Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Harma launalækkanir í fisk­eldi á Vest­fjörðum

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist harma að stjórnendur Arnarlax og Arctic fish hafi tekið þá ákvörðun að lækka laun starfsfólks í fiskeldi. Sú ákvörðun mun hafa verið tilkynnt starfsfólki fyrr í mánuðinum og á að taka gildi þann 1. maí.

Innlent
Fréttamynd

Spenna vegna nýs mats á stærð loðnu­stofnsins

Sjávarútvegurinn bíður nú í ofvæni eftir nýju mati Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Fréttir sem bárust af loðnuleitinni um helgina juku mönnum bjartsýni um meiri loðnukvóta en urðu líka til þess að hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja hækkuðu í verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er­lendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Ís­lendingum

Stór hluti þeirra umsagna sem bárust um frumvarp um lagareldi barst erlendis frá og virðist hægt að rekja þær til alþjóðlega fyrirtækisins Patagonia. Atvinnuvegaráðherra og þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa og segja erlent fyrirtæki reyna að hafa áhrif á íslenska löggjöf.

Innlent
Fréttamynd

Sjókvíaeldi og fram­tíð villta laxins

Ég hef eytt lífi mínu í íslenskri náttúru. Ég starfa sem veiðileiðsögumaður og stór hluti af árstekjum mínum kemur frá erlendum og íslenskum gestum sem ferðast hingað til að upplifa það sem Ísland hefur einstakt fram að færa: ósnortin víðerni, tærar ár og villtan Atlantshafslax.

Skoðun
Fréttamynd

Halda til loðnu­veiða í kvöld

Reiknað er með því að tvö skip haldi til loðnuveiða frá Neskaupstað í kvöld, Barði NK frá Síldarvinnslunni og grænlenska skipið Polar Amaroq. Polar Amaroq kom með fyrstu loðnu vertíðarinnar til Neskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fisk­eldi til fram­tíðar

Nýr grunnskóli á Bíldudal. Heimavöllur bikarmeistara Vestra. Vatnsveitur og fráveitur. Skólastofur og slökkvistöð. Nemendagarðar og göngustígar. Allt eru þetta dæmi um hvernig framlög fiskeldissjóðs hafa styrkt sveitarfélög á Vestfjörðum síðustu ár til uppbyggingar, aukið lífsgæði og styrkt innviði.

Skoðun
Fréttamynd

Loðna fundist á stóru svæði

Loðna hefur fundist á stóru svæði í mælingu Hafrannsóknastofnunar sem er langt komin. Stefnt er að því að birta veiðiráðgjöf í seinni hluta þessarar viku en einungis á eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

SFS „tekur“ um­ræðuna líka

Þann 13. janúar sl. skrifaði Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), pistil í Viðskiptablaðinu undir yfirskriftinni „Tökum umræðuna“. SFS vill sem sagt „taka“ umræðuna

Skoðun
Fréttamynd

4% – varúðar­viðmið sem byggist á vísindum

Villti laxinn hefur í þúsundir ára ratað heim í ár landsins og aðlagast smám saman þeim fjölbreyttu og krefjandi umhverfisaðstæðum sem þar ríkja. Í þessari langvarandi þróunarsögu hafa myndast margir sérhæfðir laxastofnar sem eru nátengdir vistkerfum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Aðal­steinn, finnst þér þetta vera í lagi?

Hvað er eiginlega í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu undir stjórn Hönnu Katrínar Friðrikssonar? Hvað varð til þess að hún hefur ekki aðeins boðað aukið sjókvíaeldi á laxi við Ísland heldur eru þau drög sem hún hefur lagt að frumvarpi til laga um lagareldi líka í beinni andstöðu við það sem fulltrúar Viðreisn sögðu fyrir kosningar?

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvaðan á peningurinn eigi að koma til að greiða hærri auðlinda­skatta

Í annað sinn á skömmum tíma er verðmat á Kaldvík lækkað talsvert, meðal annars vegna ytri áfalla og mun minni framleiðslu í ár en áður var búist við, enda þótt félagið sé enn sagt vera undirverðlagt á markaði. Í nýrri greiningu segir að miðað við rekstrarafkomuna sé erfitt að sjá hvaðan peningurinn eigi að koma til að standa undir boðaðri hækkun á auðlindaskatti.

Innherjamolar
Fréttamynd

Loðnu­ver­tíð hafin og floti farinn til loðnumælinga

Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður.

Innlent