Handbolti

Fréttamynd

„Mér fannst við eiga inni“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér framan af í síðari hálfleik, en Frakkarnir sigldu fram úr á lokakaflanum.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: PAUC - Valur 32-29 | Stöngin út hjá Val í Frakklandi

Eftir frábæra frammistöðu lengst af varð Valur að játa sig sigraðan gegn PAUC, 32-29, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var annað tap Valsmanna í Evrópudeildinni í röð en þriðji sigur Frakkanna í röð. Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með PAUC í kvöld vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

„Að fá alvöru lið heim til Íslands er að gera ótrúlega mikið“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er þessa stundina staddur á leik PAUC og Vals úti í Frakklandi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Hann segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að sjá Valsmenn máta sig við nokkur af stærri liðum Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“

„Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Blaðran er ekkert sprungin“

Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, segir ákveðna leikmenn úr liðum andstæðinganna njóta sín of vel þegar þeir mæti í Grafarholtið. Í kvöld hafi það verið Tandri Már Konráðsson.

Handbolti
Fréttamynd

Stór­kost­legur Ómar Ingi í naumum sigri

Ómar Ingi Magnússon átti hreint út sagt stórkostlegan leik í sigri Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig leik en Ómar Ingi bar af að þessu sinni.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur hafði betur í Íslendingaslag | Daníel og félagar juku forskotið

Ólafur Guðmundsson og félagar hans í Zürich unnu sterkan tveggja marka sigur er liðið tók á móti svissnesku meisturunum í Íslendingaliði Kadetten Schaffhausen í kvöld, 31-29. Þá eru Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten nú með sex stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar eftir sex marka sigur gegn Konstanz, 36-30.

Handbolti
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.