Þráinn Bertelsson

Fréttamynd

Stormviðvörun

Skynsamlegustu skrif sem birst hafa um íslensk efnahagsmál í háa herrans tíð eru eftir Andrés Magnússon geðlækni. Þótt ég sé að sjálfsögðu fremur sjúklingur en læknir deili ég ákveðinni kvíðatilfinningu með Andrési.

Bakþankar
Fréttamynd

Sofandi hulduhrútar

Margir líta þá hornauga sem tala um fræðigreinar sínar á skiljanlegan hátt. Það þótti ekki fínt í fræðikreðsum hér áður að vera í talsambandi við illa þveginn almúgann. Þetta er þó að breytast. En lúshægt.

Bakþankar
Fréttamynd

Saklaust gæðablóð?

Tvisvar hef ég séð stjórnmálaflokka veikjast heiftarlega. Sá fyrri dó drottni sínum í sælli trú á framhaldslíf á bleiku skýi jafnaðarstefnu á rauðum sokkum.

Bakþankar
Fréttamynd

Að flytja flugvöll

Með nýjum og yfirveguðum borgarstjóra er í bili búið að skrúfa fyrir hina flóknu umræðu um hvert skuli flytja Reykjavíkurflugvöll – hvort fara skuli með flugvöllinn upp á heiðar eða út í sjó eins og ýmsir stórgáfaðir menn hafa gert að tillögum sínum.

Bakþankar
Fréttamynd

Náðhús Reykjavíkur

Í þróuðum löndum ríkir pólitískur stöðugleiki vegna þess að almenningur hefur lært að láta stjórnmálamenn í friði og skiptir sér ekki af því sem þeir taka sér fyrir hendur. Stöðugleiki merkir „óbreytt ástand án framfara“ og byggist á gagnkvæmu samkomulagi um að hvor aðili um sig láti hinn njóta vinnufriðar.

Bakþankar
Fréttamynd

Dæmisögur úr pólitík

Hinar yndislegu pælingar sem dómsmálaráðherrann okkar birtir á blogginu sínu eru ljós í skammdeginu. Núna á laugardaginn birti þessi höfuðsnillingur dæmisögu sem útskýrir bandarísk stjórnmál af mikilli réttsýni:

Bakþankar
Fréttamynd

Varnir gegn fíflum

Lýðræði er versta aðferðin til að stjórna löndum, fyrir utan allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið gegnum tíðina,“ sagði Winston Churchill í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947.

Bakþankar
Fréttamynd

Spáð í 2008

Veður á árinu 2008 verður svipað og undanfarin ár nema heldur vætusamara á 17da júní og um verslunarmannahelgina.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólakort frá Íslandi

Hallóhalló, öllsömul þarna úti í geimnum og fyrir handan, uppi og niðri og allt um kring! Við ætlum að halda jólin að þessu sinni á smáeyju sem heitir Ísland og er rétt fyrir neðan það sem eftir er af Norðurheimskautinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólagjöf til þjóðarinnar

Tími venjulegrar manneskju skiptist í vinnutíma og frítíma. Samkvæmt verðmætamati þjóðfélagsins er vinnutími fremur lítils virði nema í undantekningartilvikum þegar um háttsetta aðila er að ræða. Vinnutími kvenna er yfirleitt mun ódýrari en vinnutími karla þótt ýmsar mælingar bendi til þess að kvenna- og karlaklukkustundir séu jafnlangar.

Bakþankar
Fréttamynd

Hottar og tottar

Á Mörlandi er athyglisvert stjórnarfar. Þar fer minnihlutahópur Totta með völdin og peningana og hefur gert það svo lengi sem elstu menn muna.

Bakþankar
Fréttamynd

Dýrlingurtungunnar

Á föstudagskvöld horfðum við á þátt sem heitir „Tekinn" á Stöð 2. Andri, 9 ára, leit upp frá sjónvarpinu og sagði: „Þetta er eiginlega allt á ensku. Af hverju er verið að sýna þetta á „degi íslenskrar tungu"?"

Bakþankar
Fréttamynd

Frakkar, frelsið og áfengið

Hugmyndir manna um "frelsi" eru ákaflega mismunandi. Íslensk orðabók handa skólum og almenningi segir að frelsi sé "sjálfstæði, frjálsræði" sem bendir til þess að Íslendingar haldi að frelsi sé sjálfsagður hlutur sem hvorki þurfi að skilja né skilgreina. Orðabók Cambridge-háskóla kafar aðeins dýpra og segir að frelsi sé "réttur til að geta eða mega segja, hugsa o.s.frv. hvað sem þú vilt, án eftirlits eða takmarkana".

Bakþankar
Fréttamynd

Ljósberar okkar tíma

Stundum fara stórmerkilegar alheimsfréttir fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Tiltölulega fáir vita af eftirtöldum merkis­atburðum: "Snoop Dogg sinnir samfélagsstörfum í almennings­garði", "Upplýst um leyndarmál Erics Clapton í nýrri ævisögu" og "Mel C á sérfæði til að stækka á sér brjóstin". Meira að segja vandaðar frásagnir eins og "Mary krónprinsessu líður eins og ein­stæðri móður" eða "Britney fær aukinn umgengnisrétt" lenda utan­veltu í umræðunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Íslenskt gullauga

Í allri hinni neikvæðu umræðu um okur, græðgi og einkavinavæðingu á Íslandi hefur gleymst að halda því til haga að íslenskur almenningur býr við mikil ókeypis hlunnindi. Til dæmis stendur hverjum sem er til boða að þamba nægju sína af köldu vatni úr næsta krana frítt og gratis.

Bakþankar
Fréttamynd

Evra eða króna?

Íslendingar hafa notast við margs konar gjaldmiðil: Álnir vaðmáls, merkur silfurs, kúgildi, jarðarhundruð, ríkisdali, skildinga, spesíur, danskar krónur, íslenskar krónur og nú er talað um að prófa hvort evru muni fylgja meiri gæfa en krónu.

Bakþankar
Fréttamynd

Goodbye, ástkæra …

Sú var tíð að hægt var að sjá af holdafari fólks staðsetningu þess í metorðastiga þjóðfélagsins. Aðeins kaupmenn, prófastar og sýslumenn höfðu efni á að koma sér upp ístru, sem var stöðutákn þeirra tíma. Snotur ístra jafngilti 50 milljóna sportbíl í nútímanum en knésíð vömb var á við einkaþotu.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólasveina-vísitala

Nú hefur verið ákveðið að fækka jólasveinum niður í fjóra. Upphaflega voru þeir einn og átta (sama sem níu) en vegna vísitölutryggingar voru þeir komnir upp í þrettán. Með þessu á að fylgja eftir niðurskurðar­aðgerðum Ríkisútvarpsins ohf. sem ganga út á að fækka Spaugstofumönnum til að geta keypt vetrarhjólbarða undir bifreið útvarpsstjóra.

Bakþankar
Fréttamynd

Ég er frjálsborinn Íslendingur

Í vísindaskáldsögum og kvikmyndum er það alþekkt þema að vélmenni með margfalda mannlega krafta snúast gegn skapara sínum, mannkyninu - og enginn nema Bruce Willis getur bjargað framtíð okkar á jörðu.

Bakþankar
Fréttamynd

Rammigaldur í Borgarnesi

Hundrað áhorfendur sem margir eru komnir langan veg sitja undir súð á háaloftinu í gömlu húsi. Kvöldskemmtunin sem fólkið bíður eftir er sú að maður birtist og segir þeim sögu. Söguna kunna flestir gestanna fyrir, hafa lesið hana í skóla eða að eigin frum­kvæði.

Bakþankar
Fréttamynd

Hinir vammlausu

Fyrir um það bil ári fékk fólk sem býr í eldgömlu fjölbýlishúsi í 101-hverfinu óvænt símtal frá manni sem kynnti sig sem fasteignasala. Erindið var að spyrja hvað íbúð fjölskyldunnar ætti að kosta. Svarið var að íbúðin væri alls ekki til sölu.

Bakþankar
Fréttamynd

Kurteisari en flugfreyjur?

ÚR því að frelsið virðist lúta viðskiptalögmálum er eðlilegt að maður spyrji hvort önnur lögmál gildi um það líka. Á það til dæmis við um frelsið sem gildir um svo margt annað - að það sem ekki er notað er tekið frá manni? „Use it or loose it" er það kallað á ensku.

Bakþankar
Fréttamynd

Milljarðamæringaávarpið

Þótt Reykjavík sé að mörgu leyti ágæt skortir hér töluvert upp á boðlega aðstöðu fyrir milljarðamæringa. Til dæmis vantar almennilegar hallir. Eina höllin sem stendur undir nafni er Sundhöllin og hún er notuð handa skítugum almenningi að baða sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Að muna ártöl

Ef tímatal okkar væri miðað við Miklahvell væri býsna erfitt að setja á sig ártöl úr mannkynssögunni. Til dæmis að muna að Kristur fæddist árið 13699999993 og Múhameð flýði frá Mekka til Medína árið 13699998615 og Ísland varð lýðveldi árið 13999998056.

Bakþankar
Fréttamynd

Sauðkindurnútímans

Ef manneskja stendur úti á miðri götu og hefur gleymt bílaumferðinni við að taka mynd af Leifi heppna með Hallgríms­kirkju í baksýn eru yfirgnæfandi líkur á því að þetta sé svonefndur túristi. Þeirra vegna verða öku­menn að gæta sérstakrar varúðar.

Bakþankar
Fréttamynd

Stúlka í Prag

Fyrir nokkrum árum sýndi tékknesk stúlka mér alveg sérstakan áhuga. Það gerðist í Borgarvirki eða Hradcany í Prag. Því miður beindist áhugi hennar ekki að mér persónulega heldur var það þjóðerni mitt sem gerði mig spennandi. Það var hinn íslenski lögreglumaður Erlendur í bókum Arnaldar Indriðasonar átti hug hennar og hjarta.

Bakþankar
Fréttamynd

Íslendingar í útlöndum

Marmaris heitir lítið sjávarpláss í Tyrklandi. Þetta er útgerðarbær og lifir á ferðamönnum en ekki fiskveiðum. Tiltölulega stutt er síðan Íslendingar fóru að venja komur sínar til Marmaris að njóta góðrar aðhlynningar í sumarleyfinu. Öldum saman hafði þá verið lítill samgangur milli Tyrklands og Íslands.

Bakþankar
Fréttamynd

McFréttir eða lífrænt ræktaðar

Hið gamla spakmæli „allt er best í hófi“ kemur upp í hugann þegar maður fer í sumarleyfi og finnur hvílík hvíld er fólgin í því að losna úr heljargreipum þess lífsmynsturs sem maður er fastur í dagsdaglega. Maður hringir bara nauðsynleg símtöl til að tilkynna aðstandendum að maður hafi náð að komast á réttan áfangastað og sé ekki kafnaður úr hita. Maður fær bara nauðsynlegar fréttir af því að ekki hafi gleymst að vökva blómin og skipta um sand í kattakassanum.

Bakþankar