Þar kemur fram að Kristjana hafi starfað sem rekstrarstjóri streymisveitunnar Discovery + hjá Warner Bros Discovery í Noregi og Finnlandi síðustu þrjú ár. Þar á undan var hún sjö ár hjá Viaplay í Noregi, síðast sem yfirmaður erlends dagskrárefnis og áætlunar fyrir sjónvarp. Áður en hún hélt utan var hún dagskrárstjóri á Skjá einum.
Páll Jónsson, forstöðumaður fjölmiðlalausna Sýnar, segir mikinn feng að fá Kristjönu til liðs við Sýn. Spennandi tímar séu fram undan í framþróun á upplifun í viðmóti og dreifingu á sjónvarpslausnum framtíðarinnar fyrir viðskipavini Sýnar.
„Kristjana kemur með gríðarlega reynslu og víðtækan bakgrunn í fjölmiðla og afþreyingariðnaðinum. Hennar djúpa þekking og nálgun gera hana að frábærum liðsstyrk í þá sóknarvegferð sem Sýn er á,“ segir Páll.
Vísir er í eigu Sýnar.