Vatn

Fréttamynd

Félagið Icelandic Water endur­greiddi yfir þrjá milljarða til BlackRock

Útistandandi lán Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, við sjóði í stýringu BlackRock voru að hluta til greidd til baka þegar fjárhagur íslenska fyrirtækisins var endurskipulagður í byrjun sumar en þá nam skuld þess við bandaríska sjóðastýringarrisann samtals yfir 50 milljónum dala. Fyrirtækið tapaði um 22,5 milljónum dala í fyrra, lítillega meira en árið áður, og var eigið fé orðið neikvætt um síðustu áramót.

Innherji
Fréttamynd

Vatn komið aftur á í Kópavogi

Kaldavatnslaust var í hluta Kópavogs, austan Reykjanesbrautar, það er að segja í Hvörfum, Þingum, Kórum og hluta Salahverfis í morgun. Vatn er aftur komið á en ekki er fullur þrýstingur á kerfinu eins og er.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á að verðmætum verði glutrað niður

Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannskyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. Nú sé hætta á að verðmætum verði glutrað niður. 

Innlent
Fréttamynd

Himin­lifandi í Háa­leitis­hverfi með eðli­legan þrýsting

Í­búar í Háa­leitis­hverfi í Reykjavík finna aftur fyrir eðli­legum þrýstingi á kalda vatninu sínu, ef marka má um­ræður á í­búa­hópi. Veitur segja að bráða­birgða­tenging hafi verið tekin af plani og varan­leg tenging sett aftur á. Það sé ekki úti­lokað að þrýstingur hafi aukist við það.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar í Háa­leiti dauð­þreyttir á vand­ræðum með kalda vatnið

Íbúi í Háaleitishverfi í Reykjavík sem hefur átt í vandræðum með þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna í hverfinu í byrjun ágúst er ósáttur við skort á upplýsingum frá Veitum vegna málsins. Þó nokkrar skýringar hafi verið gefnar á vandræðunum. Veitur segja þrýsting á köldu vatni í lagi.

Innlent
Fréttamynd

Lækum ekki bruna­út­sölu á „læk“

Salan á verksmiðju Icelandic Water Hold­ings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi.

Skoðun
Fréttamynd

Telja vatnið á Akra­nesi öruggt þrátt fyrir ó­bragð

Engar skaðlegar örverur fundust í sýnum sem voru tekin úr drykkjarvatni á Akranesi í gær eftir að íbúar kvörtuðu undan óbragði af því. Forstöðumaður hjá Veitum segir leit standa yfir að orsökum óbragðsins í lóni í nágrenni bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta tryggir okkur skíðafæri“

Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni.

Innlent