Sjávarútvegur

Telur brottkastið enn umfangsmeira og fagnar auknu eftirliti
Sviðsstjóri hjá Fiskistofu fagnar ákvörðun matvælaráðherra um að styrkja stofnunina til aukins eftirlits með brottkasti. Hún telur brottkast meira en fram hefur komið. Nánast annað hvert skip sem drónar Fskistofu hafi flogið yfir hafi verið staðið að brottkasti.

Vg leggur smábátasjómenn á höggstokkinn!
Vg er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur. Flokkur sem boðaði bjartari tíð fyrir bothættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (Vg) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd.

Sjálfbær þróun sjávarútvegs
Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag.

Alltof algengt að hvalir drepist við að festast í veiðarfærum
Alltof algengt er að hvalir hafi drepist við það að festast í veiðarfærum við Íslandsstrendur. Þetta segir hvalasérfræðingur, en ungur hnúfubakur fannst dauður með veiðarfæri vafinn um hausinn úti fyrir Njarðvík um helgina.

Verð á ferskum þorski aldrei verið hærra í Noregi
Verð á ferskum þorski á norskum fiskmarkaði hefur aldrei verið hærra á þessum tíma árs, samkvæmt gögnum frá Norges Råfisklag, sölusamlagi í Noregi. Þorskverðið á íslenska markaðnum hefur hækkað um fimmtung á milli ára og útlit fyrir frekari verðhækkun.

Hvalur flæktist í hengingaról
Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga.

Viðgerð um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni lokið
Viðgerð um borð í togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni tókst síðdegis og siglir skipið nú fyrir eigin vélarafli. Togarinn heldur til Hafnarfjarðar þar sem gert er ráð fyrir að ný veiðarfæri verði sótt.

Guðni var með er Hrafn Sveinbjarnarson var dreginn til hafnar
Varðskipið Freyja er lögð af stað með togarann Hrafn Sveinbjarnarson áleiðis til hafnar. Togarinn varð vélarvana um klukkan fjögur í nótt um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Forseti Íslands er um borð í skipinu.

Forsetinn í varðskipi á leið til móts við vélarvana togara
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, sem verið er að sigla til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana.

Mest af loðnu fyrir norðan
Rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, er nú við loðnuleit. Skipið lagði frá Hafnafirði í síðustu viku og hélt suður fyrir land. Fyrir um viku síðan lagði skipið lykkju á leið sína norðvestur af landinu og hélt síðan til vesturs. Forstjóri Síldarvinslunnar segir ástæðu til bjartýni.

Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips
Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans.

„Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“
Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim.

Smíða áttæring forfeðranna úr sunnlenskum skógarvið
Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn.

Sáu stórar loðnutorfur við Kolbeinseyjarhrygg
Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar hefur fundið stórar loðnutorfur við Kolbeinseyjarhrygg. Þetta er það mesta sem sést hefur af loðnu til þessa í sérstökum aukaleitarleiðangri skipsins, sem hófst á miðvikudag í síðustu viku.

SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi.

Ásta Dís tekur sæti Helgu í stjórn Samherja
Ásta Dís Óladóttir hefur tekið sæti í stjórn Samherja hf. í stað Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur.

Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður
Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar.

Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi
Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum.

Skattamálum Samherja lokið með sátt
Skatturinn hefur lokið rannsókn sem tók til bókhalds og skattskila samstæðu Samherja hf. árin 2010-2018 þar sem öll gögn í rekstri þeirra félaga voru ítarlega yfirfarin. Úttektinni lýkur í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018.

Meiri gjaldeyrisöflun dugði ekki til að mæta aukinni eyðslu Íslendinga
Þrjár helstu stoðir íslensks efnahagslífs, ferðaþjónustan, áliðnaðurinn og sjávarútvegurinn, skiluðu allar mun meiri gjaldeyrisstekjum í fyrra miðað við árið á undan. Þrátt fyrir það var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður.