Gos á Fimmvörðuhálsi

Fréttamynd

Noti grímur vegna öskufjúks

Mikið öskufjúk hefur undanfarna daga verið víða í nágrenni Eyjafjallajökuls. Verst var ástandið undir Eyjafjöllum í gær þegar skyggni var um tíma innan við 100 metrar.

Innlent
Fréttamynd

Engin eldsumbrot í Eyjafjallajökli

Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum í Eyjafjallajökli í nótt eftir að nokkrir smáskjálftar mældust í jöklinum, suðvestur af Básum í Þórsmörk í gærkvöldi. Síðan hefur allt verði rólegt í jöklinum, en kraftur er að færast í hreinsunarstarf.

Innlent
Fréttamynd

Aðalatvinnugreinarnar í uppnámi

Ferðaþjónusta og landbúnaður tvær aðalatvinnugreinarnar á Suðurlandi eru í uppnámi, vegna eldgossins undanfarnar fimm vikur. Sumstaðar hafa bókanir ferðamanna í sumar hrunið.

Innlent
Fréttamynd

Gosinu lokið í bili

„Það er engin kvika að koma upp og gosið er dottið niður. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta sé endir gossins eða hlé. Við vitum það ekki,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann og Ómar Ragnarsson flugu yfir Eyjafjallajökul á fjórða tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Enn skilgreint sem hættusvæði

Verulega hefur dregið úr gosvirkni í Eyjafjallajökli en sérfræðingar segja ótímabært að segja að gosinu sé lokið. Ómar Ragnarsson flaug yfir gosstöðvarnar í morgun og varð ekki var við neinar eldhræringar.

Innlent
Fréttamynd

Hætta flugi milli Akureyrar og London vegna eldgossins

Iceland Express hefur ákveðið að hætta við reglubundið flug milli Akureyrar og London, sem vera átti í sumar, þar til næsta ár. Ástæða þess er sú, að dregið hefur úr eftirspurn eftir ferðum, bæði hér heima og í öðrum löndum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Innlent
Fréttamynd

Litlar hræringar í eldstöðinni í Eyjafjallajökli

Mikil rólegheit virðast nú vera við Eyjafjallajökul. Að sögn lögreglumanns á Hvolsvelli gætti þar lítilsháttar öskufalls í gær en ekkert sést nú til gossins. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segir að smá skot hafi verið í gosinu um hádegisbil í gær en síðan þá hafi dregið úr gosóróa á svæðinu. Þeir segja að ekki sé hægt að slá því föstu að gosinu sé að ljúka en lítið sem ekkert sést til þess ef vefmyndavélar Mílu eru skoðaðar um þessar mundir.

Innlent
Fréttamynd

Engar tilkynningar um öskufall

Engar tilkynningar hafa borist af öskufalli í dag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Gosmökkurinn er í um 4 kílómetra hæð samkvæmt athugun könnunarflugs sem farið var eftir hádegi. Hæg austlæg vindátt ber mökkinn til vesturs. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stöðuskýrslu Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Enn dregur úr gosinu

Enn dregur úr gosinu í Eyjafjallajökli að sögn Sigþrúðar Árnadóttur starfsmanns Veðurstofu Íslands. Nokkrir litlir skjálftar mældust í nótt, flestir voru þeir grunnir en verið er að afla frekari upplýsinga um gosóróan á Veðurstofunni.

Innlent
Fréttamynd

Íbúafundur á Hvolsvelli vegna eldgossins

Íbúafundur verður haldinn í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld klukkan 20:30. Farið verður yfir þróun eldgossins í Eyjafjallajökli, afleiðingar þess og stöðuna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Flóðið olli ekki skemmdum á vegamannvirkjum

Eðjuflóðið sem kom niður Svaðbælisá og fór yfir varnargarða við Þorvaldseyri hefur ekki valdið skemmdum á vegamannvirkjum. Flóðið er að sjatna en vatn hefur farið yfir varnargarða á 150 metra kafla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Mikil eðja er í vatninu og framburður.

Innlent
Fréttamynd

Eyjafjallajökull: Eðjuflóð í Svaðbælisá

Mikið eðjuflóð hófst í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum upp úr klukkan níu í morgun og vatnar yfir varnargarðana á svæðinu. Að sögn Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri, sem var staddur á brúnni yfir ánna fyrir stundu, sýnist þetta vera eðja frekar en vatn og að hún komi frá Eyjafjallajökli, eins og síðasta flóð þarna nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Innanlandsflug hafið

Biðstaða var í innanlandsfluginu í morgun og var öll áætlun Flugfélags Íslands og Ernis í nánari athugun. Nú er hinsvegar búið að opna Reykjavíkurflugvöll og hófst innanlandsflug upp úr klukkan átta. Ekki er þó víst hvort hægt verður að fljúga til Ísafjarðar, en búið er að opna Akureyrarflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Innanlandsflug í nánari athugun

Biðstaða er í innanlandsfluginu þessa stundina og öll áætlun Flugfélags Íslands og Ernis er í nánari athugun. Aska er víða í háloftunum og er verið að kortleggja hana nánar. Keflavíkurflugvöllur er hinsvegar opinn og hefur millilandaumferð verið með eðlilegum hætti í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Heimsækja ferðaþjónustuaðila á gossvæðinu

Samráðshópur stjórnvalda og ferðaþjónustu hefur verið starfandi frá upphafi goss í Eyjafjallajökli undir forystu iðnaðarráðherra. Viðbragðsteymið heimsækir í dag ferðaþjónustuaðila, forsvarsmenn sveitarfélaga og almannavarna á Hvolsvelli, í Vík og á Moldnúpi undir Eyjafjöllum.

Innlent
Fréttamynd

Flogið frá Reykjavík

Fyrstu vélar Flugfélags Íslands og Ernis leggja upp frá Reykjavík klukkan tíu, en völlurinn var lokaður í morgun vegna ösku í lofti. Hvorki verður þó flogið til Akureyrar eða Egilsstaða þar sem vellirnir þar eru enn lokaðir. Egilsstaðaflugvöllur gæti opnast fljótlega, en Akureyrarflugvöllur verður hugsanlega lokaður í allan dag.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.