Varnarstefna fyrir Ísland? Friðrik Jónsson skrifar 4. janúar 2023 17:01 Nú þegar rúmir 10 mánuðir eru liðnir frá upphafi endurárásar Rússlands í Úkraínu hefur ekki mikið frést af fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda varðandi varnir landsins í breyttu öryggisumhverfi. Nýsamþykkt fjárlög fyrir 2023 bera þó með sér mikil tíðindi, en bein útgöld til fjárheimildar liðarins „Samstarf um öryggis- og varnarmál“ var aukinn um tæp 50% milli ára, eða úr þremur milljörðum í tæplega fjóra og hálfan milljarð. Auk þessa skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til róttækra aðgerða á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í lok júní síðastliðinn, bæði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna og með samþykki á nýrri grunnstefnu bandalagsins. Til viðbótar er Ísland hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna á sviði varnar- og öryggismála sem boðað var með sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherranna fimm í ágúst síðastliðnum. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif og afleiðingar á framkvæmd og fyrirkomulag jafn mikilvægs málaflokks hér á landi. Í breyttum heimi þar sem ábyrgð stjórnvalda hvað varðar hefðbundnar varnir hafa á ný orðið forgangsverkefni, er eðlilegt að velta fyrir sér hvort stjórnsýsluleg og fjárhagsleg ábyrgð og stefnumörkun séu nógu skýr. Staðreyndin er sú að varnir landsins hvíla nær alfarið á alþjóðlegu samstarfi og því að herlaust land tryggir ekki varnir sínar án öflugs og trausts samstarfs við bandalagsþjóðir. Í umræðu undanfarinna vikna tengt aðlögun á þjóðaröryggistefnu Íslands frá 2016 hefur komið fram gagnrýni að hún taki þrátt fyrir breytingar ekki nægjanlegt tillit til breyttrar stöðu. Að eiginlegum vörnum landsins sé ekki gerð fullnægjandi skil. Baldur Þórhallsson, prófessor, hefur í því samhengi varað við því að Íslands megi ekki vera veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Atlantshafsbandalagsins. Grunnvandinn er kannski sá að eiginleg varnarstefna fyrir Ísland hefur aldrei verið formfest umfram það sem segir í þjóðaröryggisstefnunni „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands...“ og „Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands ...“. Hér má úr bæta og tímabært að unnin verði sérstök varnarstefna fyrir Ísland byggð á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnunni og í ljósi breyttra aðstæðna. Varnarstefna sem leggi grunn að og skýri markmið, stjórnsýslulegt fyrirkomulag, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varna Íslands. Sú stefna verði hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti. Þetta mætti tilgreina í uppfærðri þjóðaröryggisstefnu og jafnframt fela utanríkisráðuneytinu að vinna slíka stefnu. Taka mætti mið af varnarstefnum helstu nágrannaríkja og grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Friðrik Jónsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar rúmir 10 mánuðir eru liðnir frá upphafi endurárásar Rússlands í Úkraínu hefur ekki mikið frést af fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda varðandi varnir landsins í breyttu öryggisumhverfi. Nýsamþykkt fjárlög fyrir 2023 bera þó með sér mikil tíðindi, en bein útgöld til fjárheimildar liðarins „Samstarf um öryggis- og varnarmál“ var aukinn um tæp 50% milli ára, eða úr þremur milljörðum í tæplega fjóra og hálfan milljarð. Auk þessa skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til róttækra aðgerða á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í lok júní síðastliðinn, bæði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna og með samþykki á nýrri grunnstefnu bandalagsins. Til viðbótar er Ísland hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna á sviði varnar- og öryggismála sem boðað var með sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherranna fimm í ágúst síðastliðnum. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif og afleiðingar á framkvæmd og fyrirkomulag jafn mikilvægs málaflokks hér á landi. Í breyttum heimi þar sem ábyrgð stjórnvalda hvað varðar hefðbundnar varnir hafa á ný orðið forgangsverkefni, er eðlilegt að velta fyrir sér hvort stjórnsýsluleg og fjárhagsleg ábyrgð og stefnumörkun séu nógu skýr. Staðreyndin er sú að varnir landsins hvíla nær alfarið á alþjóðlegu samstarfi og því að herlaust land tryggir ekki varnir sínar án öflugs og trausts samstarfs við bandalagsþjóðir. Í umræðu undanfarinna vikna tengt aðlögun á þjóðaröryggistefnu Íslands frá 2016 hefur komið fram gagnrýni að hún taki þrátt fyrir breytingar ekki nægjanlegt tillit til breyttrar stöðu. Að eiginlegum vörnum landsins sé ekki gerð fullnægjandi skil. Baldur Þórhallsson, prófessor, hefur í því samhengi varað við því að Íslands megi ekki vera veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Atlantshafsbandalagsins. Grunnvandinn er kannski sá að eiginleg varnarstefna fyrir Ísland hefur aldrei verið formfest umfram það sem segir í þjóðaröryggisstefnunni „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands...“ og „Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands ...“. Hér má úr bæta og tímabært að unnin verði sérstök varnarstefna fyrir Ísland byggð á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnunni og í ljósi breyttra aðstæðna. Varnarstefna sem leggi grunn að og skýri markmið, stjórnsýslulegt fyrirkomulag, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varna Íslands. Sú stefna verði hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti. Þetta mætti tilgreina í uppfærðri þjóðaröryggisstefnu og jafnframt fela utanríkisráðuneytinu að vinna slíka stefnu. Taka mætti mið af varnarstefnum helstu nágrannaríkja og grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar