Þetta snýst um orkuna Hildur Sif Thorarensen skrifar 26. maí 2024 18:02 Flestir halda að forsetaembættið sé puntembætti sem snýst mest um að taka í hendina á ráðamönnum og mæta prúðbúinn í teboð. Raunin er hins vegar sú að í þessu embætti felst mikið meira og mikilvægara hlutverk og því má ekki gleyma þegar krossinn er settur við þann frambjóðanda er við teljum að muni sinna embættinu best. Undanfarin ár hafa raddir um orkuöryggi, orkuskort og græna orku farið hærra og hærra og með hverri áttundinni sem þær hækka, þeim mun verðmætari verða orkuinnviðir íslensku þjóðarinnar. Við höldum eflaust mörg að Landsvirkjun verði aldrei seld frá okkur, því þjóðin muni ekki leyfa það, en í því samhengi skulum við líta til HS Orku sem við héldum einnig að færi aldrei úr höndum sveitarfélaganna. Árið 2011 var hún hins vegar seld að fullu og er nú í meirihlutaeigu útlendinga. Samkvæmt fréttum hefur hún á þeim tíma tvöfaldast í verði og því töpuðu sveitarfélögin á Reykjanesinu svo sannarlega á þessari sölu. Auðlindirnar eru hins vegar ekki eingöngu orkan en þær eru einnig firðirnir, náttúran og íslenska drykkjarvatnið og því tel ég að það sé fátt mikilvægara en að velja sér frambjóðanda sem almenningur treystir til að verja þessar gersemar. Valið er vissulega erfitt því margir eru möguleikarnir og miklir eru kostir hvers og eins. Þrátt fyrir það þá ætla ég að leyfa mér að undanskilja einn möguleika því viðkomandi hefur, eins og Maya Angelou komst svo vel að orði, sýnt mér hver hún er og ég kýs að trúa henni. Að svíkja kjósendur sína með umsókn um Evrópusambandið, og tilheyrandi innleiðingu á evrópureglugerðum í íslensk lög, kveikir á langrækni og óánægju innra með mér sem ég á bágt með að kyngja. Þegar ég vel mér forseta þá velti ég því fyrir mér hvaða forseta ég treysti til að verja hagsmuni mína. Ég legg upp úr því að forsetinn tali gott mál, sé vinsamlegur í viðmóti og komi vel fyrir því hans hlutverk mun vera að tala mínu máli við erlenda þjóðhöfðingja. Það yljar mér um hjartarætur að sjá hversu margir frambjóðendur eru sannir Íslendingar sem þekkja bæði landsbyggðina og höfuðborgina og maður finnur næstum ilminn af nýslegnu heyi þegar maður hlustar á þá tala. Það er nefnilega mikilvægt að forsetinn sé þjóð sinni til sóma og táknmynd hennar í hugsunum og fasi. Valið í ár er svo sannarlega ekki auðvelt og ég skil vel að þjóðin skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra frambjóðenda sem fremstir standa. Ég tel hins vegar að með innsæi getum við fundið þann frambjóðanda sem hentar okkur og því sem við teljum vera mikilvægast. Fyrir mér er það fyrsta sem ég set á oddinn Landsvirkjun og salan á henni. Ég mun aldrei samþykkja að hún fari úr þjóðareigu. Það næsta er Evrópusambandið, en eins og áður kom fram, þá hef ég sérstaka andúð á því og set það fyrir mig ef frambjóðendur myndu sjálfir hafa hug á að ganga í það. Það þriðja sem skiptir mig máli er íslenskan og áhugi einstaklingsins á landi og þjóð. Eftir að hafa lagt saman öll þau atriði sem skipta mig máli þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Halla Hrund Logadóttir sé minn forseti og því ætla ég mér að kjósa hana. Ekki kemur það heldur að sök að ég hef kannast við manninn hennar síðan við spiluðum saman fótbolta á Austurbæjarskólalóðinni í denn. Kristján, eða Krissi eins og ég þekki hann, er harðduglegur, skynsamur og góður maður. Hann vill öllum vel og hefur alla tíð nálgast vandamál af innsæi og miklum kjarki. Krissi mun standa eins og óbifanleg stoð við bakið á henni Höllu sinni og ég veit fyrir víst að hann verður þjóðinni til sóma. Að lokum vil ég skora á Arnar Þór að bjóða sig fram á þing aftur því ég tel hans góðu kraftar muni nýtast betur þar. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Flestir halda að forsetaembættið sé puntembætti sem snýst mest um að taka í hendina á ráðamönnum og mæta prúðbúinn í teboð. Raunin er hins vegar sú að í þessu embætti felst mikið meira og mikilvægara hlutverk og því má ekki gleyma þegar krossinn er settur við þann frambjóðanda er við teljum að muni sinna embættinu best. Undanfarin ár hafa raddir um orkuöryggi, orkuskort og græna orku farið hærra og hærra og með hverri áttundinni sem þær hækka, þeim mun verðmætari verða orkuinnviðir íslensku þjóðarinnar. Við höldum eflaust mörg að Landsvirkjun verði aldrei seld frá okkur, því þjóðin muni ekki leyfa það, en í því samhengi skulum við líta til HS Orku sem við héldum einnig að færi aldrei úr höndum sveitarfélaganna. Árið 2011 var hún hins vegar seld að fullu og er nú í meirihlutaeigu útlendinga. Samkvæmt fréttum hefur hún á þeim tíma tvöfaldast í verði og því töpuðu sveitarfélögin á Reykjanesinu svo sannarlega á þessari sölu. Auðlindirnar eru hins vegar ekki eingöngu orkan en þær eru einnig firðirnir, náttúran og íslenska drykkjarvatnið og því tel ég að það sé fátt mikilvægara en að velja sér frambjóðanda sem almenningur treystir til að verja þessar gersemar. Valið er vissulega erfitt því margir eru möguleikarnir og miklir eru kostir hvers og eins. Þrátt fyrir það þá ætla ég að leyfa mér að undanskilja einn möguleika því viðkomandi hefur, eins og Maya Angelou komst svo vel að orði, sýnt mér hver hún er og ég kýs að trúa henni. Að svíkja kjósendur sína með umsókn um Evrópusambandið, og tilheyrandi innleiðingu á evrópureglugerðum í íslensk lög, kveikir á langrækni og óánægju innra með mér sem ég á bágt með að kyngja. Þegar ég vel mér forseta þá velti ég því fyrir mér hvaða forseta ég treysti til að verja hagsmuni mína. Ég legg upp úr því að forsetinn tali gott mál, sé vinsamlegur í viðmóti og komi vel fyrir því hans hlutverk mun vera að tala mínu máli við erlenda þjóðhöfðingja. Það yljar mér um hjartarætur að sjá hversu margir frambjóðendur eru sannir Íslendingar sem þekkja bæði landsbyggðina og höfuðborgina og maður finnur næstum ilminn af nýslegnu heyi þegar maður hlustar á þá tala. Það er nefnilega mikilvægt að forsetinn sé þjóð sinni til sóma og táknmynd hennar í hugsunum og fasi. Valið í ár er svo sannarlega ekki auðvelt og ég skil vel að þjóðin skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra frambjóðenda sem fremstir standa. Ég tel hins vegar að með innsæi getum við fundið þann frambjóðanda sem hentar okkur og því sem við teljum vera mikilvægast. Fyrir mér er það fyrsta sem ég set á oddinn Landsvirkjun og salan á henni. Ég mun aldrei samþykkja að hún fari úr þjóðareigu. Það næsta er Evrópusambandið, en eins og áður kom fram, þá hef ég sérstaka andúð á því og set það fyrir mig ef frambjóðendur myndu sjálfir hafa hug á að ganga í það. Það þriðja sem skiptir mig máli er íslenskan og áhugi einstaklingsins á landi og þjóð. Eftir að hafa lagt saman öll þau atriði sem skipta mig máli þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Halla Hrund Logadóttir sé minn forseti og því ætla ég mér að kjósa hana. Ekki kemur það heldur að sök að ég hef kannast við manninn hennar síðan við spiluðum saman fótbolta á Austurbæjarskólalóðinni í denn. Kristján, eða Krissi eins og ég þekki hann, er harðduglegur, skynsamur og góður maður. Hann vill öllum vel og hefur alla tíð nálgast vandamál af innsæi og miklum kjarki. Krissi mun standa eins og óbifanleg stoð við bakið á henni Höllu sinni og ég veit fyrir víst að hann verður þjóðinni til sóma. Að lokum vil ég skora á Arnar Þór að bjóða sig fram á þing aftur því ég tel hans góðu kraftar muni nýtast betur þar. Höfundur er verkfræðingur.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun