Kattahald Jökull Jörgensen skrifar 8. apríl 2025 10:30 Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili. Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn. Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þarf að horfa upp á stríalda heimilsketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn. Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningskil nema sjálfum sér. Ekki eru kettirnir þessir svangir, þeir klifra hinsvegar upp í trén og reyta ungana úr hreiðrunum, drepa þá og skilja svo hræin eftir tvist og bast. Mikið af köttum þessum eru bjöllulausir og ómerktir. Fressin ganga um og lyktarmerkja sín yfirráðasvæði. Væru karlkettir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörf þeirra að tileinka sér svæði með fúllyktandi spreyi úr þartilgerðum kyrtli hverfa. Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið. Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann. Ps. Þetta breytir því hinsvegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir, Og það versta er you coul’nt care less… Höfundur er kúasmali, tónlistamaður og dýravinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kettir Fuglar Dýr Gæludýr Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili. Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn. Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þarf að horfa upp á stríalda heimilsketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn. Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningskil nema sjálfum sér. Ekki eru kettirnir þessir svangir, þeir klifra hinsvegar upp í trén og reyta ungana úr hreiðrunum, drepa þá og skilja svo hræin eftir tvist og bast. Mikið af köttum þessum eru bjöllulausir og ómerktir. Fressin ganga um og lyktarmerkja sín yfirráðasvæði. Væru karlkettir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörf þeirra að tileinka sér svæði með fúllyktandi spreyi úr þartilgerðum kyrtli hverfa. Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið. Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann. Ps. Þetta breytir því hinsvegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir, Og það versta er you coul’nt care less… Höfundur er kúasmali, tónlistamaður og dýravinur.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar