Friðrik Jónsson

Gleðin, samstaðan og jafnréttið
Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti.

Þegar Ísland ákvað stækkun NATO
Í lok maí síðastliðinn voru 25 ár síðan að haldinn var utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Sintra, Portúgal, þar sem fram fór fyrsta umræða ráðherra bandalagsins um hvaða fyrrum austantjaldsríki myndu fá boð um aðild.

Opinbert óréttlæti
Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna.

Ráða íslensk sveitarfélög við verkefnið?
Mánaðarleg meðalheildarlaun fullvinnandi sérfræðinga hjá sveitarfélögum árið 2020 voru þriðjungi lægri en á almennum markaði og fjórðungi lægri en hjá ríkinu! Það er síðan sérstakt áhyggjuefni að ein skýrasta birtingarmynd kynjaðs vinnumarkaðar skuli endurspeglast í kerfisbundnu vanmati á virði kvenna með háskólamenntun hjá sveitarfélögum. Hvernig snúum við af þessari braut?

Sókn er besta vörnin
Síðastliðið ár er búið að vera sérkennilegt. Nú þegar glittir í hugsanleg lok heimsfaraldurs – sem þó mun lifa með okkur með einum eða öðrum hætti næstu árin – þarf að huga vel að næstu skrefum í stjórn efnahagsmála og hvernig aðgerðir – eða skortur á þeim – hafa áhrif á lífskjör, atvinnustig, réttindi og réttlæti.