Heilsugæsla

Fréttamynd

Um einn af hverjum hundrað fær óljósa niðurstöðu

Um tíu prósent þeirra sem fá jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi hjá heilsugæslunni fá annað svar úr PCR-prófi strax í kjölfarið. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi en í upphafi voru um það bil helmingur PCR-prófa neikvæður eftir jákvætt hraðpróf.

Innlent
Fréttamynd

Yngstu börnin sleppa við að fá pinna upp í nefið

Í ljósi þess hversu mörg börn eru nú að mæta í sýnatökur hefur verið ákveðið að taka megi PCR-sýni hjá börnum yngri en átta ára með munnstroku. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ástæðan fyrir breytingunni sé fyrst og fremst að bæta upplifun barnanna en einnig til að stytta tímann sem það tekur að taka sýni. 

Innlent
Fréttamynd

„Við veljum alltaf að bólu­setja börnin til þess að verja þau“

Barnasmitsjúkdómalæknir segir bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni snúast um að verja börnin en ekki að stoppa smitið úti í samfélaginu. Átta börn hafi þegar lagst inn á sjúkrahús með veiruna hér á landi en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm.

Innlent
Fréttamynd

Ekki komið á hreint hvort bólu­sett verði í skólum

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi.

Innlent
Fréttamynd

Umboðsmaður vill að börn fái forgang í sýnatöku

Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að sérstakt rými verði útbúið fyrir sýnatöku barna í tengslum við Covid. Börn hafi upplifað mikinn kvíða, bæði í sýnatökum og vegna óvissu um niðurstöðu sem henni fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Jafnlöng röð í sýnatöku og áður

Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 72 tíma bið eftir niður­stöðu úr PCR

Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar.

Innlent
Fréttamynd

Þrefalt fleiri í bólusetningu en gert hafði verið ráð fyrir

Þrefalt fleiri hafa komið í bólusetningu í hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku en gert var ráð fyrir. Fólk getur valið á milli tveggja bóluefna. Langflestir eru að koma í örvunarbólusetningu þó einhverjir séu að koma í fyrsta skipti.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að fella niður skólahald á meðan að börnin verða bólusett

Í skoðun er að fella niður skólahald í einn dag í kringum bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára en bólusetningin mun fara fram í skólum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu telur að töluverður fjöldi barna muni ekki mæta í bólusetningu annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að þau hafa þegar fengið Covid.

Innlent
Fréttamynd

Á ekki von á eins langri röð í sýnatöku í dag

Um þrjú þúsund einstaklingar voru skráðir í PCR-sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun og um þúsund í hraðpróf. Langar raðir mynduðust í sýnatöku yfir hátíðisdagana en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á ekki von á eins mikilli bið í dag.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.