Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar 7. febrúar 2025 13:31 Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú. Það eykur mér trú á heilagan anda jafnt sem mannsandann að kynslóðin sem fæddist inn í ritskoðað almannarými skuli, líkt og rætt er í fjölmiðlum, rísa upp og ganga sjálf eftir því að fá sín Nýjatestamennti og trúfræðslu eftir allt saman! Annað gleðilegt og ögn fyndið fyrirbrigði í menningu dagsins er líka það, sem ég hygg að margir prestar fleiri en ég þekki af vettvangi, að ítrekað er maður að skíra hjá ungum foreldrum tvö börn í einu. Fyrst eldra barnið sem ekki var látið verða af að skíra strax og svo nýfædda barnið. Ömmur og afar anda léttar, hátíð í loftinu og fólk komið í sparifötin. Þá reynir á prestinn að finna út úr því hvernig eigi að orða með sanngjörnum hætti fyrir fjögurra eða fimm ára rolling hvað sé á döfinni. Í sjálfu sér er það þó mjög einfalt og blasir einmitt svo fallega við hjá unga fólkinu okkar sem nú leitar til kirkjunnar; Það kemur með vinum sínum. Andi Guðs starfar í kærleika og skapar samfélag vináttu. Þess vegna er ekkert flókið að útskýra fyrir málþroska skírnarbarni hvað sé í gangi. Þegar búið er að segja söguna sem alltaf er rifjuð upp við barnsskírn, þegar lærisveinarnir vildu varna börnum aðgöngu að Jesú svo honum sárnaði og sagði „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, þeirra er Guðs ríki“, þá er einfalt að spyrja: Vilt þú vera með í vinafélagi Jesú? --- Trúin á Jesú er ekki flókin. Hún er ekki kenning eða aðferð heldur vinátta. Trúin er ekki að vera handviss um eitthvað guðlegt og haga sér samkvæmt reglum heldur er hún, eins og öll sönn vinátta, stöðug uppgötvun. Þegar ég reyni að útskýra trúna fyrir ungu fólki ræði ég ekki síst um þrennt: Ég tala um feginleikann og sálarróna sem fylgir því að uppgötva að maður er samþykktur og elskaður af Guði um alla eilífð.[1] Ég segi frá því sem Biblían miðlar, að vegna Jesú megum við treysta því að Guð sé í öllu og allt sé í Guði sem elskar sköpunarverkið og mun ekki sleppa hendi sinni af því.[2] Ég ræði um nýju lífsmöguleikana sem fylgja því að elska allt fólk sem systkini ásamt öllu sköpuðu, hafna ofbeldi og kúgun en varðveita mannlega reisn eins og Jesús gerði.[3] Þannig skil ég trúna sem vináttu við eigin persónu, sköpunarverkið og Guð. Kristið fólk er ekki betra en annað fólk og kristinn siður ber sig ekki saman við aðra siði nema þá til þess að læra meira. Félags-pólitísk áhrif kristinnar trúar hljóta þó ætíð að vera þau sem Reinhold Niebuhr, höfundur æðruleysisbænarinnar lýsti; að auka félagsauð og draga úr hroka. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Jóhannesaguðspjall 1.12-13. [2] Kólossoubréfið 1.15-20. [3] Matteusarguðspjall 26.47-56. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú. Það eykur mér trú á heilagan anda jafnt sem mannsandann að kynslóðin sem fæddist inn í ritskoðað almannarými skuli, líkt og rætt er í fjölmiðlum, rísa upp og ganga sjálf eftir því að fá sín Nýjatestamennti og trúfræðslu eftir allt saman! Annað gleðilegt og ögn fyndið fyrirbrigði í menningu dagsins er líka það, sem ég hygg að margir prestar fleiri en ég þekki af vettvangi, að ítrekað er maður að skíra hjá ungum foreldrum tvö börn í einu. Fyrst eldra barnið sem ekki var látið verða af að skíra strax og svo nýfædda barnið. Ömmur og afar anda léttar, hátíð í loftinu og fólk komið í sparifötin. Þá reynir á prestinn að finna út úr því hvernig eigi að orða með sanngjörnum hætti fyrir fjögurra eða fimm ára rolling hvað sé á döfinni. Í sjálfu sér er það þó mjög einfalt og blasir einmitt svo fallega við hjá unga fólkinu okkar sem nú leitar til kirkjunnar; Það kemur með vinum sínum. Andi Guðs starfar í kærleika og skapar samfélag vináttu. Þess vegna er ekkert flókið að útskýra fyrir málþroska skírnarbarni hvað sé í gangi. Þegar búið er að segja söguna sem alltaf er rifjuð upp við barnsskírn, þegar lærisveinarnir vildu varna börnum aðgöngu að Jesú svo honum sárnaði og sagði „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, þeirra er Guðs ríki“, þá er einfalt að spyrja: Vilt þú vera með í vinafélagi Jesú? --- Trúin á Jesú er ekki flókin. Hún er ekki kenning eða aðferð heldur vinátta. Trúin er ekki að vera handviss um eitthvað guðlegt og haga sér samkvæmt reglum heldur er hún, eins og öll sönn vinátta, stöðug uppgötvun. Þegar ég reyni að útskýra trúna fyrir ungu fólki ræði ég ekki síst um þrennt: Ég tala um feginleikann og sálarróna sem fylgir því að uppgötva að maður er samþykktur og elskaður af Guði um alla eilífð.[1] Ég segi frá því sem Biblían miðlar, að vegna Jesú megum við treysta því að Guð sé í öllu og allt sé í Guði sem elskar sköpunarverkið og mun ekki sleppa hendi sinni af því.[2] Ég ræði um nýju lífsmöguleikana sem fylgja því að elska allt fólk sem systkini ásamt öllu sköpuðu, hafna ofbeldi og kúgun en varðveita mannlega reisn eins og Jesús gerði.[3] Þannig skil ég trúna sem vináttu við eigin persónu, sköpunarverkið og Guð. Kristið fólk er ekki betra en annað fólk og kristinn siður ber sig ekki saman við aðra siði nema þá til þess að læra meira. Félags-pólitísk áhrif kristinnar trúar hljóta þó ætíð að vera þau sem Reinhold Niebuhr, höfundur æðruleysisbænarinnar lýsti; að auka félagsauð og draga úr hroka. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Jóhannesaguðspjall 1.12-13. [2] Kólossoubréfið 1.15-20. [3] Matteusarguðspjall 26.47-56.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun