Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

„Reynslunni ríkari í dag“

Gísli Þorgeir Kristjánsson á góðar minningar úr Ólympíuhöllinni í München en hann sneri aftur þangað í dag, á æfingu vegna fyrsta leiks á EM í handbolta sem er við Serbíu á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli ekki með á æfingu

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur.

Handbolti
Fréttamynd

„Stór­mót í hand­bolta er svona 60 prósent þjáning“

Á morgun mun Vísir birta fyrsta hlutann af nýjum þáttum landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar sem hann kallar „Ekki bara leikur“. Í þáttunum hleypir Björgvin Páll almenningi nær sér en áður og útskýrir á einlægan hátt hvernig það er að taka þátt á stórmóti í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Fjalla um reiða strákinn Björg­vin sem varð að fyrir­mynd

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er í forsíðuviðtali á vef handknattleikssambands Evrópu, í aðdraganda Evrópumótsins sem hefst á morgun, þar sem hann ræðir um leið sína frá því að vera „reitt barn“ að því að verða fyrirmynd sem gæti hjálpað öðrum.

Handbolti
Fréttamynd

4 dagar í EM: Fjórða besta Evrópu­mót strákanna okkar

Evrópumótinu í handbolta árið 2022 verður alltaf minnst fyrir áhrifa kórónuveirunnar og alla þá leikmenn íslenska landsliðsins sem enduðu í sóttkví. Frammistaðan var því ótrúleg miðað við allt mótlætið sem liðið þurfti að berjast í gegnum þessar vikur sem mótið stóð yfir.

Handbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Þetta ein­staka eina prósent

Með allar líkur sér í óhag og eftir að hafa fengið mótlætisstorm í fangið vann Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt magnaðasta íþróttaafrek Íslandssögunnar. Þess vegna er hann verðskuldaður Íþróttamaður ársins 2023.

Handbolti