Lífið

Ágústa Eva spillt lögga sem lumbrar á glæpamönnum

Mikið gengur á við tökur á kvikmyndinni Borgríki þessa dagana. Leikstjórinn Ólafur de Fleur og hans fólk eru á ferðinni að vinna að myndinni sem er harðsoðinn glæpakrimmi með tilheyrandi ofbeldi.

Ágústa Eva Erlendsdóttir fer fremst í glæsilegum leikaraflokki myndarinnar. Hún leikur fíkniefnalöggu sem lumbrar á glæpamönnum með lambhúshettu.

Gerð Borgríkis brýtur blað að nokkru leyti. Farið er af stað í tökurnar þrátt fyrir að helming fjármögnunar vanti. Hún hefur verið seld til Svíþjóðar og Noregs en ekki Íslands. Þá er myndin tekin upp með byltingakenndu ljósmyndavélinni Canon 5DII.

Sett var upp fjármögnunarsíða myndarinnar á Netinu. Enn sem komið hafa ekki margir skráð sig þar. Aðeins 100 dollarar eru komnir upp í 8000 dollara takmark en fjármögnunin stendur til 1. desember. Þeir sem borga þúsund dollara eða meira fá lítið aukahlutverk í myndinni, nafnið á þakkarlista, áritaða DVD-diska og miða á frumsýningu.

Ísland í dag kíkti á tökustað Borgríkis í vikunni og ræddi við leikstjórann og aðalleikarana eins og sést hér á myndbandinu að ofan.

Þá er í þættinum sýnd fantaflott stikla sem gerð var til að kynna myndina og safna peningi fyrir framleiðslunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.