Skroll-Fréttir

Fréttamynd

Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring

Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda.

Innlent
Fréttamynd

Byggðarökin fyrir göngum nægja ekki - fréttaskýring

Hvaða þættir skipta máli við forgangsröðun í samgönguframkvæmdum? Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á þriðjudag, þar sem rætt var um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng, spannst nokkur umræða um rök fyrir samgönguframkvæmdum. Einn nefndarmanna, Róbert Marshall, spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem þar sat fyrir svörum, hvort ráðherra horfði á málið eingöngu frá fjárhagslegu sjónarmiði, eða hvort hann horfði á það með heildstæðari hætti. Átti hann þá við byggðarök og samfélagsáhrif.

Innlent
Fréttamynd

Enn deila þingmenn um virkjanir og vernd - fréttaskýring

Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035.

Innlent
Fréttamynd

Efnistökum fjölmiðla sett skilyrði með lögum

Alþingi hefur samþykkt lög um fjölmiðla. Helsta nýmælið er stofnun fjölmiðlanefndar, sem á að hafa víðtækt eftirlit með starfsemi íslenskra fjölmiðla og fær til þess miklar valdheimildir. Efnistökum fjölmiðla eru jafnframt sett skilyrði.

Innlent
Fréttamynd

Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil

Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum.

Innlent
Fréttamynd

Icesave 8. hluti: Hlekkir eða líflína?

Fólk hefur sjálfsagt tíu ástæður til að segja já eða nei við Icesave. Eða hundrað. Margvísleg rök á báða bóga hafa komið fram, alveg frá því að málið varð það vandræðamál sem það er.

Innlent
Fréttamynd

Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins

Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods.

Innlent
Fréttamynd

Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu

Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við.

Innlent
Fréttamynd

Hið augljósa var vel falið

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ætlar að láta gera óháða rannsókn á Funamálinu. Hér er saga málsins, sem nú má kalla mengunarhneyksli, rakin.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.