Bakþankar

Björn og Sveinn
Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi endurútgefur þessa dagana merkilegt skáldverk, Björn og Sveinn, eftir Megas. Bókin fjallar um ferðalag þeirra feðga Axlar-Björns og Sveins skotta um undirheima Reykjavíkur. Þessir Snæfellingar voru þekktir misindismenn á 16du og 17du öld en fá nýtt líf í reykvískum samtíma.

Alfa karlar
Alfa karldýrið (Alpha Male) er það karldýr eða karlmaður sem fer með völdin. Í dýraríkinu fær Alfa karlinn að makast við þau kvendýr sem hann kærir sig um og hann fer með alræðisvald yfir hópnum. Stöðu sinni heldur hann þangað til einhver annar gerir tilkall til krúnunnar og þá oft með ofbeldi.

Kæri kennari
Í veðurblíðu undanfarinna vikna hef ég, kennarasonurinn, glaðst yfir því að kennarar njóti góðra daga í sumarleyfinu.

Fyrirmyndir
Veðrið hefur verið fáránlega gott undanfarið og það lagar verulega andlegt ástand þjóðarinnar. Síðasta sumar var ömurlegt, a.m.k. fyrir okkur á suðvesturhorninu, endalaus rigning og leiðindi. Það er ótrúlegt hvað sól og gott veður getur glatt geðið í okkur, þjóðin verður besta útgáfan af sjálfri sér þegar veðrið er gott.

Klifurjurtir
Á þrítugsafmælisdegi mínum snyrti ég eyrnahárin mín í fyrsta skipti. Það var frekar einföld en sálfræðilega þrúgandi athöfn sem setti mig í umtalsverða krísu. Eftir að hafa lesið ótal hjörtum skreyttar Facebook-færslur frá eldri konum um að aldurinn sé afstæður gaf líkaminn mér skýr skilaboð um að svo sé ekki. Klifurjurtir ellinnar klöngruðust hægt en bítandi út úr eyrunum á mér og minntu mig á feigðina.

Kettir
Kolgrímur, Doppa, Stravinský, Hnoðri, Zeta, Stella og Kári. Þetta eru allt kettir sem hafa búið með mér um tíma. Ég segi búið með, því ketti á maður ekki eins og önnur gæludýr heldur velja þeir að búa með manni út frá ísköldu hagsmunamati, út frá fríu fæði og húsnæði.

Sorgarhelgi
Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var.

Núll
Nú skrifa ég pistil sem meiðir ekki, særir ekki nokkurn mann (hefði ég átt að skrifa, manneskju? – er ég strax kominn í vandræði?).

Hverfandi stofn
Hún var ófríð.

Hlutverkaskipti
Um aldir voru lífskjör í hinni dönsku nýlendu, Íslandi með þeim lökustu í Evrópu. Verslunareinokun var ríkjandi, efnahagsleg stöðnun og úrræðaleysið algjört. Alþýðan var þrautpínd, yfirvöld ströng og mönnum refsað grimmilega fyrir minnstu yfirsjónir.

Börnin sem deyja
Þegar ég var unglingskjáni og vissi ekki neitt um neitt vissi ég samt að ég tilheyrði þjóðfélagi sem reiknaði með mér.

Rónateljarinn
Það hefur þráfaldlega verið bent á ömurlegt ástand í húsnæðismálum okkar minnstu bræðra og systra. Fíklar og aðrir sem ekki hafa náð að átta sig í/á brjáluðu samfélaginu, til langframa eða tímabundið, mæla göturnar.

Í viðjum kerfis
Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi.

Afdrifaríkur vodkasopi
Ég er blessunarlega barnalegur.

Um læknadóp
Orðið læknadóp er bæði skrýtið og óheppilegt.

Stokkurinn
Sú var tíð að menn trúðu á stokka og steina – nú hafa steinarnir verið útilokaðir úr þeim átrúnaði, enda hafa þeir kristilega sögn.

Illgresi
Nú vilja nokkrir þingmenn lögleiða kannabis, sem er vímuefni búið til úr kvenplöntunni Cannabis sativa.

Leiðsögn og sálgæsla
Ég ræddi á dögunum við föður ungs manns sem fyrirfór sér á síðasta ári. Hann sagði ekkert sárara en horfa á eftir afkvæmi sínu í dauðann af þessum sökum. Sér í lagi vegna þess að þetta væri svo mikill óþarfi.

Gengið með Gnarr
Margir töldu víst að eftir setu Jóns á borgarstjórastóli yrði auðvelt fyrir Sjálfstæðismenn að vinna borgina. Það mistókst. Því finnst Jóni hann eiginlega skulda, Íhaldinu. En, þeir kaupa sér far. Undarlegt!

Nýársáskorun
Við erum ekki öll eins. Lífið leikur okkur misjafnlega og þjóðlífið er margbrotið einmitt vegna þessa, við erum öll einstök.