Sjúkratryggingar

Fær brjóstaminnkun ekki niðurgreidda vegna samningsdeilna lækna við SÍ
Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur þarf að greiða tæpa milljón fyrir brjóstaminnkunaraðgerð vegna samningsdeilna milli Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Ekki fæst niðurgreiðsla fyrir aðgerðina meðan samningsdeilur standa yfir.

Rétta hlut tannskakkra með þreföldum styrk
Styrkur til tannréttinga hefur tæplega þrefaldast með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar. Styrkur til meðferðar í báðum gómum hækkar úr 150 þúsund í 430 þúsund. Styrkur til meðferðar í einum gómi hækkar úr 100 þúsund krónum í 290 þúsund krónur.

Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd
Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi.

Máttu ekki synja barni um hjálpartæki
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar.

Synjun Sjúkratrygginga í ósamræmi við lög: „Þetta snýst greinilega ekki um peninga“
Umboðsmaður Alþingis gaf frá sér álit í vikunni þar sem fram kom að synjun úrskurðarnefndar velferðarmála um styrk til kaupa á hjálpartæki handa stúlku með sjaldgæfa taugasjúkdóminn AHC hafi ekki verið lögmæt. Faðir stúlkunnar vonast til þess að barátta hans við Sjúkratryggingar og úrskurðarnefnd velferðarmála komi til með að ryðja veginn fyrir börn í sömu stöðu og dóttir hans.

Ríkið eykur kostnaðarþátttöku vegna tannréttinga
Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum.

Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu
Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi.

„Ákaflega löngum vetri í íslenskri heilbrigðissögu“ nú lokið
Kostnaður sjúklinga við heimsóknir til sérfræðilækna mun í mörgum tilvikum lækka verulega eftir að loksins tókst að koma á samningum milli þeirra og ríkisins í dag. Gert er ráð fyrir því að samningurinn spari sjúklinga milljarða á ári.

Fimm ára samningur við sérgreinalækna í höfn
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti nýjan fimm ára samning sérgreinalækna við Sjúkratrygginar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samningurinn var undirritaður í dag.

Notuðu ryksugu og gömul verkfæri frá foreldrunum þegar þeir byrjuðu
„Við Örn stofnuðum Stoð með 500 þúsund krónum í hlutafé og síðan lögðu fjölskyldurnar bara í púkk. Þetta var bara eins og það var þá. Við vorum til dæmis með gamla ryksugu frá tengdaforeldrum Arnars sem við notuðum sem sogkerfi og síðan vorum við með gömul verkfæri frá pabba,“ segir Sveinn Finnbogason þegar hann rifjar upp upphaf fyrirtækisins Stoð sem hann og Örn Ólafsson stofnuðu haustið 1982.

Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tannlækninga 7,1 milljarður
Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tannviðgerða og tannréttinga nam 7,1 milljarði króna í fyrra. Þar af voru 450 milljónir vegna tannréttinga. Útgjöldin hafa farið síhækkandi frá 2014, þegar þau voru 2,2 milljarðar króna.

„Þetta þarf að vera faglegt mat“
Heilbrigðisráðherra segir að notkun lyfs við taugahrörnunarsjúkdómnum spinal muscular athrophy (SMA) verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati. Nauðsynlegt sé að tryggja bæði öryggi notkunar lyfsins og að nytsemi hennar sé óyggjandi.

Ráðherraábyrgð fyrir skarðabörn
Börnin okkar, skarðabörn, virðast aldrei ætla að fá það pláss í kerfinu sem þau eiga rétt á.

Lið fyrir lið
Í gær var skrifað undir samninga milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkarinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða á þessu ári.

Semja um sjö hundruð liðaskiptaaðgerðir
Samningar milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd á sjö hundruð liðskiptaaðgerðum á þessu ári. Samningarnir voru síðan staðfestir af heilbrigðisráðherra.

Samvinna fyrir betra heilbrigðiskerfi
Um er að ræða tilboð í allt að 700 aðgerðir sem munu bæta lífskjör einstaklinga til muna. Þessi aðgerð er að frumkvæði Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og hefur það að markmiði að stytta biðlista fyrir liðskiptaaðgerðir.

Blandað kerfi er allra hagur
Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa.

Formaður SÁÁ: „Þetta var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar“
Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókna á starfsháttum SÁÁ og meintum tilhæfulausum reikningum. Formaður SÁÁ segir Sjúkratryggingar Íslands hafa vegið með grófum hætti að trúverðugleika samtakanna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu stofnunarinnar.

Rannsókn á ásökunum SÍ gegn SÁÁ felld niður
Héraðssaksóknari ákvað 2. desember síðastliðinn að hætta rannsókn á starfsháttum SÁÁ en málið varðaði ásakanir Sjúkratrygginga Íslands, meðal annars um fjölda reikninga sem voru sagðir tilhæfulausir.

Heildargreiðsla vegna einkarekinna dvalar- og hjúkrunarheimila 24,8 milljarðar
Áætluð heildargreiðsla árið 2022 vegna reksturs dvalar- og hjúkrunarheimila sem rekin eru af einkaaðilum með samningum við Sjúkratryggingar Íslands er 24,8 milljarðar króna. Þessi þjónusta er ekki veitt án samninga við hið opinbera.

„Þetta slær mig náttúrulega ekki vel“
Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar.

Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið
Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna.

Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar
Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar.

María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga
María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð.

Mikilvægt að ná samningum sem fyrst
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna.

Hvað er að gerast hjá SÁÁ?
Það styttist í aðalfund SÁÁ. Af því tilefni langar mig til að varpa ljósi á það sem er í gangi hjá samtökunum og í meðferðarstarfinu, enda kemur starfsemi SÁÁ öllum landsmönnum við.

Er SÁÁ á rangri leið?
SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi.

„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“
Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar.

Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna
Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu.

Starfsfólk SÁÁ telur illa að sér vegið
Starfsfólk SÁÁ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það telur með málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna sem og allri starfsemi SÁÁ.