Lekamálið

Fréttamynd

Felldi úr gildi reglugerð um þóknanir

Sama dag og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra baðst undan skyldum sínum sem dómsmálaráðherra felldi hún úr gildi reglugerð frá árinu 2009 þar sem þóknanir verjenda og réttargæslumanna voru takmarkaðar voru við tíu þúsund krónur á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir

Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Þórey stefnir blaðamönnum DV

Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um Facebook-hegðun saksóknara

Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Hanna Birna ber vitni í málinu

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Freyr neitar sök

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leitaði ráða hjá lögreglustjóra

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu

Margir af helstu forystumönnum úr grasrót Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Sex formenn fulltrúaráða af þeim ellefu sem Fréttablaðið talaði við neituðu þó að ræða stöðu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Meira gert úr lekamálinu en öðrum áður

Lögregla hefur gengið lengra í lekamálinu en þegar gögn hafa lekið annars staðar út, segir Brynjar Níelsson varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins en að málið sé fyrst og fremst pólitískt. Hann telur ekki að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi sagt þinginu ósatt í sumar þegar hún sagðist ekkert vita um rannsókn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina

„Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar," sagði Hanna Birna við Alþingi í júní.

Innlent
Fréttamynd

Að þekkja eigin vitjunartíma

Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er vond. Hún fór of geyst meðan hún, ráðuneyti hennar og hennar nánasta samstarfsfólk sætti opinberri rannsókn. Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert. Eftir á að hyggja hefði Hanna Birna betur sagt af sér sem ráðherra og hið minnsta frá málinu sjálfu.

Fastir pennar