Samfylkingin leggur til ívilnun til uppbyggingar Kristrún Frostadóttir skrifar 1. júní 2023 16:31 Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Nú er því miður orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki grípa til frekari aðgerða með vaxtabótum né með tímabundinni leigubremsu. Þrátt fyrir að hömluleysið á húsnæðismarkaði sé bæði rótin að verðbólgunni í dag og meginástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði. En við í Samfylkingunni höldum áfram að leggja til lausnir og stappa stálinu í ríkisstjórnina. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum Ég greindi frá því á Alþingi í dag að við í Samfylkingunni ætlum að leggja til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, eins og til dæmis Bjarg (byggingarfélag ASÍ og BSRB) og aðrir uppbyggingaraðilar í almenna íbúðakerfinu, fái áfram ívilnun með 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Svo að húsnæðismarkmið hæstvirtrar ríkisstjórnar færist ekki enn fjær. Við leggjum þessa tillögu fram vegna þess að við erum vongóð um að hún fáist samþykkt. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með öðrum hætti en nú er gert ef við værum í ríkisstjórn. En við getum þó haft áhrif til góðs í stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók vel í hugmyndina og sagði hana vel geta gagnast. En þess má geta að þetta er hugmynd sem stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við upp á síðkastið, þar á meðal Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Við ættum að geta náð saman um þetta fyrir þinglok. Alþýðusamband Íslands hefur bent á veruleg neikvæð áhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins á uppbyggingu almennra íbúða. Bjarg íbúðafélag telur að breytingarnar hækki byggingarkostnað um allt að 15 þúsund krónur á hvern fermetra og að áhrifin komi meðal annars fram í hærra leiguverði. Eins og sakir standa eru yfir þrjú þúsund manns á biðlista hjá Bjargi. Ríkisstjórnin hægir á húsnæðisuppbyggingu Þegar hæstvirt ríkisstjórn hafði stór orð um það í vetur að nú ætti loksins að ráðast í aðgerðir gegn verðbólgunni, þá kom á daginn að þar var mikið gert úr engu. Aðeins ein aðgerð sem var kynnt átti að taka gildi á þessu ári. Það var lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði, úr 60 í 35 prósent, sem á að taka gildi núna um mitt ár. Þetta felur í sér ákveðið aðhald á ríkisfjármálahlið en hægir um leið á uppbyggingu húsnæðis — og vinnur þannig meðal annars gegn markmiðum sömu ríkisstjórnar um uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum. Þau markmið eru raunar víðs fjarri því að nást. Nú sjáum við skýr merki um samdrátt í húsnæðisuppbyggingu í nýjustu hagtölum, enda bætist þetta ofan á hækkun vaxta og hækkun á ýmsum kostnaði. Það er vont að það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um til að taka á verðbólgunni, núna, sé að hægja á húsnæðisuppbyggingu. Því að það bítur auðvitað í skottið á sér þar sem húsnæðismarkaðurinn er bæði rót verðbólgunnar og helsta ástæðan fyrir ólgu á vinnumarkaði. Að sama skapi er dapurlegt að markmið ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði skuli ekki vera fjármögnuð í fjármálaáætlun. En það er önnur saga og því verður varla breytt nema með nýrri ríkisstjórn. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Nú er því miður orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki grípa til frekari aðgerða með vaxtabótum né með tímabundinni leigubremsu. Þrátt fyrir að hömluleysið á húsnæðismarkaði sé bæði rótin að verðbólgunni í dag og meginástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði. En við í Samfylkingunni höldum áfram að leggja til lausnir og stappa stálinu í ríkisstjórnina. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum Ég greindi frá því á Alþingi í dag að við í Samfylkingunni ætlum að leggja til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, eins og til dæmis Bjarg (byggingarfélag ASÍ og BSRB) og aðrir uppbyggingaraðilar í almenna íbúðakerfinu, fái áfram ívilnun með 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Svo að húsnæðismarkmið hæstvirtrar ríkisstjórnar færist ekki enn fjær. Við leggjum þessa tillögu fram vegna þess að við erum vongóð um að hún fáist samþykkt. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með öðrum hætti en nú er gert ef við værum í ríkisstjórn. En við getum þó haft áhrif til góðs í stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók vel í hugmyndina og sagði hana vel geta gagnast. En þess má geta að þetta er hugmynd sem stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við upp á síðkastið, þar á meðal Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Við ættum að geta náð saman um þetta fyrir þinglok. Alþýðusamband Íslands hefur bent á veruleg neikvæð áhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins á uppbyggingu almennra íbúða. Bjarg íbúðafélag telur að breytingarnar hækki byggingarkostnað um allt að 15 þúsund krónur á hvern fermetra og að áhrifin komi meðal annars fram í hærra leiguverði. Eins og sakir standa eru yfir þrjú þúsund manns á biðlista hjá Bjargi. Ríkisstjórnin hægir á húsnæðisuppbyggingu Þegar hæstvirt ríkisstjórn hafði stór orð um það í vetur að nú ætti loksins að ráðast í aðgerðir gegn verðbólgunni, þá kom á daginn að þar var mikið gert úr engu. Aðeins ein aðgerð sem var kynnt átti að taka gildi á þessu ári. Það var lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði, úr 60 í 35 prósent, sem á að taka gildi núna um mitt ár. Þetta felur í sér ákveðið aðhald á ríkisfjármálahlið en hægir um leið á uppbyggingu húsnæðis — og vinnur þannig meðal annars gegn markmiðum sömu ríkisstjórnar um uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum. Þau markmið eru raunar víðs fjarri því að nást. Nú sjáum við skýr merki um samdrátt í húsnæðisuppbyggingu í nýjustu hagtölum, enda bætist þetta ofan á hækkun vaxta og hækkun á ýmsum kostnaði. Það er vont að það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um til að taka á verðbólgunni, núna, sé að hægja á húsnæðisuppbyggingu. Því að það bítur auðvitað í skottið á sér þar sem húsnæðismarkaðurinn er bæði rót verðbólgunnar og helsta ástæðan fyrir ólgu á vinnumarkaði. Að sama skapi er dapurlegt að markmið ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði skuli ekki vera fjármögnuð í fjármálaáætlun. En það er önnur saga og því verður varla breytt nema með nýrri ríkisstjórn. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar