Ítalski boltinn

Fréttamynd

Ekki tilbúinn að fyrirgefa Zidane strax

Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi segist enn ekki vera tilbúinn til að fyrirgefa Zinedine Zidane fyrir að skalla sig í úrslitaleik HM í sumar. Hann segir þó að eflaust muni hann gera það í framtíðinni ef rétt tækifæri gefst.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn fækkar áhorfendum á Ítalíu

Svo virðist sem knattspyrnuáhugamenn á Ítalíu séu að snúa baki við keppni í A deildinni þar í landi ef marka má nýlega könnun blaðsins Gazzetta dello Sport, en sigur Ítala á HM í sumar hefur ekki komið í veg fyrir að áhorfendatölur í deildinni hafa lækkað níunda keppnistímabilið í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano farinn í frí til heimalandsins

Brasilíska framherjanum Adriano hjá Inter Milan hefur verið gefið vikufrí af forráðamönnum félagsins sem hann mun nota til að fara til heimalandsins í læknis- og sálfræðimeðferð. Adriano hefur alls ekki náð sér á strik á síðustu mánuðum og hefur ekki skorað mark síðan í vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Buffon ætlar ekki að fara til Chelsea

Umboðsmaður ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon segir skjólstæðing sinn ekki ætla að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa haldið fram í dag. Umboðsmaðurinn segir Buffon ekki ætla að fara frá félaginu í janúar, enda hefði hann farið strax frá Juve eftir að liðið féll í B-deildina ef hann hefði ætlað sér það á annað borð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ekki að taka við Inter Milan

Fjölmiðlar á Ítalíu hafa gert því skóna undanfarna daga að Sven-Göran Eriksson muni verða næsti þjálfari Inter Milan ef Roberto Mancini nær ekki að koma liðinu á sigurbraut hið snarasta. Eriksson vísar þessu á bug og segist styðja fyrrum aðstoðarmann sinn hjá Lazio heilshugar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ætlar að spila aftur fyrir Rangers

Gennaro Gattuso hjá AC Milan segist ákveðinn í að spila aftur með liði Glasgow Rangers á ný áður en hann leggur skóna á hilluna, en þessi magnaði miðjumaður var aðeins 19 ára gamall þegar Walter Smith keypti hann frá Perugia á sínum tíma og gaf honum tækifæri með Rangers.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter á toppinn

Inter Milan skellti sér á toppinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag með 2-1 sigri á Catania í dag. Það var Dejan Stankovic sem skorað bæði mörk Inter í dag og eru ítölsku meistararnir þar með komnir með 14 stig eftir 6 leiki og hafa 2 stiga forskot á Roma sem tapaði 1-0 úti gegn Reggina.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma á toppinn

Roma skellti sér á toppinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Empoli 1-0 á heimavelli sínum með marki frá Vincenzo Montella. Meistarar Inter þurftu að láta sér lynda 1-1 jafntefli á útivelli gegn Cagliari og AC Milan tapaði sömuleiðis stigum þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Siena.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurganga Juventus heldur áfram

David Trezeguet skoraði tvö mörk annan leikinn í röð fyrir lið Juventus þegar það vann 2-0 sigur á Piacenza í dag og er því aðeins með fjögur stig í mínus í deildinni og er því 15 stigum á eftir efsta liði deildarinnar Brescia, sem gerði jafntefli í dag. Trezeguet skoraði líka tvö mörk um síðustu helgi í 4-0 sigri á Modena, en það var gamla kempan Alessandro Del Piero sem lagði upp bæði mörk Frakkans í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Kominn með HM húðflúr

Varnarmaðurinn umdeildi Marco Materazzi hjá Inter Milan er búinn að fá sér enn eitt húðflúrið og er það minnisvarði um sigur Ítala á HM í sumar. Materazzi komst þar eins og allir vita í heimsfréttirnar með því að verða fyrir reiðum skalla Zinedine Zidane, en ítalski varnarmaðurinn skoraði líka mark Ítala í leiknum dramatíska.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter skaust á toppinn

Ítalíumeistararnir í Inter unnu 4-3 sigur á Chievo í gær í ótrúlegum leik á heimavelli sínum. Með þessum sigri komst Inter á toppinn en það munaði litlu að liðið glopraði niður forskoti sínu eftir að hafa komist í 4-0. Á seinasta stundarfjórðungi leiksins skoraði Chievo þrjú mörk og fékk færi í viðbótartíma til að ná jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus heldur mér nauðugum

Franski framherjinn David Trezeguet heldur því fram við fjölmiðla í heimalandi sínu að forráðamenn Juventus haldi honum nauðugum hjá félaginu eftir að það féll í B-deildina á Ítaliu í kjölfar þátttöku þess í knattspyrnuskandalnum fræga.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli hjá Juve í fyrsta leik

Stjörnum prýtt lið Juventus náði aðeins 1-1 jafntelfi gegn Rimini í fyrsta leik sínum í Serie-B deildinni á Ítalíu í dag. Til að gera jafnteflið enn meira niðurlægjandi var Rimini einum leikmanni færra stóran hluta leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Framlengir við Milan til 2011

Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Pirlo hjá AC Milan hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2011. Gamli samningurinn hans náði til ársins 2008, en greinilegt er að félagið vill ekki missa þennan öfluga miðjumann úr röðum sínum. Þá framlengdi Georgíumaðurinn Kakha Kaladze einnig samning sinn við Milan á dögunum og hefur hann sömuleiðis bundið sig til ársins 2011.

Fótbolti
Fréttamynd

Útskrifaður af spítala

Fyrrum landsliðsmaðurinn Gianluca Pessotto hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Tórínó eftir meinta sjálfsvígstilraun hans í júní. Pessotto starfaði sem framkvæmdastjóri Juventus og slasaðist lífshættulega þegar hann stökk út um glugga í höfuðstöðvum liðsins. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport segir að Pessotto hafi brosað út að eyrum og gert að gamni sínu þegar hann var fluttur heim á leið með sjúkrabifreið í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Pongolle til Spánar

Franski framherjinn Florent Sinama-Pongolle hjá Liverpool er genginn í raðir spænska liðsins Recreativo sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. Pongolle hefur skrifað undir eins árs samning við ítalska liðið, en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool og var hjá Blackburn sem lánsmaður á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus mætir Rimini í fyrsta leik

Í dag var loksins gefin út leikjaniðurröðun í ítalska boltanum, en miklar tafir hafa orðið á því í kjölfar knattspyrnuskandalsins sem tröllriðið hefur Ítalíu í sumar. Stórlið Juventus spilar sinn fyrsta leik í B-deildinni á útivelli 9 september gegn smáliði Rimini sem var í fallbaráttu í deildinni á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Genginn í raðir Atalanta

Ítalski framherjinn Christian Vieri hefur gengið frá samningi við lið Atalanta í A-deildinni. Vieri var síðast á mála hjá Sampdoria, en hefur lítið geta spilað undanfarið vegna hnémeiðsla. Hjá Atalanta fær þessi 33 ára gamli fyrrum dýrasti leikmaður heims nokkuð sérstakan samning, því hann spilar fyrir aðeins 1500 evrur á mánuði og fær svo greitt sérstaklega fyrir spilaða leiki og mörk sem hann skorar.

Fótbolti
Fréttamynd

Real vildi Kaka í skiptum

AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo

Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

FIFA hótar að vísa Ítölum úr undankeppni EM

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hótað að vísa ítalska landsliðinu út úr undankeppni EM 2008 ef forráðamenn Juventus láti ekki af endalausum áfrýjunum sínum á dómnum í knattspyrnuhneykslinu á Ítalíu. Forráðamenn Juventus eru enn að mótmæla því að liðið skuli hafa verið fellt niður um deild og nú er FIFA nóg boðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo á leið til AC Milan?

Forráðamenn spænska félagsins Real Madrid munu í dag hitta kollega sína hjá AC Milan þar sem rætt verður um hugsanleg kaup ítalska félagsins á brasilíska framherjanum Ronaldo. AC Milan tryggði sér í gærkvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar og eru forráðamenn félagsins nú að leitast við að styrkja leikmannahóp sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Boumsong til Juventus

Franski landsliðsmaðurinn Jean Alain Boumsong hefur gengið frá samningi við ítalska liðið Juventus. Newcastle er talið hafa fengið um 3,3 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla miðvörð, sem aldrei náði sér á strik í ensku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Forráðamenn Juventus gefast ekki upp

Forráðamenn ítalska félagsins Juventus hafa ekki gefist upp í viðleitni sinni til að vinna liðinu sæti í A-deildini á ný, en í dag áfrýjuðu þeir niðurstöðu knattspyrnusambandsins um að fella liðið í B-deild til amennra dómstóla eftir að áfrýjun þeirra var vísað frá í gerðadómi hjá Ólympíusambandinu á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Segist vera á leið til Newcastle

Framherjinn Obafemi Martins hjá Inter Milan á Ítalíu segir að samningaviðræður sínar við Newcastle séu að mestu í höfn og á von á að ganga til liðs við enska félagið á næstu dögum. Martins er ósáttur í herbúðum ítalska liðisins síðan það keypti til sín tvo sterka framherja á dögunum og vill ólmur komast til Englands.

Fótbolti
Fréttamynd

Beiðni Juventus vísað frá

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hafði ekki erindi sem erfiði í dag þegar forráðamenn þess áttu lokafund með ítalska knattspyrnusambandinu þar sem þeir reyndu að fá dóm félagsins mildaðan. Juventus þarf því að hefja leik í B-deildinni þar í landi með 17 sig í mínus eins og staðfest var fyrir dómi á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Valdi Juventus fram yfir AC Milan

Gianluigi Buffon, landsliðsmarkvörður heimsmeistara Ítala, hefur ákveðið vera um kyrrt hjá Juventus sem fyrr í sumar var dæmt niður í Seríu B vegna hneykslismálsins þar. Eins og svo margir aðrir leikmenn liðsins var búist við því að hann færi frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítalir reiðir út í Shevchenko

Ítalskir stuðningsmenn AC Milan eru mjög reiðir eftir að hann virtist kyssa treyju Chelsea þegar hann fagnaði marki sínu gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina. Stendur deilan einnig um hvort hann hafi kysst treyju liðsins eða merki þess.

Fótbolti
Fréttamynd

Vieira kominn til Inter á 6,5 milljónir punda

Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal hefur gengið til liðs við Inter Milan frá Juventus á Ítalíu fyrir 6,5 milljónir punda og þar með bundið enda á vonir Manchester United um að fá leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Seljum ekki fleiri leikmenn

Didier Deschamps, nýráðinn þjálfari Juventus á Ítalíu, segir að ekki komi til greina að selja fleiri leikmenn frá félaginu þó það leiki í B-deildinni á næstu leiktíð. Félagið hefur þegar selt fjóra mjög sterka leikmenn og er markvörðurinn Gianluigi Buffon sá sem líklegastur þykir til að yfirgefa félagið af þeim sem eftir eru.

Fótbolti