Bárðarbunga

Fréttamynd

Öskjuhrun í Bárðarbungu er möguleiki

Mikið sig í öskju Bárðarbungu, sem líkt er við hrun, er einn möguleiki framhalds jarðhræringa í og við Vatnajökul. Þó eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er það ekki til vitnis um minni virkni á svæðinu. Annars eldgoss er að vænta lokist sprungan.

Innlent
Fréttamynd

Seismic activity still remains high

Twenty-three earthquakes were detected around Bárðarbunga, the eruption site, last night. The biggest one measured 5,0. Seismic activity has decreased from last night, yet still remains high.

News in english
Fréttamynd

Stór skjálfti við Bárðarbungu

Skjálfti, fimm að stærð, mældist suðaustur af Bárðarbungu rétt eftir klukkan átta í morgun. Skjálftinn er jafnframt sá stærsti þennan sólarhringinn.

Innlent
Fréttamynd

Helmingi færri skjálftar en síðustu nótt

Á umbrotasvæðinu mældust 23 skjálftar, þar af níu í Bárðarbungu en þetta eru um helmingi færri skjálftar en voru síðustu nótt, en svipað og þarsíðustu nótt, að því er segir í skeyti frá veðurstofu.

Innlent
Fréttamynd

Býr eldgosið til eitraða rigningu?

Getur verið að eldgosið búi til rigningu og jafnvel úrhellisdembur? Og kannski eitraða úrkomu? Þessara spurninga spurði Kristján Már sig á gosstöðvunum og fékk athyglisverð svör á Veðurstofunni.

Innlent
Fréttamynd

Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun

Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir að aldrei áður hafi mælst eins mikil brennisteinsdíoxíðsmengun á Íslandi og frá eldgosinu í Holuhrauni í gærkvöldi. Mengunarmælum verður fjölgað.

Innlent
Fréttamynd

Sigmundur Davíð flaug yfir gosstöðvarnar

Markmið flugsins var að kynna fyrir forsætisráðherra starf flugdeildar Landhelgisgæslunnar og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og með hvaða hætti Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í þeim viðbúnaði sem staðið hefur yfir síðastliðnar vikur vegna eldgossins og óróans á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Gasský leggur til austurs

Gasský leggur frá gosstöðvunum við Bárðarbungu til austurs en mjög hár styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist á Reyðarfirði um klukkan tíu í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei mælst meiri loftmengun

Styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur verið gríðarlega mikill við Reyðarfjörð í kvöld og er kominn yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra.

Innlent