Tugprósenta munur á tannlæknaþjónustu og gjaldskrár ekki alltaf sýnilegar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. apríl 2023 07:01 Verðmunurinn er mestur þegar kemur að rótarfyllingum. Vilhelm Gunnarsson Tugprósenta munur er á verði tannlæknaþjónustu og ekki eru allar gjaldskrár aðgengilegar á netinu. Þetta kemur fram í óformlegri verðkönnun Vísis hjá tuttugu tannlæknastofum. Kannað var verð á fjórum algengum gjaldaliðum. Það er almennri skoðun, röntgenmynd, rótarfyllingu og tanntöku. Hægt var að finna verðskrá hjá sautján tannlæknastofum af tuttugu á netinu, þó aðeins að hluta til hjá tveimur þeirra. Hafa ber í huga að tannlæknastofur eru mun fleiri á landinu. 76,7 prósenta munur á röntgenmynd Verðmunur á dýrustu og ódýrustu skoðuninni hjá tannlækni er 45,8 prósent. Sú ódýrasta er á 5.400 til 5.600 krónur hjá Brostu í Hamraborg í sú dýrasta á 7.925 krónur hjá Tannlæknaþjónustunni Háaleitisbraut, Selfossi og Hellu. Hafa ber þó í huga að samkvæmt verðskrá bjóða tvær stofur, Tannsetrið og Tannbjörg í Hlíðarsmára, bjóða upp á skoðun með hreinsun og mynd og er verðið þá um og yfir 25 þúsund krónum. Ekki kemur fram hvað einstaka liðir kosta. Verðmunurinn er enn meiri þegar kemur að stakri röntgenmynd, það er 76,7 prósent á milli þess dýrasta og ódýrasta. Aftur er það Brostu í Hamraborg sem bjóða upp á ódýrustu myndina, á bilinu 3.000 til 3.200 krónur. Sú dýrasta fannst hjá Krýnu í Fellsmúla, eða 5.300 krónur. Mikill verðmunur á rótarfyllingu Rótarfylling er aðgerð sem margir kvíða að fara í. Það er þegar taug og sýktur vefur er fjarlægður innan úr tönn, plasti pakkað í ganginn og tönninni lokað með plastfyllingu. Ekki minni kvíði fylgir því að borga fyrir aðgerðina. Fólki kviður ekki aðeins fyrir sársaukanum í rótarfyllingu heldur líka reikningnum.Vilhelm Gunnarsson Hjá Tannlæknastofunni Turninum á Smáratorgi kostar slík aðgerð 101.300 krónur fyrir þrjá ganga, eins og það er kallað. Ódýrasta stofan með rótarfyllingu er BR Tannlækningar í Kaupangi á Akureyri. Þar kostar aðgerðin aðeins 34.290 krónur. Er munurinn nærri þrefaldur. Algengt verð er hins vegar í kringum 40 þúsund krónur. Þegar kemur að venjulegri tanntöku er verðmunurinn mun minni. Sú ódýrasta er hjá Brostu í Hamraborg, það er á bilinu 20.600 til 22.200 krónur. Sú dýrasta 29.900 krónur hjá Tannsetrinu í Hlíðasmára og Heilum tönnum í Faxafeni. Hjá Tannlæknavaktinni í Skipholti kostar tanntaka hins vegar á bilinu 20.000 til 39.500 krónur, en hafa ber í huga að á þeirri stofu er 35.000 króna álag um kvöld og helgar fyrir neyðarþjónustu. Fjaðrafok út af verðkönnun Nokkuð langt er síðan gerð var heildarúttekt á verði á tannlæknastofum. Neytendasamtökin gerðu verðkönnun árið 2007 sem ollu nokkru fjaðrafoki, en það var fyrsta og eina könnun samtakanna á þessari þjónustu. Allir tannlæknar landsins, 224 að tölu, voru þá beðnir um að fylla út verð fyrir 13 aðgerðarliði og tilkynnt að birtur yrði listi yfir þá tannlækna sem ekki svöruðu erindinu. Tóku sumir tannlæknar þessu óstinnt upp og töldu að um hótun væri að ræða. Greindi ein tannlæknastofan frá því að Tannlæknafélag Íslands hefði mælst til þess að ekki yrði tekið þátt í könnuninni. Kaus fjöldi tannlækna því að svara ekki könnuninni. Í könnuninni kom fram að allt að margfaldur verðmunur væri á þjónustu tannlækna. Ódýrasta tanntakan kostaði þá 3.276 krónur en sú dýrasta 15.800. Frumvarp um sýnileika gjaldskrár svæft Verð á tannlæknastofum rataði einnig inn í umræðu stjórnmálanna á þessum tíma. Þann 17. mars árið 2008 hvatti þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, neytendum að gera verðsamanburð hjá tannlæknum áður en þeir pöntuðu tíma. Vitnaði hann í verðkönnun Neytendasamtakanna í því samhengi eftir að fyrirspurn kom frá Árna Johnsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. „Það er því ljóst að það er neytendum í hag að gera verðsamanburð á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur hvatti fólk til að gera verðsamanburð hjá tannlæknum.Vilhelm Gunnarsson Tveimur árum áður lagði Jón Gunnarsson og tólf aðrir þingmenn úr flestum stjórnmálaflokkum fram frumvarp um að tannlæknum yrði skylt að auglýsa gjaldskrá sína árlega. Einnig allar breytingar á gjaldskrá, jafnóðum og þær væru gerðar. Ekki var talað um netið en samkvæmt frumvarpinu hefði tannlæknum verið skylt að hafa gjaldskrána sýnilega sjúklingum á biðstofunni. Frumvarpið varð hins vegar ekki að lögum. Tannréttingar barna enn ekki gjaldfrjálsar Gjaldskrá tannlækna er frjáls en Sjúkratryggingar Íslands gefa út viðmiðunargjaldskrá fyrir tryggða sjúklinga. Það er börn, lífeyrisþega, aldraða og öryrkja. Hefur það verið gagnrýnt á undanförnum árum að sú gjaldskrá sé undir raunvirði þjónustunnar. Til dæmis greiðir hið opinbera 69 prósent af almennum tannviðgerðum lífeyrisþega. En það miðar við gjaldskrá SÍ en ekki gjaldskrá viðkomandi tannlæknastofu. Börn greiða ekkert nema 2.500 króna gjald að hámarki á hverju ári. Tannréttingar barna eru hins vegar ekki tryggðar nema að litlu leyti. Hefur það verið gagnrýnt og í nokkur skipti hafa verið lögð frumvörp um að gera tannréttingar barna gjaldfrjálsar eins og almennar tannlækningar voru gerðar fyrir rétt rúmum 10 árum síðan. Neytendur Heilbrigðismál Tannheilsa Tengdar fréttir Mikill verðmunur milli tannlækna Allt að þrefaldur verðmunur er á þjónustu tannlækna samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Fjöldi tannlækna neitaði að senda samtökunum upplýsingar um verðskrá. 6. nóvember 2007 10:13 Mest lesið Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Kannað var verð á fjórum algengum gjaldaliðum. Það er almennri skoðun, röntgenmynd, rótarfyllingu og tanntöku. Hægt var að finna verðskrá hjá sautján tannlæknastofum af tuttugu á netinu, þó aðeins að hluta til hjá tveimur þeirra. Hafa ber í huga að tannlæknastofur eru mun fleiri á landinu. 76,7 prósenta munur á röntgenmynd Verðmunur á dýrustu og ódýrustu skoðuninni hjá tannlækni er 45,8 prósent. Sú ódýrasta er á 5.400 til 5.600 krónur hjá Brostu í Hamraborg í sú dýrasta á 7.925 krónur hjá Tannlæknaþjónustunni Háaleitisbraut, Selfossi og Hellu. Hafa ber þó í huga að samkvæmt verðskrá bjóða tvær stofur, Tannsetrið og Tannbjörg í Hlíðarsmára, bjóða upp á skoðun með hreinsun og mynd og er verðið þá um og yfir 25 þúsund krónum. Ekki kemur fram hvað einstaka liðir kosta. Verðmunurinn er enn meiri þegar kemur að stakri röntgenmynd, það er 76,7 prósent á milli þess dýrasta og ódýrasta. Aftur er það Brostu í Hamraborg sem bjóða upp á ódýrustu myndina, á bilinu 3.000 til 3.200 krónur. Sú dýrasta fannst hjá Krýnu í Fellsmúla, eða 5.300 krónur. Mikill verðmunur á rótarfyllingu Rótarfylling er aðgerð sem margir kvíða að fara í. Það er þegar taug og sýktur vefur er fjarlægður innan úr tönn, plasti pakkað í ganginn og tönninni lokað með plastfyllingu. Ekki minni kvíði fylgir því að borga fyrir aðgerðina. Fólki kviður ekki aðeins fyrir sársaukanum í rótarfyllingu heldur líka reikningnum.Vilhelm Gunnarsson Hjá Tannlæknastofunni Turninum á Smáratorgi kostar slík aðgerð 101.300 krónur fyrir þrjá ganga, eins og það er kallað. Ódýrasta stofan með rótarfyllingu er BR Tannlækningar í Kaupangi á Akureyri. Þar kostar aðgerðin aðeins 34.290 krónur. Er munurinn nærri þrefaldur. Algengt verð er hins vegar í kringum 40 þúsund krónur. Þegar kemur að venjulegri tanntöku er verðmunurinn mun minni. Sú ódýrasta er hjá Brostu í Hamraborg, það er á bilinu 20.600 til 22.200 krónur. Sú dýrasta 29.900 krónur hjá Tannsetrinu í Hlíðasmára og Heilum tönnum í Faxafeni. Hjá Tannlæknavaktinni í Skipholti kostar tanntaka hins vegar á bilinu 20.000 til 39.500 krónur, en hafa ber í huga að á þeirri stofu er 35.000 króna álag um kvöld og helgar fyrir neyðarþjónustu. Fjaðrafok út af verðkönnun Nokkuð langt er síðan gerð var heildarúttekt á verði á tannlæknastofum. Neytendasamtökin gerðu verðkönnun árið 2007 sem ollu nokkru fjaðrafoki, en það var fyrsta og eina könnun samtakanna á þessari þjónustu. Allir tannlæknar landsins, 224 að tölu, voru þá beðnir um að fylla út verð fyrir 13 aðgerðarliði og tilkynnt að birtur yrði listi yfir þá tannlækna sem ekki svöruðu erindinu. Tóku sumir tannlæknar þessu óstinnt upp og töldu að um hótun væri að ræða. Greindi ein tannlæknastofan frá því að Tannlæknafélag Íslands hefði mælst til þess að ekki yrði tekið þátt í könnuninni. Kaus fjöldi tannlækna því að svara ekki könnuninni. Í könnuninni kom fram að allt að margfaldur verðmunur væri á þjónustu tannlækna. Ódýrasta tanntakan kostaði þá 3.276 krónur en sú dýrasta 15.800. Frumvarp um sýnileika gjaldskrár svæft Verð á tannlæknastofum rataði einnig inn í umræðu stjórnmálanna á þessum tíma. Þann 17. mars árið 2008 hvatti þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, neytendum að gera verðsamanburð hjá tannlæknum áður en þeir pöntuðu tíma. Vitnaði hann í verðkönnun Neytendasamtakanna í því samhengi eftir að fyrirspurn kom frá Árna Johnsen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. „Það er því ljóst að það er neytendum í hag að gera verðsamanburð á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur hvatti fólk til að gera verðsamanburð hjá tannlæknum.Vilhelm Gunnarsson Tveimur árum áður lagði Jón Gunnarsson og tólf aðrir þingmenn úr flestum stjórnmálaflokkum fram frumvarp um að tannlæknum yrði skylt að auglýsa gjaldskrá sína árlega. Einnig allar breytingar á gjaldskrá, jafnóðum og þær væru gerðar. Ekki var talað um netið en samkvæmt frumvarpinu hefði tannlæknum verið skylt að hafa gjaldskrána sýnilega sjúklingum á biðstofunni. Frumvarpið varð hins vegar ekki að lögum. Tannréttingar barna enn ekki gjaldfrjálsar Gjaldskrá tannlækna er frjáls en Sjúkratryggingar Íslands gefa út viðmiðunargjaldskrá fyrir tryggða sjúklinga. Það er börn, lífeyrisþega, aldraða og öryrkja. Hefur það verið gagnrýnt á undanförnum árum að sú gjaldskrá sé undir raunvirði þjónustunnar. Til dæmis greiðir hið opinbera 69 prósent af almennum tannviðgerðum lífeyrisþega. En það miðar við gjaldskrá SÍ en ekki gjaldskrá viðkomandi tannlæknastofu. Börn greiða ekkert nema 2.500 króna gjald að hámarki á hverju ári. Tannréttingar barna eru hins vegar ekki tryggðar nema að litlu leyti. Hefur það verið gagnrýnt og í nokkur skipti hafa verið lögð frumvörp um að gera tannréttingar barna gjaldfrjálsar eins og almennar tannlækningar voru gerðar fyrir rétt rúmum 10 árum síðan.
Neytendur Heilbrigðismál Tannheilsa Tengdar fréttir Mikill verðmunur milli tannlækna Allt að þrefaldur verðmunur er á þjónustu tannlækna samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Fjöldi tannlækna neitaði að senda samtökunum upplýsingar um verðskrá. 6. nóvember 2007 10:13 Mest lesið Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Mikill verðmunur milli tannlækna Allt að þrefaldur verðmunur er á þjónustu tannlækna samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Fjöldi tannlækna neitaði að senda samtökunum upplýsingar um verðskrá. 6. nóvember 2007 10:13