
Fuglar

Álftapar með fjóra unga við Hótel Rangá vekur athygli
Álftaparið Hallgerður og Gunnar, sem hefur komið sér fyrir í hólma við Hótel Rangá vekja þar mikla athygli gesta en parið er komið með fjóra unga, sem klökustu út í nótt. Öllum heilsast vel.

Óvæntur gestur sást í fyrsta sinn á Íslandi
Fjöldi fuglaáhugamanna gerði sér ferð á Kópasker á föstudag til að mynda fugl sem hefur hingað til aldrei sést á Íslandi og raunar örsjaldan í Evrópu.

Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum
Hundurinn Rocky og tjaldsunginn Kenny sem búa saman á Patreksfirði eru orðnir mestu mátar. Sambúð þeirra hófst eftir að hundurinn fann yfirgefið egg á göngu með eiganda sínum og eigandinn ákvað að taka eggið með heim.

Slæmt að fá hret á varptíma
Vegir gætu lokast og samgöngur raskast þegar vonskuveður gengur yfir landið í dag og á morgun. Fuglafræðingur segir hretið sem spáð er geta haft veruleg áhrif á fuglalífið þar sem ungar séu nú margir nýskriðnir úr hreiðrum.

Friðun Grafarvogs
Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring.

Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann
Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla.

Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug
Sundlaugargestir Árbæjarlaugar hafa varla tíma þessa dagana til að synda því það er svo mikil spennan og áhugi hjá gestum laugarinnar að fylgjast með hrafnapari, sem hefur komið sér upp laup í tré á sundlaugarsvæðinu.

Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi
Framkvæmdir hafa staðið síðustu vikur og mánuði í stóra hólmanum í Reykjavíkurtjörn. Lag af sandi hefur nú verið komið fyrir eftir vinnu síðustu vikna. Enn á eftir að koma upp grjótkanti til að auðvelda uppgöngu fugla og sömuleiðis jarðvegi á hólmanum.

Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa
Heiðlóu og spóa fækkar ört hér á landi í öllum landshlutum. Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir hljóðheim íslenska sumarsins í hættu. Ýmsar tilgátur séu uppi um hvað valdi en alveg ljóst sé að maðurinn beri þar ábyrgð.

Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog
Sannkallað páskakraftaverk varð á dögunum þegar páfagaukurinn Búbbi fannst heill á húfi eftir að hafa fokið alla leið úr Hlíðarendahverfi og yfir á Kársnes í Kópavogi þar sem hann varð næstum ketti að bráð. Ellefu ára eigandi andar léttar.

Kattahald
Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili.

Fuglaflensugreiningum fækkar
Tilkynningum um dauða fugla og spendýr hefur fækkað mikið undanfarna daga og öll sýni sem rannsökuð hafa verið síðustu tvær vikur hafa verið neikvæð. Í ljósi þessa álítur Matvælastofnun að dregið hafi verulega úr smithættu.

Refur með fuglainflúensu
Fuglainflúensa hefur greinst í refi í Skagafirði. Refurinn var aflífaður í vikunni, en íbúi hafði fundið hann og séð að hann væri augljóslega veikur.

Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust
Páfagaukapar á dvalarheimilinu Grund eignaðist óvænt unga fyrir áramót, heimilisfólki til ómældrar gleði. Sérstakur fuglahirðir Grundar segir dýr ómetanlegan félagsskap á dvalarheimilum.

Minkurinn dó vegna fuglaflensu
Minkurinn sem fannst dauður í Vatnsmýrinni í Reykjavík 17. janúar var með fuglainflúensu. Margar grágæsir hafa fundist dauðar í Reykjavík vegna inflúensunar.

Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri
Matvælastofnun hefur hræ minks sem fannst í Vatnsmýri í Reykjavík til rannsóknar, vegna gruns um fuglaflensusmits.

Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir
Lazio hefur rekið arnatemjarann Juan Bernabe fyrir að birta myndir af typpi sínu á samfélagsmiðlum eftir reðurígræðslu. Bernabe hefur áður verið vikið úr starfi hjá klúbbnum fyrir að fagna með fasistakveðju og hylla Mussolini.

Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku
Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræa af dauðum fugli í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir en þeim gæti farið fjölgandi en sýni hafa verið tekin úr fleiri köttum. Gæludýraeigendur eru hvattir til að sýna aðgát og hafa ketti inni eða í taumi þegar út er farið. Þótt veiran hafi ekki greinst í hundum til þessa eru hundaeigendur hvattir til að gæta að því að hundar þeirra leiti ekki í hræ.

Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi
Dýraþjónusta Reykjavíkurbiður íbúa höfuðborgarsvæðisins sem verða varir við veika eða dauða fugla að meðhöndndla þá ekki heldur hafa samband við þjónustuna tafarlaust. Þá eru íbúar beðnir um að halda heimilisköttum innandyra.

„Ég man ekki eftir álíka faraldri“
Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu.

Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni
Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir.

Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu
Heimilisköttur á Seltjarnarnesi greindist í dag með fuglaflensu. Skæð fuglaflensa H5N5 greindist í fyrsta skipti í ketti sem drapst fyrir jól.

Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu
Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku.

Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu
Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku.

Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5
Kettlingur sem barst tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum til krufningar greindist með skætt afbrigði fuglainflúensu (H5N5). Um er að ræða sama afbrigði og greinst hefur í villtum fuglum hér á landi og á einu alifuglabúi.

Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul
Krummar eru klókir fuglar og í Öræfasveitinni eru tveir hrafnar sem hafa lagt það í vana sinn að fylgja hópum uppá jökul. Þeir græða oftast bita á því.

„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“
„Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“

MAST starfar á neyðarstigi
Matvælastofnun starfar nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag. Allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir.

Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi
Skæð fuglaflensa af gerðinni H5N5 var staðfest í alifuglum í Ölfusi í dag. Undirbúningur fyrir aflífun fuglanna er hafin og á að beita sóttvarnarráðstöfunum til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

„Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“
Andrea Fanney Jónsdóttir textílhönnuður og klæðskerameistari opnaði síðustu helgi listasýninguna För þar sem öll prjónaverkin eru innblásin af fuglalífi borgarinnar. Sýningin er hluti af Prjónavetri í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi og er sú fyrsta í röð stuttra sýninga og viðburða veturinn 2024 til 25, þar sem ljósi er varpað á prjónahönnun og stöðu íslensks prjónaiðnaðar.