Tröll og forynjur Bjarni Karlsson skrifar 10. janúar 2023 07:00 Eitt af mörgu góðu við Eyjamenn er sú einbeitta leikgleði sem ríkir í samfélagi þeirra. Á Heimaey tekur fólk gleðina föstum tökum og veit sem er að án leiks er ekkert líf. Frá alda öðli hefur mannskepnan gert sér leik að tröllum og forynjum og sögur af óvættum gegna mikilvægu hlutverki hvarvetna á byggðu bóli. Það er hluti af traustu uppeldi að kynna nýja kynslóð fyrir slíku efni. Tröllið táknar það sem skelfir okkur innst og dýpst. Þess vegna á hvert byggðarlag sína trölladranga með æsilegum sögum af óvættum sem þvælst hafa úti og valdið usla. Setjum orð á ótta okkar segja þessar sagnir. Ef þú festir heimskort upp á vegg, kastaðir svo pílu í kortið þar til hún lenti einhversstaðar í mannabyggð, fengir þér síðan far með flugvél og varpaðir þér í fallhlíf niður á ákvörðunarstaðinn og spyrðir fyrsta tólf ára barn sem þú rækist á: Hvað verður um tröllið eða forynjuna sem fer út úr fylgsni sínu einhverra erinda en lendir í töfum uns sólin rís? Tröllið verður að steini, myndi barnið samstundis svara. Þegar Edda Falak er rigguð upp í gerfi tröllkonu og Heimir Hallgríms er orðinn að Araba-risa þá er vitaskuld verið að vinna með gömul þemu; taka það sem við óttumst, mála það upp og fífla það svo að það hætti að vera hættulegt en verði að steini. Sterkar konur og framandi menningarheimar eru og hafa alltaf verið kvíðavaldur og með því að tengja það þekktum persónum verður það sem maður óttast allt í senn nálægt, skiljanlegt og hlægilegt svo manni léttir ögn. En þótt eitthvað sé hlægilegt er ekki víst að það sé fyndið. Og þegar betur er að gáð sjáum við að það er ekkert fyndið að taka Eddu Falak, uppnefna hana Flak og gera hana að tröllkonu því það getur stutt við hugmyndina um ofbeldi sem aðferð í glímunni við óttann. Gott að á það var bent. Þótt sumt geti þótt hlægilegt er það ekki endilega fyndið. Þann greinarmun þurfum við að þekkja ef við viljum vera fallegt og öruggt samfélag. En hér megum við ekki staðnæmast því vandinn verður ekki leystur með því að finna nýtt nafn á tröllið og kalla það ÍBV. Sagan af tröllinu sem verður að steini þegar sólin skín kennir okkur að þegar við felum hvorki skítinn og skömmina inni í helli sálarinnar né útvistum angist okkar yfir í önnur sálarlíf með tröllshætti heldur látum tilfinningar okkar óhrædd í ljósi þá verður allt í lagi. Þegar sólin skín á tröllið verður það bara að kunnuglegu kennileiti í umhverfinu. Ekkert meira. Nú hefur sólin skinið á tröllið. Það þarf enginn að bera skömm sem kann að bera ábyrgð. Ég bjó árum saman á Heimaey einmitt þegar börnin mín voru ung. Þar kynntist ég raungóðu og heilsteyptu samfélagi sem ber virðingu fyrir fólki og náttúru. Tvö barnabarna minna voru einmitt á Hásteinsvelli núna síðast og þessi orð eru skrifuð undir áhrifum skýlausrar hrifningar í þriggja og sex ára augum segjandi sögur af tröllum og forynjum. Skelfing megum við vera þakklát því dugandi fólki sem nennir að standa í þessu þrettánda-veseni ár eftir ár og lætur aldrei deigan síga þannig að við hin getum gengið að gleðinni vísri. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mörgu góðu við Eyjamenn er sú einbeitta leikgleði sem ríkir í samfélagi þeirra. Á Heimaey tekur fólk gleðina föstum tökum og veit sem er að án leiks er ekkert líf. Frá alda öðli hefur mannskepnan gert sér leik að tröllum og forynjum og sögur af óvættum gegna mikilvægu hlutverki hvarvetna á byggðu bóli. Það er hluti af traustu uppeldi að kynna nýja kynslóð fyrir slíku efni. Tröllið táknar það sem skelfir okkur innst og dýpst. Þess vegna á hvert byggðarlag sína trölladranga með æsilegum sögum af óvættum sem þvælst hafa úti og valdið usla. Setjum orð á ótta okkar segja þessar sagnir. Ef þú festir heimskort upp á vegg, kastaðir svo pílu í kortið þar til hún lenti einhversstaðar í mannabyggð, fengir þér síðan far með flugvél og varpaðir þér í fallhlíf niður á ákvörðunarstaðinn og spyrðir fyrsta tólf ára barn sem þú rækist á: Hvað verður um tröllið eða forynjuna sem fer út úr fylgsni sínu einhverra erinda en lendir í töfum uns sólin rís? Tröllið verður að steini, myndi barnið samstundis svara. Þegar Edda Falak er rigguð upp í gerfi tröllkonu og Heimir Hallgríms er orðinn að Araba-risa þá er vitaskuld verið að vinna með gömul þemu; taka það sem við óttumst, mála það upp og fífla það svo að það hætti að vera hættulegt en verði að steini. Sterkar konur og framandi menningarheimar eru og hafa alltaf verið kvíðavaldur og með því að tengja það þekktum persónum verður það sem maður óttast allt í senn nálægt, skiljanlegt og hlægilegt svo manni léttir ögn. En þótt eitthvað sé hlægilegt er ekki víst að það sé fyndið. Og þegar betur er að gáð sjáum við að það er ekkert fyndið að taka Eddu Falak, uppnefna hana Flak og gera hana að tröllkonu því það getur stutt við hugmyndina um ofbeldi sem aðferð í glímunni við óttann. Gott að á það var bent. Þótt sumt geti þótt hlægilegt er það ekki endilega fyndið. Þann greinarmun þurfum við að þekkja ef við viljum vera fallegt og öruggt samfélag. En hér megum við ekki staðnæmast því vandinn verður ekki leystur með því að finna nýtt nafn á tröllið og kalla það ÍBV. Sagan af tröllinu sem verður að steini þegar sólin skín kennir okkur að þegar við felum hvorki skítinn og skömmina inni í helli sálarinnar né útvistum angist okkar yfir í önnur sálarlíf með tröllshætti heldur látum tilfinningar okkar óhrædd í ljósi þá verður allt í lagi. Þegar sólin skín á tröllið verður það bara að kunnuglegu kennileiti í umhverfinu. Ekkert meira. Nú hefur sólin skinið á tröllið. Það þarf enginn að bera skömm sem kann að bera ábyrgð. Ég bjó árum saman á Heimaey einmitt þegar börnin mín voru ung. Þar kynntist ég raungóðu og heilsteyptu samfélagi sem ber virðingu fyrir fólki og náttúru. Tvö barnabarna minna voru einmitt á Hásteinsvelli núna síðast og þessi orð eru skrifuð undir áhrifum skýlausrar hrifningar í þriggja og sex ára augum segjandi sögur af tröllum og forynjum. Skelfing megum við vera þakklát því dugandi fólki sem nennir að standa í þessu þrettánda-veseni ár eftir ár og lætur aldrei deigan síga þannig að við hin getum gengið að gleðinni vísri. Höfundur er prestur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun