Viðskipti innlent

Reynslubolti frá Warner Bros og Viaplay til Sýnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristjana kemur til landsins með reynslu frá störfum í Noregi og Finnlandi. Áður en hún flutti utan var hún dagskrárstjóri hjá Skjá einum.
Kristjana kemur til landsins með reynslu frá störfum í Noregi og Finnlandi. Áður en hún flutti utan var hún dagskrárstjóri hjá Skjá einum.

Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin Þróunarstjóri Sjónvarpslausna hjá Sýn. Hún mun leiða framþróun og umbreytingu sjónvarpsdreifingar, viðmóta og sjónvarpsupplifunar að því er fram kemur í tilkynningu frá Sýn.

Þar kemur fram að Kristjana hafi starfað sem rekstrarstjóri streymisveitunnar Discovery + hjá Warner Bros Discovery í Noregi og Finnlandi síðustu þrjú ár. Þar á undan var hún sjö ár hjá Viaplay í Noregi, síðast sem yfirmaður erlends dagskrárefnis og áætlunar fyrir sjónvarp. Áður en hún hélt utan var hún dagskrárstjóri á Skjá einum.

Páll Jónsson, forstöðumaður fjölmiðlalausna Sýnar, segir mikinn feng að fá Kristjönu til liðs við Sýn. Spennandi tímar séu fram undan í framþróun á upplifun í viðmóti og dreifingu á sjónvarpslausnum framtíðarinnar fyrir viðskipavini Sýnar. 

„Kristjana kemur með gríðarlega reynslu og víðtækan bakgrunn í fjölmiðla og afþreyingariðnaðinum. Hennar djúpa þekking og nálgun gera hana að frábærum liðsstyrk í þá sóknarvegferð sem Sýn er á,“ segir Páll.

Vísir er í eigu Sýnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×