Jarðhiti

Fréttamynd

Ætlar að virkja meira

Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur.

Innlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um að gosið geti varað lengi

Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur.

Innlent
Fréttamynd

Svarts­engi rýmt vegna gasmengunar

Forsvarsmenn HS Orku ákváðu að rýma starfsstöðina í Svartsengi í morgun vegna gasmengunar sem leggur yfir svæðið vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröðinni.

Innlent
Fréttamynd

Til­raun­a­bor­an­ir hafn­ar í Sádi-Arab­í­u á veg­um Reykj­a­vík Ge­ot­herm­a­l

Félag sem Reykjavík Geothermal (RG) á stóran hlut í hefur hafið boranir á 400 metra tilraunaholu í Sádi-Arabíu. Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður RG, segir að það sé verið að kanna möguleika á að nýta jarðhita til að kæla húsnæði í Sádi-Arabíu. „Þetta er óhemju spennandi verkefni og er eitt af fyrstu skrefunum til að nýta jarðhita þar í landi.“

Innherji
Fréttamynd

Ekki hægt að treysta bara á Svarts­engi til lengri tíma

Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist.

Innlent
Fréttamynd

Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags

Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin.

Innlent
Fréttamynd

Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum

Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Staðan á kerfunum þokka­lega góð

Bæjarstjórar sveitarfélaga á Suðurnesjum koma saman til fundar í Reykjanesbæ um hádegisleytið og fara yfir stöðuna. Fundað verður reglulega í allan dag til að skipuleggja starfsemina og ákveða aðgerðir fyrir næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að segja til um hve­nær heita vatnið kemur á

Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með heitu vatni í hús á sunnu­dag

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir vinnu ganga vel við að tengja Njarðvíkurlögnina, heitavatnslögnina sem skemmdist þegar hraun rann yfir hana nærri Svartsengi í gær. Reiknað er með því að vatni verði hleypt á kerfið á miðnætti. Tvo sólarhringa tekur að ná fullum þrýstingi á kerfið.

Innlent
Fréttamynd

Hafi unnið þrek­virki í nótt

Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­lega heitavatnslaust á Suður­nesjum eftir nokkrar klukku­stundir

Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­legt raforkulagafrumvarp

Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð.

Skoðun