Fréttamynd

Að gefnu tilefni

Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023).

Skoðun
Fréttamynd

Sið­mennt fær 68 milljónir í sóknar­gjöld á næsta ári

Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina.

Innlent
Fréttamynd

Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð

Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót

Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg.

Neytendur
Fréttamynd

Blöskrar brjálað bruðl Bjarna í báknið

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Eyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og fyrrverandi félögum sínum tóninn og sakar þá um gegndarlausan austur úr sameiginlegum sjóðum í opinberan rekstur. Eða báknið eins og það er stundum kallað með vísun í gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Báknið burt!

Innlent
Fréttamynd

Sýndu mér fjárlögin

Í dag voru fjárlög fyrir árið 2023 samþykkt á Alþingi. Í kjölfar þeirrar afgreiðslu minnist ég þess sem formaður Samfylkingarinnar sagði fyrr í þessum mánuði: „Sýndu mér bara fjárlögin þín og ég skal segja þér hvað skiptir þig máli.“

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er bara mjög óheppilegt“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. 

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við meint hundrað milljóna lof­orð að­stoðar­manns

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla

Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“

Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. 

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.