Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Svíar stytta loka­­kvöld Euro­vision

Sænska sjónvarpsstöðin SVT reiknar með að útsending af úrslitakvöldi Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verði klukkustund styttri á næsta ári en hún var í ár.

Lífið
Fréttamynd

Glenda Jack­son er látin

Glenda Jack­son, leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins er látin, 87 ára að aldri. Breska ríkis­út­varpið greinir frá og segir í um­fjöllun sinni að hún hafi látist á heimili sínu í London í faðmi fjölskyldu sinnar.

Lífið
Fréttamynd

Ein­stakar myndir sýna sögu Há­skóla­bíós í gegnum tíðina

Nýlega var tilkynnt um að hætt verði rekstri kvikmyndahúss í Háskólabíó en þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í þessu sögufræga húsi. Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er ljóst að Háskólabíó skipar stóran sess í huga marga Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

Leita að Ís­lendingum sem vilja finna milljón

Hrefna Björk Sverrisdóttir, höfundur bókarinnar Viltu finna milljón?, og Arnar Þór Ólafsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Pyngjunnar, taka nú höndum saman við gerð nýrra sjónvarpsþátta sem munu bera heitið Viltu finna milljón? og leita nú að pörum sem eru tilbúin að taka þátt.

Lífið
Fréttamynd

Reif sig úr spjörunum eftir sýningu og óskaði sér

Bíóunnendur eru ýmist í áfalli eða í ferðalagi niður slóðir nostalgíunnar eftir að tilkynnt í gær að fólk hefði út mánuðinn til að horfa á bíómynd í Háskólabíó í síðasta skipti. Minningarnar eru margar enda ljóst að tilkoma bíósins um miðja síðustu öld hafði mikil áhrif á menningarlíf landsmanna.

Lífið
Fréttamynd

Ballið búið í Háskólabíói

Sena hefur ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói frá og með næstu mánaðamótum. Framkvæmdastjóri Smárabíós, sem var þar til nýverið framkvæmdastjóri kvikmyndasviðs Senu, segir að aðsóknin hafi hreinlega ekki verið næg.

Menning
Fréttamynd

Kvenkyns yfirmaður á skrifstofunni í fyrsta skipti

Áströlsk endurgerð á bresku seríunni The Office er á leiðinni en hún verður sú fyrsta þar sem yfirmaðurinn verður kona. Ricky Gervais sem lék yfirmanninn David Brent eftirminnilega í upprunalegu útgáfunni hefur lýst yfir ánægju sinni með endurgerðina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Við erum að tapa geðheilsunni“

Óhætt er að segja að það að keppa Kökukasti er enginn dans á rósum. Þetta vita frænkurnar Stefanía Rakel og Karen Gréta sem upplifðu mikið stress í undanúrslitum í nýjasta þætti Kökukasts. „Við erum að tapa geðheilsunni,“ segir Karen, móðursystir Stefaníu.

Lífið
Fréttamynd

Sofnaði þegar Fjallið sprengdi á honum hausinn

Leikarinn Pedro Pascal segist hafa sofnað við tökur á hinu þekkta dauðaatriði sínu í Krúnuleikunum (Game of Thrones). Í atriðinu sprengi Hafþór Júlíus Björnsson, sem Fjallið, á honum höfuðið.

Lífið
Fréttamynd

Anatomi­e d'une chute hlaut Gull­pálmann

Kvikmynd franska leikstjórans Justine Triet, Anatomi­e d'une chute, sem mætti útleggja sem Anatómía falls, hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem kvikmynd í leikstjórn konu hlýtur verðlaunin, sem eru ein þau eftirsóttustu í kvikmyndabransanum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið

Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ray Ste­ven­son látinn

Breski leikarinn Ray Ste­ven­son er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjón­varps­þátta­seríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvik­mynda­seríanna Thor og Divergent.

Lífið
Fréttamynd

Mynda­veisla: Ein­stök upp­lifun í frum­sýningar­teiti

Það var margt um manninn í Bíó Paradís síðastliðið fimmtudagskvöld í frumsýningarteiti þáttaseríunnar Mannflóran. Er um að ræða heimildaþætti um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel Björk Sturludóttir er þáttastjórnandi og Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrir. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Ég fór bara í „blackout““

Það ætlaði allt um koll að keyra í myndveri Kökukasts þegar örvænting greip einn keppandann, Tómas Jóhannsson. „Ég fór bara í „blackout“. Ég var að fríka út og sem betur fer stoppaði hún mig. Ég bara sá stjörnur og eitthvað,“ segir Tómas.

Lífið
Fréttamynd

Hálf­ís­­lensk leik­­kona á upp­­­leið í Banda­­ríkjunum

Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson.

Lífið
Fréttamynd

Þóra Dungal er látin

Þóra Dungal er látin, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997 en tilviljun réði því að hún var fengin í hlutverkið á sínum tíma. Hún lætur eftir sig tvær dætur.

Lífið