Arion banki stefnir Björgólfi Thor Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. febrúar 2010 18:45 Arion banki hefur nú höfðað mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni vegna persónulegra ábyrgða sem hann og faðir hans tókust á hendur þegar Samson fékk lán hjá Búnaðarbankanum vorið 2003 til að kaupa Landsbankann. Skuld feðganna stendur í tæpum sex milljörðum króna í dag. Þegar Landsbankinn var einkavæddur vorið 2003 var þriðjungur kaupverðsins sem Samson greiddi fyrir bankann fjármagnaður með láni hjá Búnaðarbanka Íslands. Halldór J. Kristjánsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, var gerður út af örkinni til að óska eftir láni upp á 3,4 milljarða króna fyrir væntanlega eigendur, en á þessum tímapunkti höfðu Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson ekki fengið lyklavöld í bankanum og var hann því enn að forminu til ríkisbanki þegar þetta átti sér stað. Lánið til Samsonar var formlega afgreitt hinn 25. apríl 2003 en í nokkrar vikur þar á undan hafði verið unnið að lánasamningnum. Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Búnaðarbankans, undirbjó lánveitinguna, en hún var sem kunnugt er einn fjölmargra starfsmanna Búnaðarbankans sem ráðnir voru yfir til Landsbankans í apríl 2003. Lánið stendur nú í 6 milljörðum króna með dráttarvöxtum og er hjá Arion banka. Þegar lánið var veitt á sínum tíma gerði Sólon Sigurðsson, þáverandi bankastjóri Búnaðarbankans, þá kröfu að feðgarnir tækjust á hendur persónulega ábyrgð samfara láninu. Á síðasta ári þegar tilraunir Nýja Kaupþings við innheimtu kröfunnar hófust fyrir alvöru voru feðgarnir reiðubúnir að greiða helming skuldarinnar gegn niðurfellingu á hinum helmingnum. Á þetta var ekki fallist af hálfu bankans. Nú er svo komið að bankinn hefur stefnt Björgólfi Thor til innheimtu skuldarinnar á grundvelli hinnar persónulegu ábyrgðar, en bankinn stefnir honum einum þar sem Björgólfur Guðmundsson er gjaldþrota. Ef dómur gengur í málinu getur bankinn gengið að eignum Björgólfs Thors, en hann á bæði fasteignir og hluti í fyrirtækjum á Íslandi. Þar má til dæmis nefna Vern Holdings, tölvuleikjafyrirtækið CCP, fjarskiptafyrirtækið Nova og lyfjasamsteypuna Actavis. Talsmaður Björgólfs Thors sagði í samtali við fréttastofu að Björgólfi væri ekki kunnugt um málshöfðunina og hefði til þessa litið svo á að hann væri enn í samningaviðræðum við Arion banka. Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Arion banki hefur nú höfðað mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni vegna persónulegra ábyrgða sem hann og faðir hans tókust á hendur þegar Samson fékk lán hjá Búnaðarbankanum vorið 2003 til að kaupa Landsbankann. Skuld feðganna stendur í tæpum sex milljörðum króna í dag. Þegar Landsbankinn var einkavæddur vorið 2003 var þriðjungur kaupverðsins sem Samson greiddi fyrir bankann fjármagnaður með láni hjá Búnaðarbanka Íslands. Halldór J. Kristjánsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, var gerður út af örkinni til að óska eftir láni upp á 3,4 milljarða króna fyrir væntanlega eigendur, en á þessum tímapunkti höfðu Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson ekki fengið lyklavöld í bankanum og var hann því enn að forminu til ríkisbanki þegar þetta átti sér stað. Lánið til Samsonar var formlega afgreitt hinn 25. apríl 2003 en í nokkrar vikur þar á undan hafði verið unnið að lánasamningnum. Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Búnaðarbankans, undirbjó lánveitinguna, en hún var sem kunnugt er einn fjölmargra starfsmanna Búnaðarbankans sem ráðnir voru yfir til Landsbankans í apríl 2003. Lánið stendur nú í 6 milljörðum króna með dráttarvöxtum og er hjá Arion banka. Þegar lánið var veitt á sínum tíma gerði Sólon Sigurðsson, þáverandi bankastjóri Búnaðarbankans, þá kröfu að feðgarnir tækjust á hendur persónulega ábyrgð samfara láninu. Á síðasta ári þegar tilraunir Nýja Kaupþings við innheimtu kröfunnar hófust fyrir alvöru voru feðgarnir reiðubúnir að greiða helming skuldarinnar gegn niðurfellingu á hinum helmingnum. Á þetta var ekki fallist af hálfu bankans. Nú er svo komið að bankinn hefur stefnt Björgólfi Thor til innheimtu skuldarinnar á grundvelli hinnar persónulegu ábyrgðar, en bankinn stefnir honum einum þar sem Björgólfur Guðmundsson er gjaldþrota. Ef dómur gengur í málinu getur bankinn gengið að eignum Björgólfs Thors, en hann á bæði fasteignir og hluti í fyrirtækjum á Íslandi. Þar má til dæmis nefna Vern Holdings, tölvuleikjafyrirtækið CCP, fjarskiptafyrirtækið Nova og lyfjasamsteypuna Actavis. Talsmaður Björgólfs Thors sagði í samtali við fréttastofu að Björgólfi væri ekki kunnugt um málshöfðunina og hefði til þessa litið svo á að hann væri enn í samningaviðræðum við Arion banka.
Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira