Skroll-Fréttir

Fréttamynd

Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins

Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods.

Innlent
Fréttamynd

Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil

Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum.

Innlent
Fréttamynd

Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu

Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við.

Innlent
Fréttamynd

Icesave 8. hluti: Hlekkir eða líflína?

Fólk hefur sjálfsagt tíu ástæður til að segja já eða nei við Icesave. Eða hundrað. Margvísleg rök á báða bóga hafa komið fram, alveg frá því að málið varð það vandræðamál sem það er.

Innlent
Fréttamynd

Hið augljósa var vel falið

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ætlar að láta gera óháða rannsókn á Funamálinu. Hér er saga málsins, sem nú má kalla mengunarhneyksli, rakin.

Innlent
Fréttamynd

Baráttan um tímann dregst á langinn

Ofmælt væri að segja að hörð átök geisi milli þriggja hópa um það hvernig klukkan er stillt miðað við sólarganginn á Íslandi. Engu að síður hafa umræður um hvort breyta eigi klukkunni ítrekað sprottið upp, og takast þar á þrjár fylkingar sem ekki gefa neitt eftir.

Innlent
Fréttamynd

Hefur einlægan og brennandi áhuga á skuldamálum þjóðríkja

Lee C. Buchheit, formaður Icesave-nefndar Íslands, hefur eytt 14 klukkutímum heima hjá sér síðasta mánuðinn. Hann segir betri samning í Icesave-deilunni ekki fást nema til þess kæmi að skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi niðurgreiddu kostnað Íslendinga. Sú niðurstaða væri ekki líkleg á niðurskurðartímum. Því myndi dómstólaleið blasa við, með hættunni á að málið myndi tapast þar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samræður við sendiráð verða sjálfsagt erfiðari

Starfsemi bandaríska sendiráðsins hér á landi er sambærileg við starfsemi annarra sendiráða um heim allan, þar á meðal íslenskra sendiráða erlendis. Internet og alþjóðavæðing hefur samt dregið úr mikilvægi upplýsinga frá sendiráðum.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að marka víglínuna - fréttaskýring

Í aðildarviðræðum Íslands við ESB stendur nú yfir rýniferli þar sem farið er yfir löggjöf ESB og Íslands til að skapa grundvöll fyrir eiginlegar viðræður. Klemens Ólafur Þrastarson yfirheyrði í vikunni Stefán Hauk Jóhannesson, sendiherra og formann samninganefndar Íslands, um rýnivinnu, aðlögun og IPA-styrki. Stefán viðurkennir að afstaða bænda geti skaðað samningsstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna vísar ásökunum um ritstýringu á bug

Jóhanna Sigurðardóttir hafnar því alfarið að hún hafi haft efnisleg afskipti af vinnu reiknimeistaranefnd sem fjallaði um skuldavanda heimilanna. Marínó G. Njálsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hélt því fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að skýrslunni, sem birt var í fyrradag, hefði verið „ritstýrt að ofan". Jóhanna vísaði þessum fullyrðingum á bug í viðtali í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Engin ein leið bjargar öllum

Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Jón Atli í viðtali: Tilfinningaklámið er úti um allt

Mojito, nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson, verður frumsýnt í Tjarnarbíói 17. nóvember næstkomandi. Undirliggjandi stef verksins eru afleiðingar efnahagshrunsins. Leikritið fjallar um tvo starfsmenn úr skilanefnd banka sem hittast fyrir tilviljun. Annar þeirra fer að rifja upp heimsókn sína á indversk/pakistanskan veitingastað í Reykjavík, sem endaði með ósköpum. Glös, borð og stólar voru brotin og slagsmál brutust út.

Innlent
Fréttamynd

Skoða fordæmisgildi dóms

Hvaða áhrif hefur dómur Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sambýlisfólks á Selfossi sem tók húsnæðislán í erlendri mynt? Fall krónunnar vegna bankahrunsins felur ekki í sér forsendubrest fyrir þá sem sannarlega tóku lán í erlendri mynt, jafnvel þó að hrun krónunnar hafi tvöfaldað skuld þeirra í einu vetfangi.

Innlent
Fréttamynd

Hvar stendur íslenska umhverfismerkið í sjávarútvegi?

Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn falla fyrir teboðinu

Örlög demókrata virðast þegar ráðin fyrir þingkosningarnar í næstu viku. Repúblikanar njóta mikils meðbyrs, og þakka það ekki síst hinni umdeildu Teboðshreyfingu, sem hefur vakið athygli fyrir skrautlegan málflutning á köflum.

Erlent
Fréttamynd

EES-samningurinn var versti kostur Finna

Juhana Aunesluoma, sem stýrir Evrópufræðastofnun Háskólans í Helsinki, reifaði afstöðu Finna til Evrópusambandsins í gegnum árin. Finnar hefðu, ólíkt Svíum, verið hrifnir af yfirþjóðlegum þætti ESB og fljótir til að finna sinn sess í Brussel.

Innlent
Fréttamynd

Magnaðar myndir af mótmælunum

Anton Brink og Valgarður Gíslason ljósmyndarar voru á Austurvelli í allt kvöld og mynduðu það sem fyrir augu bar. Úrval þeirra mögnuðu mynda sem þeir tóku í kvöld má sjá í myndasafninu hér fyrir neðan.

Innlent