Sjóslys á Skarfaskeri

Fréttamynd

Af­drif Hörpunnar enn á huldu

Mótorbáturinn Harpa tengist einu alvarlegasta bátaslysi síðustu áratuga á Íslandi. En saga bátsins á sér líka undarlegan eftirleik. Aðstandandi annars þeirra sem lést í slysinu segir fulla ástæðu til endurupptöku á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki bætur vegna látins föður

Sonur manns sem lést í sjóslysi í Viðeyjarsundi árið 2005 fær ekki dánarbætur úr fjölskyldutryggingu föður síns vegna þess að sambýliskona hans lést hálftíma síðar í sama slysi.

Innlent
Fréttamynd

Jónas: Borga ekki fyrr en ég hef lokið af­plánun

Jónas Garðarsson, sem Hæstiréttur hefur dæmt í þriggja ára fangelsi og til að greiða 10 milljónir í skaðabætur fyrir að vera valdur að dauða Matthildar Viktoríu Harðardóttur og Friðriks Hermannsonar þegar skemmtibáturinn Harpa sökk í Viðeyjarsundi, segist ekki ætla að greiða krónu í skaðabætur fyrr en hann hafi lokið afplánun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Leitin að Hörpunni heldur á­fram

Jónas Garðarsson er á leið í fangelsi. Hann mun afplána þriggja ára dóm fyrir að bera ábyrgð á dauða þeirra Friðriks Hermannssonar og Matthildar Harðardóttur í sjóslysi í september 2005 þegar bátur hans Harpan steytti á skeri. Hér fyrir neðan er málið rakið frá nóttinni örlagaríku til dagsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segja Hörpuna í Banda­ríkjunum

Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Segist geta sannað að Harpa hafi verið seld

Jónas Garðarsson segir auðsótt mál að sanna að hann hafi selt skemmtibátinn Hörpuna í byrjun árs 2006. Jónas bar fyrir héraðsdómi seinna sama ár að hann hefði átt bátinn. Hann segist hafa átt við að hann hafi átt hann einu sinni. Hann gat þess þó ekki fyrir dómi að báturinn hefði verið seldur.

Innlent
Fréttamynd

Menn á vegum lög­manns leita að Hörpu

Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri haustið 2005 segir að menn á hans vegum séu nú að leita að bátnum. Svo gæti farið að leitin nái út fyrir landsteinana en Jónas segist hafa selt bátinn áður en farið var fram á svokallaða löggeymslu á honum.

Innlent
Fréttamynd

Seldi Hörpu fyrir kyrr­setningu

Jónas Garðarsson seldi skemmtibátinn Hörpu í byrjun árs í fyrra. Fréttablaðið greinir frá því að báturinn sé horfinn en hann var kyrrsettur af sýslumanni í október 2006. Jónas segist hafa verið í fullum rétti til að selja. Hann segir sýslumann vera í dularfullum leiðangri því kyrrsetningarkrafan hafi verið sett fram eftir að Jónas seldi.

Innlent
Fréttamynd

Jónas á­fram for­maður

Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Innlent
Fréttamynd

Dómur yfir Jónasi sá þyngsti sinnar tegundar

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Jónas Garðarsson, fyrrverandi formann Sjómannafélags Reykjavíkur, í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Dómurinn er sá þyngsti sinnar tegundar.

Innlent
Fréttamynd

Dómur kveðinn upp í máli á hendur Jónasi Garðarssyni í dag

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli á hendur Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykjavíkur. Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa verið valdur að dauða tveggja manna eftir að skemmtibátur hans, Harpan, steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Af­leiðingar höfuðhöggs Jónasar metnar

Lögmaður Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, óskaði eftir því að dómkvaddir matsmenn legðu mat á hvort Jónas hafi verið fær um að taka meðvitaðar rökréttar ákvarðanir eftir slysið á Viðeyjarsundi sökum höfuðhöggs sem hann hlaut. Mál Jónasar var tekið fyrir í Hæstarétti í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mál Jónasar fyrir Hæsta­rétti í morgun

Mál Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, var tekið fyrir í Hæstarétti í morgun. Jónas var í byrjun júní á síðasta ári dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á kröfu að­stand­enda

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á kröfu aðstandenda Matthildar V. Harðardóttur og Friðriks Á. Hermannssonar, sem létust er skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri í september í fyrra, um að eignir Jónasar Garðarssonar verði teknar í löggeymslu á grundvelli niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 6. júní 2006.

Innlent
Fréttamynd

Á­frýjar til Hæsta­réttar

Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi sem kveðinn var upp yfir honum um manndráp af gáleysi.

Innlent
Fréttamynd

Jónas á­frýjar til Hæsta­réttar

Jónas Garðarsson, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nógu vel staðið að björguninni

Formaður rannsóknarnefndar sjóslysa segir ekki nægilega vel hafa verið staðið að björgunaraðgerðum á Viðeyjarsundi í september, þegar skemmtibáturinn Harpa fórst með þeim afleiðingum að tveir létust. Hann segir brýnt að samræma fjarskiptabúnað leitar-, björgunar- og stjórnunaraðila.

Innlent
Fréttamynd

Jónas Garðars­son segir af sér sem for­maður Sjó­manna­fé­lags Reykja­víkur

Tilkynning hefur borist frá Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur og stjórnarmanni í Sjómannasambandi Íslands, um að hann muni draga sig út úr öllum trúnaðarstörfum fyrir SR og SÍ. Ástæðuna segir hann vera að koma í veg fyrir að persónuleg mál hans í kjölfar sjóslyssins þann 10. september síðastliðinn trufli hagsmunabaráttu sjómanna.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast ekki af­sagnar Jónasar

Jónas Garðarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tveir létust þegar bátur hans steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september.

Innlent
Fréttamynd

Jónas Garðars­son dæmdur í þriggja ára fangelsi

Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur var nú áðan dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir manndráp af gáleysi. Jónas var ákærður fyrir að hafa þann tíunda september síðastliðinn, stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. Jónas var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur en fullvíst má telja að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Dómur kveðinn upp í dag vegna Viðeyjarslyss

Dómur verður kveðinn upp í máli Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Jónas er sakaður um að hafa þann tíunda september síðastliðinni stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust.

Innlent
Fréttamynd

Brota­löm á rann­sókninni

Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir föður sinn hafa verið við stýri bátsins

Ellefu ára sonur Jónasar Garðarssonar, vitnaði í Héraðsdómi í dag að faðir sinn hafi verið við stýrið skömmu eftir að bátur þeirra steytti á Skarfaskeri. Það sama sagði Matthildur Harðardóttir, sem lést í slysinu, í samtali við Neyðarlínuna. Jónas heldur því fram að Matthildur hafi verið við stýrið þegar skemmtibáturinn fórst en ákæruvaldið telur öll gögn benda til sektar Jónasar og krefst þriggja ára óskilorðsbundins fangelsisdóms yfir honum.

Innlent
Fréttamynd

Krefst þriggja ára fangelsis­dóms

Saksóknari í málinu gegn Jónasi Garðarssyni, vegna strands skemmtibátsins Hörpunnar, fer fram á að Jónas verði dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Bótakröfur sem settar hafa verið fram í málinu nema hátt í 20 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Jónas við stýrið, segir sonur hans

Hljóðupptökur með frásögn ellefur ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að báturinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann.

Innlent
Fréttamynd

Upp­tökur herma að Jónas hafi verið við stýri

Eiginkona Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur fullyrðir í Samtölum við Neyðarlínuna að hann hafi verið við stjórnvölin þegar Harpa fórst á Viðeyjarsundi á síðasta ári. Upptökur af samtölunum voru spilaðar í Héraðsdómi í dag. Jónas hefur sagt fyrir dómi að Matthildur Harðardóttir, sem fórst í slysinu, hafi verið við stýrið þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að hafa verið við stjórn­völinn

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa verið við stýri

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki hafa verið við stýrið þegar skemmtibátur hans steytti á skeri á Viðeyjarsundi, sem leiddi til dauða karls og konu. Málflutningur hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2