Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

And­staða al­mennings hvati til að búa vel um hnútana

Atvinnuvegaráðherra hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að framkvæma burðarþolsmat og koma með tillögur að eldissvæðum vegna laxeldis í Mjóafirði svo hægt verði að bjóða út leyfi næsta vor. Hún boðar frumvarp á nýju ári og segist ekki vera í andstöðu við kjósendur Viðreisnar í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Svaka­legur lax á Snæ­fells­nesi

Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur veiddi nýverið sannkallaðan risalax í búr í Haffjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jóhannes telur að um sé að ræða stærsta Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf.

Innlent
Fréttamynd

Björk og Rosalía í hart við ís­lenska ríkið

Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Náttúruverndarsamtök Bjarkar standa að stefnu landeiganda við Snæfjallaströnd sem vill meina að sjókvíum hafi verið komið upp innan lóðarmarka hans, eða eins og samtökin orða það „hreinlega upp í fjöru til sín.

Innlent
Fréttamynd

Kanna fýsileika landeldis á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing og fyrirtækið Bakkavík landeldi undirrituðu í dag viljayfirlýsingu vegna lóðar undir hugsanlega landeldisstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru auð­vitað von­brigði“

Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brýtur inn­viðaráðherra lög?

Enn hefur innviðaráðherra ekki birt reglugerð um línuívilnun, skel og rækjubætur eða byggðakvóta, þrátt fyrir að lög kveði á um að það skuli gert fyrir hvert fiskveiðiár.

Skoðun
Fréttamynd

Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauð­lenda

Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi.

Lífið
Fréttamynd

Sækja á fjórða milljarð króna

Landeldisfélagið First Water í Þorlákshöfn hefur lokið hlutafjáraukningu fyrir um 3,5 milljarða króna. Meirihluti hlutafjáraukningarinnar er frá nýjum hluthöfum en einnig var góð þátttaka frá núverandi hluthöfum. Þrír lífeyrissjóðir koma inn sem nýir hluthafar og eru nú átta af tíu stærstu lífeyrissjóðum landsins í hluthafahópi First Water. Fjárfestingarfélagið Stoðir eru eftir sem áður stærsti hluthafi félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kerfi sem virka eins og lungu land­eldis­stöðva

Sænska fyrirtækið NP Innovation, sem er í meirihlutaeigu Alfa Framtak og IS Haf fjárfestingarsjóðs, keypti Aqua.is fyrir ári síðan og nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins á Íslandi undir heitinu NP Innovation. Þrátt fyrir nýtt nafn er markmiðið það sama og áður, að stuðla að sjálfbærum vexti og tæknilegum framförum í fiskeldi, bæði á Íslandi og erlendis.

Samstarf
Fréttamynd

„Mis­vitrir stjórn­mála­menn“ skattleggi út­gerðina í drep

Það er stormur í aðsigi í sjávarútvegi og greinin þarf að búa sig undir brimskafla að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Það sé þó ekki óútreiknanlegri náttúru um að kenna heldur „misvitrum stjórnmálamönnum“ sem telji að hægt sé að auka hagsæld „með því að skattleggja allt í drep.“ 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brim hlaut sjálf­bærnis­verð­launin

Listi Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025 var birtur í gær við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll. Þar hlaut sjávarútvegsfyrirtækið Brim hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu - miðstöðvar um sjálfbærni, fyrir framúrskarandi framlag til sjálfbærrar þróunar og þá einkum fyrir metnaðarfulla endurfjármögnun að fjárhæð 33 milljarða króna. 

Framúrskarandi fyrirtæki