Býður sig fram gegn Geir Haarde Breki Logason skrifar 13. janúar 2009 14:31 Snorri Ásmundsson Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok mánaðarins. Snorri segist ekki vera neitt sérstakur pólitíkus en telur sig geta tekið til hendinni. Hann finnur fyrir gríðarlegum stuðningi innan flokksins og segist hafa talað við stjórnmálafræðinga sem styðji við bakið á sér. „Já ég ætla í formannsframboð gegn Geir H. Haarde," segir Snorri í samtali við fréttastofu. „Það eru nokkrir dagar í mesta lagi vika síðan ég tók þessa ákvörðun, en hef fram að því verið að skoða þessi mál." Snorri er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur verið lengi. „Ég finn fyrir miklum stuðningi og er eiginlega að drukkna úr hvatningu. Það eru margir sem vilja Geir í burtu, það getur ýmislegt gerst á svona tímum. Ég held að ég sé ekkert sérstakur pólitíkus en ég held að ég geti kannski gert eitthvað núna," segir Snorri. Eins og hvað? „Bara tekið til hendinni, ekki veitir af því." Snorri segist þegar byrjaður að vinna að framboðinu og hefur fengið ýmsa aðila til liðs við sig. Meðal annars stjórnmálafræðinga og fólk sem hefur áhuga að styðja við bakið á sér. Snorri er ekki óvanur framboðum sem þessum en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa boðið sig fram til forseta lýðveldisins. „Ég bauð mig reyndar fyrst fram í borgarstjórnarkosningunum árið 2002. Þá vildi ég verða borgarstjórnarefni Sjálfstæðisflokksins en það voru svo margir sem þá tóku ekki mark á mér. Þá viku allir fyrir Birni Bjarnasyni nema ég og hætt var við leiðtogakjörið. Í kjölfarið stofnaði ég svo Vinstri-hægri-snú," segir Snorri. Sú saga gengur nú að Snorri hafi um tíma verið kominn inn í innsta hring í Sjálfstæðisflokknum og meðal annars verið með skrifstofu í Valhöll, höfuðvígi flokksins. „Þetta er skemmtileg saga, en ég hef ekki starfað opinberlega fyrir flokkinn," segir Snorri sem vill lítið ræða þessa sögu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst þann 29.janúar. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok mánaðarins. Snorri segist ekki vera neitt sérstakur pólitíkus en telur sig geta tekið til hendinni. Hann finnur fyrir gríðarlegum stuðningi innan flokksins og segist hafa talað við stjórnmálafræðinga sem styðji við bakið á sér. „Já ég ætla í formannsframboð gegn Geir H. Haarde," segir Snorri í samtali við fréttastofu. „Það eru nokkrir dagar í mesta lagi vika síðan ég tók þessa ákvörðun, en hef fram að því verið að skoða þessi mál." Snorri er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur verið lengi. „Ég finn fyrir miklum stuðningi og er eiginlega að drukkna úr hvatningu. Það eru margir sem vilja Geir í burtu, það getur ýmislegt gerst á svona tímum. Ég held að ég sé ekkert sérstakur pólitíkus en ég held að ég geti kannski gert eitthvað núna," segir Snorri. Eins og hvað? „Bara tekið til hendinni, ekki veitir af því." Snorri segist þegar byrjaður að vinna að framboðinu og hefur fengið ýmsa aðila til liðs við sig. Meðal annars stjórnmálafræðinga og fólk sem hefur áhuga að styðja við bakið á sér. Snorri er ekki óvanur framboðum sem þessum en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa boðið sig fram til forseta lýðveldisins. „Ég bauð mig reyndar fyrst fram í borgarstjórnarkosningunum árið 2002. Þá vildi ég verða borgarstjórnarefni Sjálfstæðisflokksins en það voru svo margir sem þá tóku ekki mark á mér. Þá viku allir fyrir Birni Bjarnasyni nema ég og hætt var við leiðtogakjörið. Í kjölfarið stofnaði ég svo Vinstri-hægri-snú," segir Snorri. Sú saga gengur nú að Snorri hafi um tíma verið kominn inn í innsta hring í Sjálfstæðisflokknum og meðal annars verið með skrifstofu í Valhöll, höfuðvígi flokksins. „Þetta er skemmtileg saga, en ég hef ekki starfað opinberlega fyrir flokkinn," segir Snorri sem vill lítið ræða þessa sögu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst þann 29.janúar.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira