Mál Vítalíu Lazarevu

Líkir myndbirtingu Sigurðar G við áður séða þöggunartilburði
Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson tekur fyrir að hafa birt mynd af Vítalíu Lazarevu hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Talskona Stígamóta segir myndbirtinguna líkjast þöggunartilburðum.

Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu
Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi.

Hægt að skoða enn betur hæfi og samsetningu stjórna
Síðbúin viðbrögð stjórna þeirra fyrirtækja sem meintir gerendur Vítalíu Lazareva hafa vakið upp spurningar.

Boltinn er hjá íslenskum dómstólum
Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um kynferðisofbeldi í þjóðfélaginu í dag, sérstaklega fyrir okkur sem höfum verið í aktívisma í áratug (og sum lengur). Allt frá fyrstu #metoo herferðunum hafa hlutirnir gerst æ hraðar.

Hefðum jafnvel brugðist fyrr við með yngra fólk í stjórnum
Sein viðbrögð við máli Vítalíu Lazareva hafa vakið upp spurningar. Og nú spyr fólk: Sætu þessir menn enn í sínum sætum ef málið hefði ekki komist í kastljós fjölmiðla?

Samtalið um óviðeigandi hegðun þarf líka að fara fram í stjórnarherberginu
Eru verklagsreglur gegn kynferðisofbeldi of máttlitlar ef gerendur teljast valdamiklir menn?

Kanna orðspor umsækjenda í stjórnendastörf
Í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva fyrr í mánuðinum um að þjóðþekktir menn í atvinnulífinu hafi brotið á henni kynferðislega, hafa margir velt fyrir sér hvort það hafi í raun eitthvað breyst, frá því að #metoo bylgjan fór af stað haustið 2017.

Allir sem kjósa að þegja eru partur af vandamálinu
Sú hegðun sem sjá má í norsku Exitþáttunum viðgengst líka á Íslandi. Ætla má að valdamiklir gerendur séu fleiri en þeir sem eru meintir gerendur í máli Vítalíu Lazareva.

Formaður FKA neitar að stíga frá borði
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot.

Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur?
Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu.

Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu
Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu.

„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“
Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag.

Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot
Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði.

Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot
Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður.

Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar
Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið.

Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi
Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi.

Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar
Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot.

Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi
Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan.

Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær.

Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins
Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot.

Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi
Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim.

Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook.

Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni.

Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar
Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra.

Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks
Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í.

Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað
Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum.

Logi Bergmann í leyfi frá K100
Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis.

Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana
Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það.

Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi
Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann.

Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana
Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja.