Skroll-Fréttir


Ólíklegt að breyting verði á samstarfinu - fréttaskýring
Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG.

Baráttan um tímann dregst á langinn
Ofmælt væri að segja að hörð átök geisi milli þriggja hópa um það hvernig klukkan er stillt miðað við sólarganginn á Íslandi. Engu að síður hafa umræður um hvort breyta eigi klukkunni ítrekað sprottið upp, og takast þar á þrjár fylkingar sem ekki gefa neitt eftir.

Hefur einlægan og brennandi áhuga á skuldamálum þjóðríkja
Lee C. Buchheit, formaður Icesave-nefndar Íslands, hefur eytt 14 klukkutímum heima hjá sér síðasta mánuðinn. Hann segir betri samning í Icesave-deilunni ekki fást nema til þess kæmi að skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi niðurgreiddu kostnað Íslendinga. Sú niðurstaða væri ekki líkleg á niðurskurðartímum. Því myndi dómstólaleið blasa við, með hættunni á að málið myndi tapast þar.


Samræður við sendiráð verða sjálfsagt erfiðari
Starfsemi bandaríska sendiráðsins hér á landi er sambærileg við starfsemi annarra sendiráða um heim allan, þar á meðal íslenskra sendiráða erlendis. Internet og alþjóðavæðing hefur samt dregið úr mikilvægi upplýsinga frá sendiráðum.

Fréttaskýring: Meira verður ekki gert
Skuldavanda heimilanna verður mætt með niðurfellingu skulda, auknum vaxtabótum og niðurgreiðslu vaxta. Aðgerðirnar kosta yfir 100 milljarða króna.

Byrjað að marka víglínuna - fréttaskýring
Í aðildarviðræðum Íslands við ESB stendur nú yfir rýniferli þar sem farið er yfir löggjöf ESB og Íslands til að skapa grundvöll fyrir eiginlegar viðræður. Klemens Ólafur Þrastarson yfirheyrði í vikunni Stefán Hauk Jóhannesson, sendiherra og formann samninganefndar Íslands, um rýnivinnu, aðlögun og IPA-styrki. Stefán viðurkennir að afstaða bænda geti skaðað samningsstöðuna.

Fréttaskýring: Ráðuneytið taldi uppsögn við Árbót óhjákvæmilega
Félagsmálaráðuneytið taldi óhjákvæmilegt að segja upp samningi við Árbót.

Rekja gögn Wikileaks til sama hermannsins - Fréttaskýring
Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks?

Jóhanna vísar ásökunum um ritstýringu á bug
Jóhanna Sigurðardóttir hafnar því alfarið að hún hafi haft efnisleg afskipti af vinnu reiknimeistaranefnd sem fjallaði um skuldavanda heimilanna. Marínó G. Njálsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hélt því fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að skýrslunni, sem birt var í fyrradag, hefði verið „ritstýrt að ofan". Jóhanna vísaði þessum fullyrðingum á bug í viðtali í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöld.

Engin ein leið bjargar öllum
Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna.

Jón Atli í viðtali: Tilfinningaklámið er úti um allt
Mojito, nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson, verður frumsýnt í Tjarnarbíói 17. nóvember næstkomandi. Undirliggjandi stef verksins eru afleiðingar efnahagshrunsins. Leikritið fjallar um tvo starfsmenn úr skilanefnd banka sem hittast fyrir tilviljun. Annar þeirra fer að rifja upp heimsókn sína á indversk/pakistanskan veitingastað í Reykjavík, sem endaði með ósköpum. Glös, borð og stólar voru brotin og slagsmál brutust út.

Skoða fordæmisgildi dóms
Hvaða áhrif hefur dómur Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sambýlisfólks á Selfossi sem tók húsnæðislán í erlendri mynt? Fall krónunnar vegna bankahrunsins felur ekki í sér forsendubrest fyrir þá sem sannarlega tóku lán í erlendri mynt, jafnvel þó að hrun krónunnar hafi tvöfaldað skuld þeirra í einu vetfangi.


Hvar stendur íslenska umhverfismerkið í sjávarútvegi?
Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref.

Bandaríkjamenn falla fyrir teboðinu
Örlög demókrata virðast þegar ráðin fyrir þingkosningarnar í næstu viku. Repúblikanar njóta mikils meðbyrs, og þakka það ekki síst hinni umdeildu Teboðshreyfingu, sem hefur vakið athygli fyrir skrautlegan málflutning á köflum.

EES-samningurinn var versti kostur Finna
Juhana Aunesluoma, sem stýrir Evrópufræðastofnun Háskólans í Helsinki, reifaði afstöðu Finna til Evrópusambandsins í gegnum árin. Finnar hefðu, ólíkt Svíum, verið hrifnir af yfirþjóðlegum þætti ESB og fljótir til að finna sinn sess í Brussel.

Magnaðar myndir af mótmælunum
Anton Brink og Valgarður Gíslason ljósmyndarar voru á Austurvelli í allt kvöld og mynduðu það sem fyrir augu bar. Úrval þeirra mögnuðu mynda sem þeir tóku í kvöld má sjá í myndasafninu hér fyrir neðan.

Stækka Mjólkárvirkjun án þess að taka lán
Raforkuframleiðsla Mjólkárvirkjunar, stærstu virkjunar Vestfjarða, eykst um þrjátíu prósent með virkjanaframkvæmdum sem nú standa þar yfir.