Mál Vítalíu Lazarevu

Fréttamynd

Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Boltinn er hjá ís­­lenskum dóm­­stólum

Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um kynferðisofbeldi í þjóðfélaginu í dag, sérstaklega fyrir okkur sem höfum verið í aktívisma í áratug (og sum lengur). Allt frá fyrstu #metoo herferðunum hafa hlutirnir gerst æ hraðar.

Skoðun
Fréttamynd

Kanna orðspor umsækjenda í stjórnendastörf

Í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva fyrr í mánuðinum um að þjóðþekktir menn í atvinnulífinu hafi brotið á henni kynferðislega, hafa margir velt fyrir sér hvort það hafi í raun eitthvað breyst, frá því að #metoo bylgjan fór af stað haustið 2017.

Atvinnulíf
Fréttamynd

For­maður FKA neitar að stíga frá borði

Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 

Innlent
Fréttamynd

„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“

Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot

Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði.

Innlent
Fréttamynd

Segir lækið sýna sam­kennd en enga af­stöðu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýndi em­bættis­mann fyrir um­deilt læk og er nú sjálf gagn­rýnd fyrir það sama

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

Telur vendingar dagsins merki um að þol­endum virðist trúað

Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum.

Innlent
Fréttamynd

Logi Bergmann í leyfi frá K100

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi

Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 

Innlent