Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Fá sekt vegna dulinna auglýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er blaut tuska í and­litið“

Kvikmyndin Crater var frumsýnd þann 12.maí síðastliðinn en hefur nú verið tekin úr sýningum vegna lítils áhorfs. Myndin sem var í eigu Disney+ og sýnd þar við litlar undirtektir en ástæðuna má rekja til skorts á auglýsingum. Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni og segir þetta eins og blauta tusku í andlit fólksins sem starfaði við myndina.

Lífið
Fréttamynd

Baumgartner þarf að yfir­gefa heimilið í mánuðinum

Dómari í Kaliforníufylki hefur úrskurðað að ákvæði í kaupmála leikarans Kevin Costner og fyrrverandi eiginkonu hans hönnuðarins Christine Baumgartner sé í fullu gildi. Þarf hún að yfirgefa heimili þeirra í síðasta lagi 31. júlí.

Lífið
Fréttamynd

Dó næstum því og er edrú í dag

Bandaríska leikkonan Tatum O'Neal, sem var yngst til að vinna Óskarsverðlaun, hefur barist við fíknina í áratugi en hún segist hafa misst tökin í kórónuveirufaraldrinum árið 2020. Þá hafi hún tekið of stóran skammt af ýmsum lyfjum og endað í dái í sex vikur.

Lífið
Fréttamynd

Segist ekki ætla að leika pabba Potter

Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í kvikmyndunum um galdradrenginn, segir að hann muni ekki leika neitt hlutverk í sjónvarpsþáttum um Harry Potter. Hann segist spenntur að rétta hlutverkið sitt áfram til næsta leikara.

Lífið
Fréttamynd

Ferðast um heiminn eins og al­vöru Bar­bie dúkka

Ástralska leikkonan, framleiðandinn og bomban Margot Robbie fer með hlutverk sögulegu dúkkunnar Barbie í samnefndri mynd. Handrit og leikstjórn þessarar nýstárlegu útgáfu af sögu Barbie er í höndum Gretu Gerwick og kemur hún út hérlendis 19. júlí. Robbie hefur nú verið á ferðalagi um heiminn að kynna kvikmyndina og virðist taka hlutverkinu alvarlega í raunheimum, þar sem hún klæðist oftar en ekki bleikum fötum frá fínustu tískuhúsum heimsins.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nína Dögg leikur Vigdísi

Tillaga um að veita leikhópnum Vesturporti styrk vegna framleiðslu á leikinni sjónvarpsþáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með hlutverk Vigdísar.

Lífið
Fréttamynd

Banna Bar­bie vegna landa­korts

Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til.

Erlent
Fréttamynd

Óskars­verð­launa­leikarinn Alan Arkin látinn

Bandaríski leikarinn Alan Arkin er látinn, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006. Þá vann hann einnig til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum.

Lífið
Fréttamynd

Titanic-leikarinn Lew Palter látinn

Leikarinn Lew Palter, þekktastur fyrir leik sinn í Titanic, lést þann 21. maí síðastliðinn á heimili sínu í Los Angeles af völdum lungnakrabbameins, 94 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Pexar við Oreo-kex um ósexý Ædol frá Max

Tónlistarmaðurinn „The Weeknd“ lenti upp á kant við óvæntan aðila á Twitter í síðustu viku þegar fyrirtækið Oreo fagnaði því að sjónvarpsþættirnir The Idol yrðu ekki framlengdir. Eftir stutt pex við kexframleiðandann náðust sættir.

Lífið
Fréttamynd

Fundu lík á svæðinu þar sem Juli­an Sands hefur verið leitað

Göngumenn í San Bernardino-sýslu í suðurhluta Kaliforníu fundu á laugardag lík á því svæði þar sem breska leikarans Julian Sands hefur verið leitað síðustu mánuði. Talsmaður lögreglu segir að reiknað sé með að vinnu við að bera kennsl á líkið muni ljúka í þessari viku.

Erlent
Fréttamynd

Menningar­eyja á Melunum

Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni.

Skoðun
Fréttamynd

Friends-leikari látinn

Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Hundrað dagar í RIFF

Hundrað dagar eru í að Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, eða RIFF, verður sett formlega og það í tuttugasta sinn. Hátíðin hefst þann 28. september og mun standa yfir til 8. október. Frá því hátíðin var haldin fyrst hefur hún stækkað í gegnum árin.

Menning
Fréttamynd

Svíar stytta loka­­kvöld Euro­vision

Sænska sjónvarpsstöðin SVT reiknar með að útsending af úrslitakvöldi Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verði klukkustund styttri á næsta ári en hún var í ár.

Lífið
Fréttamynd

Glenda Jack­son er látin

Glenda Jack­son, leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins er látin, 87 ára að aldri. Breska ríkis­út­varpið greinir frá og segir í um­fjöllun sinni að hún hafi látist á heimili sínu í London í faðmi fjölskyldu sinnar.

Lífið
Fréttamynd

Ein­stakar myndir sýna sögu Há­skóla­bíós í gegnum tíðina

Nýlega var tilkynnt um að hætt verði rekstri kvikmyndahúss í Háskólabíó en þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í þessu sögufræga húsi. Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er ljóst að Háskólabíó skipar stóran sess í huga marga Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

Leita að Ís­lendingum sem vilja finna milljón

Hrefna Björk Sverrisdóttir, höfundur bókarinnar Viltu finna milljón?, og Arnar Þór Ólafsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Pyngjunnar, taka nú höndum saman við gerð nýrra sjónvarpsþátta sem munu bera heitið Viltu finna milljón? og leita nú að pörum sem eru tilbúin að taka þátt.

Lífið