Menningareyja á Melunum Þóra Einarsdóttir skrifar 21. júní 2023 21:31 Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Nú er sú staða komin upp að sér fyrir endann á bíórekstri í Háskólabíói. Ekkert hefur enn verið gefið upp opinberlega um hugsanlegt framtíðarhlutverk hússins en ólíklegt þykir að bíórekstur einkaaðila muni fjármagna rekstur hússins í framtíðinni. Saga Háskólabíós er merkileg og samofin menningar- og þjóðlífi Íslendinga síðustu rúm 60 árin. Byggingin sjálf er ekki síður þýðingarmikil í hugum landsmanna; eitt af kennileitum borgarinnar þar sem haldast í hendur á látlausan hátt tímalaus hönnun og notagildi. Háskólabíói hæfir verðugt hlutverk. Í ljósi áherslu samtímans á endurnýtingu, sjálfbærni og tenginu við sögu og menningu þjóðarinnar liggur beint við að nýta þá möguleika sem byggingin býður uppá til að leysa hluta þess vanda sem sviðslistir í landinu standa frammi fyrir. Vel mætti hugsa sér að Háskólabíó gæti nýst nýrri þjóðaróperu, Íslenska dansflokknum, Þjóðleikhúsinu og hugsanlega sjálfstæðum listhópum. Slík tilhögun krefst um leið nýrrar stefnumótunar í menningarmálum með áherslu á samstarf og samvirkni listgreina ásamt aukinni straumlínulögun á opinberum stuðningi við sviðslistir á Íslandi. Kvikmyndasýningar og tónleikahald ættu eftir sem áður fullt erindi í húsið sem hefur þjónað þeim listformum svo vel frá upphafi. Augljóslega skiptir hér miklu afstaða Háskóla Íslands til slíkra hugmynda. Í því sambandi má nefna að samþætting lista og menntunar er eitt af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans. Þegar horft er yfir sviðið koma í ljós ýmsar útgáfur og samsetningar á samstarfi opinberra menningar- og menntastofnana. Hér má t.d. nefna að á Grikklandi hannaði arkitektinn Renzo Piano menningarmiðstöð sem geymir Þjóðarbókasafnið, Þjóðaróperuna og lítið leikhús. Sömuleiðis eru Barbican Center í London og Gasteig í München ágæt dæmi um menningarmiðstöðvar þar sem ólíkar listgreinar eru settar við hlið fræðslu og símenntunar, bókasafna og listaháskóla og rík áhersla lögð á tengingu við samfélagið í heild. Á þann veg gæti návígið við Endurmenntun HÍ og Þjóðarbókhlöðuna skapað spennandi samstarfsfleti við sviðlistamiðstöð í Háskólabíói. Þarna er einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með áherslu á tungumál og augljósa tengingu við annað helsta hugðarefni Vigdísar, leikhúsið. Það sama má segja um Eddu - Hús íslenskra fræða þar sem unnið er að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum sögu og menningu. Leikhús, ópera og dans eru lifandi rannsóknarvettvangur. Dæmi eru um að afrakstur þverfaglegra rannsókna sé settur fram í sviðslistaverkum. Listirnar eru leið til að kanna og rýna heiminn og samfélagið. Nýstárleg samsetning og samvinna ólíkra skipulagsheilda getur verið til þess fallin að leiða í ljós nýjar lausnir og virkjað sköpunkraft listanna í þágu þekkingar og menningararfs. Með bættu aðgengi og tengingum á milli menningar- og menntastofnana sem nú standa umkringdar bílastæðum vestan Suðurgötu gæti myndast sannkölluð menningareyja á Melunum og Háskólabíó fengi verðugt nýtt hlutverk sem heimili sviðslista. Það er von mín að þessi grein verði kveikjan að frekari umræðum um framtíð Háskólabíós. Höfundur er óperusöngkona og sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Nú er sú staða komin upp að sér fyrir endann á bíórekstri í Háskólabíói. Ekkert hefur enn verið gefið upp opinberlega um hugsanlegt framtíðarhlutverk hússins en ólíklegt þykir að bíórekstur einkaaðila muni fjármagna rekstur hússins í framtíðinni. Saga Háskólabíós er merkileg og samofin menningar- og þjóðlífi Íslendinga síðustu rúm 60 árin. Byggingin sjálf er ekki síður þýðingarmikil í hugum landsmanna; eitt af kennileitum borgarinnar þar sem haldast í hendur á látlausan hátt tímalaus hönnun og notagildi. Háskólabíói hæfir verðugt hlutverk. Í ljósi áherslu samtímans á endurnýtingu, sjálfbærni og tenginu við sögu og menningu þjóðarinnar liggur beint við að nýta þá möguleika sem byggingin býður uppá til að leysa hluta þess vanda sem sviðslistir í landinu standa frammi fyrir. Vel mætti hugsa sér að Háskólabíó gæti nýst nýrri þjóðaróperu, Íslenska dansflokknum, Þjóðleikhúsinu og hugsanlega sjálfstæðum listhópum. Slík tilhögun krefst um leið nýrrar stefnumótunar í menningarmálum með áherslu á samstarf og samvirkni listgreina ásamt aukinni straumlínulögun á opinberum stuðningi við sviðslistir á Íslandi. Kvikmyndasýningar og tónleikahald ættu eftir sem áður fullt erindi í húsið sem hefur þjónað þeim listformum svo vel frá upphafi. Augljóslega skiptir hér miklu afstaða Háskóla Íslands til slíkra hugmynda. Í því sambandi má nefna að samþætting lista og menntunar er eitt af áhersluatriðum stjórnvalda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans. Þegar horft er yfir sviðið koma í ljós ýmsar útgáfur og samsetningar á samstarfi opinberra menningar- og menntastofnana. Hér má t.d. nefna að á Grikklandi hannaði arkitektinn Renzo Piano menningarmiðstöð sem geymir Þjóðarbókasafnið, Þjóðaróperuna og lítið leikhús. Sömuleiðis eru Barbican Center í London og Gasteig í München ágæt dæmi um menningarmiðstöðvar þar sem ólíkar listgreinar eru settar við hlið fræðslu og símenntunar, bókasafna og listaháskóla og rík áhersla lögð á tengingu við samfélagið í heild. Á þann veg gæti návígið við Endurmenntun HÍ og Þjóðarbókhlöðuna skapað spennandi samstarfsfleti við sviðlistamiðstöð í Háskólabíói. Þarna er einnig Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með áherslu á tungumál og augljósa tengingu við annað helsta hugðarefni Vigdísar, leikhúsið. Það sama má segja um Eddu - Hús íslenskra fræða þar sem unnið er að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum sögu og menningu. Leikhús, ópera og dans eru lifandi rannsóknarvettvangur. Dæmi eru um að afrakstur þverfaglegra rannsókna sé settur fram í sviðslistaverkum. Listirnar eru leið til að kanna og rýna heiminn og samfélagið. Nýstárleg samsetning og samvinna ólíkra skipulagsheilda getur verið til þess fallin að leiða í ljós nýjar lausnir og virkjað sköpunkraft listanna í þágu þekkingar og menningararfs. Með bættu aðgengi og tengingum á milli menningar- og menntastofnana sem nú standa umkringdar bílastæðum vestan Suðurgötu gæti myndast sannkölluð menningareyja á Melunum og Háskólabíó fengi verðugt nýtt hlutverk sem heimili sviðslista. Það er von mín að þessi grein verði kveikjan að frekari umræðum um framtíð Háskólabíós. Höfundur er óperusöngkona og sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun