Kristrún Frostadóttir

Fréttamynd

Mætum til leiks: Ákall til landsmanna

Yfirskrift fundarins er ákall til landsmanna — ákall til fólks með jafnaðartaug um land allt sem lítur til okkar í Samfylkingunni og vill sjá og trúir á gerlegar breytingar undir okkar forystu: Mætum til leiks!

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er kjara­pakkinn, Katrín?

Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Gleði­legan full­veldis­dag

Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum.

Skoðun
Fréttamynd

100 þúsund króna högg fyrir há­tíðirnar

Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­stöðu­að­gerðir vegna verð­bólgu og vaxta­hækkana

Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall um sam­stöðu

Fyrsta fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar verður afgreidd á Alþingi í vikunni. Tilgangur slíkrar áætlunar er að útskýra hvernig eigi að fjármagna loforð ríkisstjórnarinnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála.

Skoðun
Fréttamynd

Af­gerandi vís­bendingar um lög­brot

Fjárlaganefnd Alþingis hélt tvo opna fundi í vikunni um Íslandsbankamálið. Fyrri fundurinn var með Bankasýslunni. Seinni fundurinn var með fjármálaráðherra. Það sem fram kom á fundunum er ekki til þess fallið að loka málinu og vekja traust.

Skoðun
Fréttamynd

10 athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra situr í nafni Katrínar Jakobsdóttur við stjórn landsins. Það væri áhugavert að heyra hvað forsætisráðherra finnst um útskýringar hennar nánasta samstarfsmanns í ríkisstjórn á bankasölunni, úthvíldur eftir páskafrí. Ég vitna hér til viðtals við fjármálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Þar var aðeins annað viðmót en heyrst hefur frá forsætisráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Æpandi skortur á pólitískri forystu

„Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“„Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“

Skoðun
Fréttamynd

Traustið á sölu­ferli Ís­lands­banka horfið

„Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“

Skoðun
Fréttamynd

Í hverja var hringt?

Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna.

Skoðun
Fréttamynd

Déjà vu – hafa þau ekkert lært?

Ríkisstjórn leidd af jafnaðarmönnum í Svíþjóð tilkynnti rétt í þessu mótvægisaðgerðir fyrir heimilin í landinu vegna verðhækkana. Fordæmin hrannast nú upp; Bretland, Frakkland, Noregur, Svíþjóð. Úrræði vegna orkuverðshækkana, bensíngreiðslur sem taka mið af búsetu, aukinn afsláttur vegna rafmagnsbíla, húsnæðisstuðningur, tilfærslukerfin nýtt.

Skoðun
Fréttamynd

Tveggja ára stríðs­rekstur

Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs.

Skoðun
Fréttamynd

Listin að reka velferðarríki

Nútímasamfélög sækjast mörg hver eftir stöðu velferðarríkis, samtryggingu íbúanna. En rekstur þeirra fellur ekki að hvaða pólitísku stefnu sem er.

Umræðan
Fréttamynd

Verð­bólga ríkis­stjórnarinnar

Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun.

Skoðun
Fréttamynd

Nú þarf að greikka sporið

Það er gífurlega ánægjulegt að við stöndum eftir allt saman á sterkum grunni. Ríkissjóður hefur þurft að taka minna að láni en áður var talið þurfa til að eiga við náttúruhamfarir.

Umræðan
Fréttamynd

Leiðtogar 21. aldarinnar

Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna.

Skoðun
Fréttamynd

Íbúðamarkaðurinn okkar

Fjármagn stýrir miklu. „Cash is king“ er stundum sagt á enskunni. Ein stærsta yfirsjónin í aðdraganda kreppunnar 2008 á heimsvísu var hve lítið hagfræðilíkön tóku mið af áhrifum fjármálakerfisins á hagkerfið. Nú er talað um fjármálasveiflu, ekki bara hagsveiflu.

Umræðan
Fréttamynd

Hin nýja inn­viða­skuld

Árleg framlög til loftslagsmála þegar best lætur í núgildandi fjármálaáætlun nema 13 milljörðum kr. Þetta er jafnhá upphæð og rennur í beina ríkisstyrki til landbúnaðar á Íslandi. Sem er einmitt grein sem losar umtalsvert af CO2 en ríkisstjórninni dettur ekki í hug að nýta þessa stóru stuðningsgreiðslu til að vinna með loftslagsmarkmiðum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Bak­hjarlar verð­mæta­sköpunar

Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr tónn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að auðugir einstaklingar og fyrirtæki sem högnuðust á kórónakreppunni borgi eins konar „samstöðuskatta“.

Skoðun
Fréttamynd

Með erlendum augum

Aukin áhættufælni einkennir efnahagslífið á Íslandi í dag og kemst fátt að nema umræða um verkföll, loðnubrest og færri flugsæti.

Skoðun
Fréttamynd

Innviðafjármögnun

Stórtækar innviðafjárfestingar munu reyna á þanþol hagkerfisins, rétt eins og stórkostlegt innflæði ferðamanna gerði síðastliðin ár.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.