Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. Neytendur 11.11.2025 14:23
Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru. Neytendur 11.11.2025 12:09
„Lafufu“ geti verið hættuleg Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur varað við eftirlíkingum af Labubu tuskudýrum, eða svokölluðum Lafufu. Á dögunum voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal. Neytendur 10.11.2025 15:28
Vegið að heilbrigðri samkeppni Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum. Skoðun 7. nóvember 2025 13:02
„Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin. Neytendur 7. nóvember 2025 08:55
Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendastofa framkvæmdi nýverið skoðun á ástandi verðmerkinga hjá 142 verslunum og þjónustuveitendum í Kringlunni og Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 49 verslunum, þar sem ástandi verðmerkinga var ábótavant. Sjö fyrirtæki hlutu sektir fyrir að gera ekki úrbætur á verðmerkingum. Neytendur 4. nóvember 2025 15:38
Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar. Neytendur 4. nóvember 2025 13:01
Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað. Neytendur 1. nóvember 2025 20:00
Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir Bílastæðasjóð hafa sektað í gær eins og aðra daga. Hafi fólk athugasemdir við sektir sem það fékk í gær geti það sent beiðni um endurupptöku máls á Bílastæðasjóð. Neytendur 29. október 2025 14:02
Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Nýleg kaup konu á uppþvottavél frá Rafha á tíu þúsund krónur reyndust of góð til að vera sönn. Konan krafðist þess að raftækjabúðinni yrði gert að standa við söluna sem byggðist á tæknilegum mistökum í sölukerfinu. Neytendur 29. október 2025 13:05
Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans segir að breytt lánaframboð bankans hefði ekki haft áhrif á lánsmöguleika yfir 90 prósent þeirra fyrstu kaupenda sem hafa tekið íbúðalán hjá bankanum á þessu ári. Viðskipti innlent 27. október 2025 15:13
Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Við í Landsbankanum kynntum á föstudaginn breytingar á framboði bankans á íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka. Skoðun 27. október 2025 15:00
Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Neytendasamtökin sendu inn ábendingu til samkeppnisyfirvalda vegna fyrirtækjanna Terra og Kubbs eftir að grunur vaknaði um að fyrirtækin væru að skipta á milli sín mörkuðum. Formaður samtakanna lítur málið grafalvarlegum augum. Viðskipti innlent 27. október 2025 12:01
Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. Neytendur 24. október 2025 12:02
Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Neytendur 22. október 2025 23:02
Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald TM mun endurgreiða viðskiptavinum sínum einn mánuð í iðgjald sjúkdómatrygginga fari þeir í brjóstaskimun. Um er að ræða nýtt átak sem unnið er í samstarfi við Krabbameinsfélagið í þeim tilgangi að hvetja konur til að fara í skimun. 61 prósent kvenna á Íslandi mætti í brjóstaskimun í fyrra. Neytendur 22. október 2025 20:28
Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Sláturfélag Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vínarpylsur með lotu 05-273 vegna aðskotahlutar sem fannst í vöru. Neytendur 20. október 2025 17:38
Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Arion banki hefur gert hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka þar sem skilmálar óverðtryggðs láns voru að hluta dæmdir ólögmætir. Viðskipti innlent 20. október 2025 15:12
Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Stjörnugrís hf. innkallar tvær lotur af kjúklingalærum í buffalómarineringu vegna gruns um salmonellusmits. Neytendur 18. október 2025 09:21
Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Nói Síríus fagnar níutíu ára afmæli konfektgerðar sinnar með því að kynna til leiks nýjan hátíðarmola með Malt og Appelsín-fyllingu. Neytendur 17. október 2025 10:22
Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Fasteignaeigendum hefur fjölgað undanfarið hjá umboðsmanni skuldara. Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara segir það mikið áhyggjuefni. Málin séu oft flóknari en hjá þeim sem eigi lítið. Hún segir heildarfjölda ekki hafa fjölgað hjá þeim en umsóknir á árinu eru um 500. Neytendur 16. október 2025 11:26
Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðingar- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar án þess að hækka kostnað vegna tryggingarinnar. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýja trygging hafi það markmið að styðja við foreldra. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni milljón. Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær eins árs aldri. Neytendur 16. október 2025 08:55
Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. Innlent 15. október 2025 20:18
Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Rekstraraðili fríhafnarverslana í Keflavík, Ísland Duty Free, hafa verðlangingu á áfengi í verslunum félagsins í Keflavík til skoðunar í framhaldi af umfjöllun um verðlag. Ábendingunum sé tekið alvarlega og hyggst fyrirtækið skoða sérstaklega verðlagningu þeirra vara sem reynast dýrari í fríhöfninni en í verslunum innanlands. Vísir greindi í morgun frá úttekt Félags atvinnurekenda sem meðal annars leiddi í ljós að áfengi í fríhöfninni í Keflavík sé allt að 81% dýrara en í fríhafnarverslunum á vegum sama fyrirtækis annars staðar í Evrópu. Neytendur 15. október 2025 13:43
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent