Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Fréttamynd

Bono í bleikar nærbuxur

Ég var að ganga frá þvotti um daginn og meðal þess sem ég tíndi af snúrunum voru bleikar nærbuxur. Svona alveg dökkskærbleikar bómullarnærbuxur. Ég á þær. Keypti þær í sumar.

Bakþankar
Fréttamynd

Haustboðar ljúfir

Það er komið haust. Ég get sagt það fullum fetum án þess að blikna. Ástæðan fyrir því að ég veit það fyrir víst er að ég er búin að sjá að minnsta kosti tuttugu myndir af litlum börnum með gríðarstórar skólatöskur á bakinu á Facebook.

Bakþankar
Fréttamynd

Akkuru

Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða ennfremur aldri hinna óteljandi spurninga.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á matjurtagarðinn?

Ég hefði nú getað sagt mér það sjálf, eftir mánaðarfjarveru, að matjurtagarðurinn yrði eitt arfabeð við heimkomu. En samt varð ég rosalega hissa og gat varla trúað því að þetta væri garðurinn okkar.

Bakþankar
Fréttamynd

Feitu fólki er engin vorkunn

Árið er 1998. Besta vinkona mín stendur uppi á stól og gramsar í eldhússkápnum. "Ertu viss um að við megum þetta?“ spyr ég, þó ég viti vel hvert svarið er. "Það fattar það enginn, við tökum bara smá,“ svarar vinkona mín og stekkur niður á gólf

Bakþankar
Fréttamynd

Líkneski og lifandi fólk

„Mér finnst eins og við eigum ekki að vera hérna.“ Í bakgrunni hljómar yfirpoppuð útgáfa af laginu Sound of Silence. Við erum að bíða eftir lyklunum að herberginu okkar.

Bakþankar
Fréttamynd

Kóngar einn dag í mánuð

Enginn ræður yfir okkur. Er það að vera sjálfstæður? Á sautjánda júní fagna Íslendingar sjálfstæði þjóðarinnar. Enginn kóngur, hvorki danskur né norskur, getur hirt eitt einasta kúgildi eða þorskhaus af okkur lengur.

Bakþankar
Fréttamynd

Varúð: Ekki fyrir viðkvæma

Sumt á ekki að skrifa í blöðin. Þessi pistill er dæmi um það. Að því sögðu er líka gjörsamlega ótækt að ræða sumt á kaffihúsum. Þessi pistill fjallar um það. Ef þú ert að drekka morgunkaffið þitt eða borða beyglu skaltu ekki lesa lengra

Bakþankar
Fréttamynd

Helst einhverja með rjóma

Fyrir tveimur árum sat ég inni á Hressingarskálanum við Austurstræti og var að borða eitthvað sem ég man ekkert hvað var. Ég var samt örugglega heillengi að velja það af matseðlinum. Skipti kannski oft um skoðun.

Bakþankar
Fréttamynd

Öfgakennd yfirhalning

Nú kveð ég skóla í bili eftir tæp 20 ár á bekknum. Síðastliðnar vikur hef ég verið á þönum að binda lausa enda. Hápunkturinn var líklega þegar ég fékk mastersverkefnið í hendurnar á prentstofunni klukkan sex á skiladegi.

Bakþankar
Fréttamynd

Fordómar í bókabúðinni

Það er sunnudagur. Vor í lofti og keimur af komandi sumri. Kaffiilmurinn á Skólavörðustígnum segir þér að vorvindarnir glöðu séu í kaffipásu. Þú trítlar í inn í bókaverslun, ætlar að gera vel við þig, enda búin með verkefni helgarinnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Píslarganga B-manneskju

Vekjaraklukkan hringir. Klukkan er fimm. Máttvana teygi ég mig í símann. Klemmi saman augun. Græt. Bölva sjálfri mér. Finn engar afsakanir. Dröslast á fætur. Ég er ekki á leið til útlanda, þótt ég hafi ítrekað reynt að ljúga því að sjálfri mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Öldungurinn og endemis unglingarnir

Ég er smám saman að átta mig á því að ég eldist. Uppgötvunin er hægfara, líklega talsvert hægari en öldrun mín. Að mínu mati er það þó merki um þroska en ekki elli að ég hafi óskað eftir Birkenstock-inniskóm, tekatli og heilsukodda í afmælisgjöf.

Bakþankar
Fréttamynd

Fram líða stundir

Það er óþægilega mikið að gera hjá mér um þessar mundir. Þetta er auðvitað sjálfskaparvíti, ég tek að mér allt sem mér dettur í hug, bý mér til verkefni þess á milli, fresta svo öllu fram á síðustu stundu og skil svo ekkert í stressinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Það er kominn köttur í ból bjarnar

Það sem svíður og spælir þessa dagana er vanmáttur lýðveldisins gagnvart ríkisstjórninni. Mér líður eins og það hafi verið brotið svo illilega á mér að ég tárast. Samt kaus ég ekki þessa ríkisstjórn og hef raunar skammarlega lítið kynnt mér kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið.

Bakþankar
Fréttamynd

Súrir hrútspungar

Ég er mikill stuðningsmaður jafnréttisbaráttunnar. Ég er líka andstæðingur eineltis og þess að skilja útundan. Hingað til hef ég líka verið aðdáandi þorrablóta. "Þið kunnið ekki gott að meta!“ hef ég hrópað þegar fólk býsnast yfir súrmat og hrútspungum. Mér finnst þetta frábær matur – í hófi. Og bragðið minnir mig á skemmtileg hóf úr æsku. Hins vegar hefur undarleg umræða átt sér stað í kringum þessi hóf á síðastliðnum vikum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinsegin menn

Tveir menn spjalla saman á kaffihúsi. Einn er venjulegur, hinn er hinsegin. Ég halla mér fram til að heyra betur, enda er málið mér ekki alls óviðkomandi. "Allir ættu að búa við jafnrétti,“ segir hinsegin maðurinn. "Algjörlega óháð öllu.“ "Já, nákvæmlega. Ég meina, þú fæddist bara svona. Það er ekki eins og þú getir gert neitt í því.“ Hinsegin maðurinn hikar: "Ha, já einmitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Þeir sem blindir borða málleysingja

Stuðmenn náðu að mínu mati að lýsa manngæskunni ansi vel í laginu Haustið '75, þar sem þeir sungu: "Hann er vænn við menn og málleysingja, létt er æ hans pyngja, því margvíslegt hann styrkir málefnið.“ Þennan gæðamann þekki ég reyndar persónulega.

Bakþankar
Fréttamynd

Rútínan í endurminningunni

Jæja, nú árið er liðið í aldanna skaut. Þessi tímamót fundust mér hrikalega sorgleg í æsku. Sérstaklega man ég eftir því hvað mér fannst erfitt að kveðja árið 1994. Með ekkasogum spurði ég mömmu hvort það væri ekki nokkur leið að sporna við þessu? Níutíuogfjögur hafði verið svo gott. Ég byrjaði í skóla og svona.

Bakþankar
Fréttamynd

Af frægu fólki og fanatík

Þegar ég var lítil tók ég upp hvern einasta þátt af Norninni ungu og horfði svo á þá aftur og aftur. Fljótlega var ég orðin heltekin af persónunum í þáttunum og svo var ég komin með leikarana á heilann. Melissa Joan-Hart var brátt farin að taka óþarflega mikið blek úr litaprentaranum og pláss í myndaalbúmum.

Bakþankar
Fréttamynd

Skömm er lykilatriði

Stökkvi menn út úr brennandi húsi má svo sem færa rök fyrir því að það sé þeirra val. Að hrapa til dauða fremur en að brenna inni. Ég held samt að enginn mótmæli því að betur færi á að reyna að slökkva eldinn

Bakþankar
Fréttamynd

Af afgirtum geitum og hrauni

Sex metra hár sænskur geithafur er risinn í Garðabænum og horfir skelkaður yfir til Gálgahrauns. Hann dreymir eflaust um að taka þátt í mótmælunum, en kemst ekki langt því hann er nefnilega afgirtur með rafmagnsgirðingu.

Bakþankar
Fréttamynd

Tannburstaprófið

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig ólíkindafólk kemst í alls konar mikilvæg störf. Stöður sem krefjast hugsjóna, samkenndar og réttsýni.

Bakþankar
Fréttamynd

Undirheimar Reykjavíkur

Stundum finnst manni samfélagið vera einfalt; að allir séu eins og maður sjálfur og starfsemin öll á yfirborðinu. Það er auðvitað ekki satt. Í samfélaginu fyrirfinnast undirheimar og það er ótrúlegasta fólk sem tilheyrir þeim.

Bakþankar
Fréttamynd

Fangakúlur samfélagsins

Hjónabönd hanga eins og fangakúla um ökkla samfélagsins. Ég varpa þessu fram, sísona, þó að það sé vissulega erfitt því kúlan er úr járni. Þetta er nefnilega ekki fullmótuð hugmynd hjá mér. Hjónabandið er það hins vegar.

Bakþankar
Fréttamynd

Mannréttindi og sýnileiki

Nú, þá hljótið þið að þekkja Steffý og Hrefnu,“ sagði konan áhugasöm og leit til skiptis á mig og kærustuna mína. Við litum hvor á aðra og ég fór í huganum í gegnum samræður mínar við þessa ókunnugu konu. Ég hafði sagt henni frá náminu, sumarstarfinu, fjölskyldunni og svo þegar kærastan mín kom aðvífandi sagði ég konunni að hún væri í lögfræði. Steffý og Hrefna hringdu engum bjöllum á neinum þessara vígstöðva.

Bakþankar
Fréttamynd

Uns hún sannar sig

Hún greip fram í fyrir kynninum, mótmælti og hló ekki að bröndurunum hans. Hún sló hann út af laginu og hálfpartinn gerði lítið úr innleggjum hans.

Bakþankar
Fréttamynd

Kappsfyllerí á fjöllum

Urð og grjót; upp í mót, orti skáldið eftirminnilega beint í hjörtu þjóðarinnar svo jafnvel þeir sem alfarið halda sig fjarri fjallgöngum tengja og kinka kolli. Um helgina fór ég í fjallgöngu og með í för var tengdamóðir mín. Við höfum báðar gaman af gönguferðum. Það getur orsakað vandamál.

Bakþankar
Fréttamynd

Glaðasti hundur í heimi

Ég held maður eigi ekki að öfunda börn. Samt varð ég dálítið afbrýðisöm út í börnin sem grófu niður vangaveltur sínar fyrir framan Þjóðminjasafn Íslands á dögunum. Þau útbjuggu bæklinga þar sem þau sögðu frá sjálfum sér og spáðu í framtíðina.

Bakþankar
  • «
  • 1
  • 2