru synir þeirra Friðriks Ragnarssonar (Njarðvík, KR), sem lék 31 landsleik milli 1989-1999, og Hermanns Haukssonar (KR, Njarðvík) sem lék 64 landsleiki á árunum 1994-2000. Faðir Pavels Ermolinskij, Alexander, lék 6 landsleiki fyrir Ísland þegar hann var leikmaður ÍA árið 1997 en Alexander tók þá upp íslenskt ríkisfang. Alexander Ermolinskij var upprunalega frá Rússlandi. Samtals hafa synirnir fimm leikið 187 landsleiki og feðurnir léku á sínum tíma 204. Eftir ferðina til Lúxemborg verður staðan hinsvegar orðin 192:204 og munurinn gæti síðan minnkað ennfrekar í Evrópukeppninni í haust.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM. 29. júlí 2014 07:00 Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Jón Arnór og strákarnir æfðu í Ásgarði | Myndir Körfuboltalandsliðið heldur utan á morgun og spilar tvo vináttulandsleiki við Lúxemborg. 29. júlí 2014 13:30 Hlutirnir stefna í rétta átt Íslenska landsliðið í körfuknattleik leikur sína fyrstu landsleiki undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við landsliðinu fyrr á árinu á næstu dögum. Pedersen var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. 30. júlí 2014 09:00 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Körfubolti Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM. 29. júlí 2014 07:00
Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30
Jón Arnór og strákarnir æfðu í Ásgarði | Myndir Körfuboltalandsliðið heldur utan á morgun og spilar tvo vináttulandsleiki við Lúxemborg. 29. júlí 2014 13:30
Hlutirnir stefna í rétta átt Íslenska landsliðið í körfuknattleik leikur sína fyrstu landsleiki undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við landsliðinu fyrr á árinu á næstu dögum. Pedersen var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. 30. júlí 2014 09:00