Ástin á götunni Kewell í byrjunarliðinu Harry Kewell er í byrjunarliði Liverpool sem mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld, en Ástralinn hefur ekki spilað leik fyrir þá rauðu síðan hann spilaði gegn Newcastle í desember. Þá mun Igor Biscan spila á miðjunni með Dietmar Hamann þar sem Steven Gerrard er í banni. Sport 13.10.2005 18:49 Þjálfari Albacete rekinn Jose Gonzales, þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Albacete, var rekinn um helgina þegar liðið tapaði fyrir botnliði Numancia. Albacete er í þriðja neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en fjögur neðstu liðin á Spáni hafa öll rekið þjálfara sína. Sport 13.10.2005 18:49 Real sigur gegn Juventus Real Madrid sigraði andlaust lið Juventus með einu marki gegn engu í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ivan Helguera skoraði markið með skalla eftir frábæra aukaspyrnu frá David Beckham. Real Madrid var mun sterkari aðilinn í leiknum og voru óheppnir að komast ekki í 2-0 þegar Walter Samuel skallaði í samskeytin. Sport 13.10.2005 18:49 Breyttir tíma á Hlíðarenda Valsmenn hafa þegar unnið tvo titla undir stjórn Willums Þórs Þórssonar og síðast þegar þeir unnu Reykjavíkurmeistaratitilinn fylgdi Íslandsmeistaratitilinn einnig í kjölfarið. </font /></b /> Sport 13.10.2005 18:48 Barcelona með sjö stiga forystu Barcelona hefur sjö stiga forystu á Real Madrid eftir leiki helgarinnar á Spáni. Barcelona er með 57 stig í fyrsta sæti en Real Madrid er í öðru sæti með 50 stig. Sport 13.10.2005 18:48 Jafntefli hjá KR og FH Fimm leikir fóru fram í deildabikarnum í knattspyrnu í gær. KA og Keflavík gerðu jafntefli, 3-3, ÍBV og Fylkir skildu jöfn, 1-1, stórliðin KR og FH skildu einnig jöfn, 1-1, Valur vann Grindavík, 1-0, og ÍA sigraði Víking, 3-1. Sport 13.10.2005 18:48 Áhorfendum óvenju heitt í hamsi Enskir knattspyrnuáhorfendur voru heldur æstir um helgina en þrjú lið eiga von á refsingu vegna hegðunar áhorfenda eftir leiki helgarinnar. Lögreglan í Lancashire hefur handtekið 42 ára gamlan mann sem hljóp inn á völlinn í leik Burnley og Blackburn í ensku bikarkeppninni á laugardaginn. Fleiri alvarleg atvik áttu sér stað á tveimur öðrum völlum í Englandi um helgina. Sport 13.10.2005 18:48 Bullur í sviðsljósinu um helgina Þótt leikur Burnley og Blackburn í enska bikarnum hafi endað með markalausu jafntefli verður seint sagt að ekkert fjör hafi verið á vellinum. Þrír áhorfendur stálu senunni þegar þeim tókst að hlaupa inn á völlinn. Sport 13.10.2005 18:48 Shevchenko frá fram yfir páska Nú er ljóst að AC Milan verður án úkraínsku markamaskínunnar Andriy Shevchenko næsta mánuðinn en það fékkst staðfest í dag þegar hann gekkst undir læknisaðgerð á Ítalíu. Settar voru málmplötur í andlit leikmannsins í aðgerðinni sem að sögn heppnaðist fullkomlega. Þessi tíðindi þýða að Milan verður án Shevchenko í báðum leikjum sínum gegn Man Utd í Meistaradeildinni og ekki von á honum í slaginn fyrr en í fyrsta lagi eftir páska. Sport 13.10.2005 18:48 Wayne Bridge ökklabrotinn Chelsea þarf að leika án vinstri bakvarðarins Wayne Bridge það sem eftir lifir leiktíðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enski landsliðsmaðurinn var borinn af velli í leik Chelsea og Newcastle í ensku bikarkeppninni á sunnudag eftir harkalega tæklingu Alan Shearer. Síðdegis í dag kom í ljós að Bridge er ökklabrotinn og tímabilinu því lokið hjá honum. Sport 13.10.2005 18:48 AC Milan á toppnum AC Milan er á toppnum ítölsku 1. deildarinnar með 54 stig, rétt eins og Juventus sem er í öðru sæti með lakara markahlutfall. Inter vermir þriðja sæti með 43 stig og síðan koma Udinese og Sampdoria með 41. Sport 13.10.2005 18:48 Dregið í enska bikarnum Í dag var dregið um hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Bikarmeistarar Manchester United fengu útileik gegn annað hvort Southampton eða 1. deildarliðinu Brentford. Bolton mætir annað hvort Arsenal eða Championship deildar liðinu Sheff Utd. Sport 13.10.2005 18:48 Rangers brutu upp 5 ára hefð Stórleikur fór fram í skosku knattspyrnunni í dag þegar Glasgow Rangers vann 0-2 útisigur á meisturum Glasgow Celtic. Rangers náðu þar með 3 stiga forystu á Celtic sem eiga þó leik til góða við þá níu sem Rangers eiga eftir. Gregory Vignal og Nacho Novo skoruðu mörk gestanna í síðari hálfleik en Craig Bellamy lánsmaður frá Newcastle lék allan leikinn með Celtic. Sport 13.10.2005 18:48 Deildarbikarkeppnin hafin Keppni í deildarbikar karla í knattspyrnu hófst í gær. Keflavík sigraði Völsung 2-1. Hermann Aðalgeirsson kom Völsungi yfir með marki úr vítaspyrnu en Keflvíkingar jöfnuðu metin með sjálfsmarki Völsunga. Hörður Sveinsson kom svo Keflavík yfir skömmu fyrir leikhlé. Sport 13.10.2005 18:48 Chelsea úr leik í bikarnum Chelsea er úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu en liðið tapaði fyrir Newcastle, 1-0 í 16 liða úrslitum keppninnar nú síðdegis. Patrick Kluivert skoraði eina mark leiksins á 4. mínútu. Chelsea lék manni færri nánast allan síðari hálfleik. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea notaði alla varamennina sína þrjá í hálfleik og Carlo Cudicini var rekinn af velli með rauða spjaldið þegar 2 mínútur voru eftir af viðbótartíma. Sport 13.10.2005 18:48 Cruz Beckham fæddur Enski landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu David Beckham og kona hans Victoria eignuðust sitt þrðja barn í morgun og reyndist það vera drengur. Drengurinn fæddist í Madrid á Spáni kl. 9.40 að íslenskum tíma í morgun og hefur hlotið nafnið Cruz. Sport 13.10.2005 18:48 Jafnt á Highbury Arsenal og Sheffield United skildu í dag jöfn í viðureign sinni í 5. umferð ensku bikarkeppninnar, 1-1. Dennis Bergkamp var vikið af velli fyrir að slá til Danny Cullip á 35. mínutu. Einum færri komust leikmenn Arsenal yfir með marki Robert Pires á 78. mínutu en Andy Gray jafnaði fyrir Sheffield á lokamínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu. Sport 13.10.2005 18:48 Arsenal manni færri Jafnt er í hálfleik í viðureign Arsenal og 1. deildarliðs Sheffield United í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Hvorugu liðinu hefur tekist að skora en Arsenal léku síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks einum manni færri eftir að fyrirliðanum Dennis Bergkamp var vikið að velli fyrir að slá til Danny Cullip. Sport 13.10.2005 18:48 Dublin hetja Leicester Fyrstu deildarlið Leicester City, með Jóhannes Karl Guðjónsson innanborðs, gerði sér lítið fyrir í dag og sló Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton út úr ensku bikarkeppninni. Sport 13.10.2005 18:48 Bolton yfir gegn Fulham Bolton hefur yfir í hálfleik í viðureign sinni gegn Fulham í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Aðeins eitt mark hefur verið skorað og það gerði Kevin Davies á 12. mínútu leiksins. Jóhannes Karl Guðjónsson er í liði Leicester sem sækir Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton heim. Staðan þar í hálfleik er 1-1. Sport 13.10.2005 18:48 Bayern burstaði Dortmund Bayern Munchen náði í dag þriggja stiga forskoti í þýsku bundesligunni er liðið valtaði yfir lánlausa leikmenn Borussia Dortmund. Áður en yfir lauk höfðu Bæjarar skorað fimm mörk og kláruðu þeir í raun leikinn á fyrsta hálftímanum, en þá komu fjögur markanna. Hollendingurinn Roy Makaay fór á kostum í liði Bayern og skoraði þrennu. Sport 13.10.2005 18:48 Bæjarar að kjöldraga Dortmund Það gengur lítið upp hjá Borussia Dortmund þessa dagana. Hálfleikur er nú í leik liðsins gegn Bayern Munchen og eru heimamenn í Bayern búnir að skora hvorki meira né minna en fjögur mörk gegn engu hjá Dortmund. Roy Makaay hefur skorað tvö markanna og þeir Claudio Pizarro og Hasan Salihamidzic eitt mark hvor. Sport 13.10.2005 18:48 Arnar í hjartaaðgerð Arnar Jón Sigurgeirsson, leikmaður meistaraflokks KR í knattspyrnu, mun gangast undir hjartaaðgerð í vor eftir skoðun sem hann fór í á síðasta ári. "Það kom í ljós galli í fyrrasumar sem hefur líklega verið til staðar frá fæðingu. Hann lýsir sér þannig að það er opin fósturæð í hjartanu," sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. Sport 13.10.2005 18:48 Tap hjá Ívari og félögum Nokkrir Íslendingar voru í sviðsljósinu í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson stóð að vanda vaktina í vörn Reading sem tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Coventry. Gamla kempan Les Ferdinand skorað mark Reading, sem er þó ennþó í 6. sæti og þar með inn í úrslitakeppni deildarinnar. Sport 13.10.2005 18:48 Deildarbikarinn farinn af stað Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu hófst í dag með leik Keflvíkinga og Völsunga í Boganum á Alureyri. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 2-1, og er því fyrsti sigur Suðurnesjamanna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar kominn í hús. Sport 13.10.2005 18:48 Woodgate ekki meira með Ólíklegt er að varnarmaðurinn enski, Jonathan Woodgate, sem Real Madrid keypti á stórfé í sumar, geti leikið með liðinu á þessu tímabili. Woodgate hefur átt við þrálát meiðsli í vinstra læri að stríða og nýleg skoðun leiddi í ljós að nánast útilokað er að hann klæðist treyju Madríd á þessu tímabili. Sport 13.10.2005 18:48 FH vann Val FH sigraði Val með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í Egilshöll í gærkvöldi. Atli Viðar Björnsson og Ólafur Páll Snorrason skoruðu mörk FH en tvítugur piltur, Einar Óli Þorvarðarson, minnkaði muninn fyrir Valsmenn. Valur varð Reykjavíkurmeistari þar sem FH keppti sem gestalið í mótinu. Sport 13.10.2005 18:48 Figo óttast ekki Juventus Luis Figo, sem brenndi af vítaspyrnu er Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, varði frá honum í 3-1 tapi Real Madrid gegn Juventus árið 2003 í Tórínó í Meistaradeild Evrópu, segir að Real Madrid séu sterkari aðilinn núna. Sport 13.10.2005 18:48 Gerrard ánægður með Benitez Fyrirliði Liverpool, miðjunaglinn Steven Gerrard, hefur mikla trú á stjóra sínum, Rafael Benitez, og segir hann rétta manninn til að koma Liverpool aftur á meðal þeirra bestu. Sport 13.10.2005 18:48 Chelsea á eftir Joaquin Jose Mourinho hefur staðfest að Chelsea hafa talað við Real Betis um hugsanleg kaup á Jouqin, og sagði að félagið myndi hugsanlega kaupa kantmanninn í sumar. Sport 13.10.2005 18:48 « ‹ ›
Kewell í byrjunarliðinu Harry Kewell er í byrjunarliði Liverpool sem mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld, en Ástralinn hefur ekki spilað leik fyrir þá rauðu síðan hann spilaði gegn Newcastle í desember. Þá mun Igor Biscan spila á miðjunni með Dietmar Hamann þar sem Steven Gerrard er í banni. Sport 13.10.2005 18:49
Þjálfari Albacete rekinn Jose Gonzales, þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Albacete, var rekinn um helgina þegar liðið tapaði fyrir botnliði Numancia. Albacete er í þriðja neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en fjögur neðstu liðin á Spáni hafa öll rekið þjálfara sína. Sport 13.10.2005 18:49
Real sigur gegn Juventus Real Madrid sigraði andlaust lið Juventus með einu marki gegn engu í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ivan Helguera skoraði markið með skalla eftir frábæra aukaspyrnu frá David Beckham. Real Madrid var mun sterkari aðilinn í leiknum og voru óheppnir að komast ekki í 2-0 þegar Walter Samuel skallaði í samskeytin. Sport 13.10.2005 18:49
Breyttir tíma á Hlíðarenda Valsmenn hafa þegar unnið tvo titla undir stjórn Willums Þórs Þórssonar og síðast þegar þeir unnu Reykjavíkurmeistaratitilinn fylgdi Íslandsmeistaratitilinn einnig í kjölfarið. </font /></b /> Sport 13.10.2005 18:48
Barcelona með sjö stiga forystu Barcelona hefur sjö stiga forystu á Real Madrid eftir leiki helgarinnar á Spáni. Barcelona er með 57 stig í fyrsta sæti en Real Madrid er í öðru sæti með 50 stig. Sport 13.10.2005 18:48
Jafntefli hjá KR og FH Fimm leikir fóru fram í deildabikarnum í knattspyrnu í gær. KA og Keflavík gerðu jafntefli, 3-3, ÍBV og Fylkir skildu jöfn, 1-1, stórliðin KR og FH skildu einnig jöfn, 1-1, Valur vann Grindavík, 1-0, og ÍA sigraði Víking, 3-1. Sport 13.10.2005 18:48
Áhorfendum óvenju heitt í hamsi Enskir knattspyrnuáhorfendur voru heldur æstir um helgina en þrjú lið eiga von á refsingu vegna hegðunar áhorfenda eftir leiki helgarinnar. Lögreglan í Lancashire hefur handtekið 42 ára gamlan mann sem hljóp inn á völlinn í leik Burnley og Blackburn í ensku bikarkeppninni á laugardaginn. Fleiri alvarleg atvik áttu sér stað á tveimur öðrum völlum í Englandi um helgina. Sport 13.10.2005 18:48
Bullur í sviðsljósinu um helgina Þótt leikur Burnley og Blackburn í enska bikarnum hafi endað með markalausu jafntefli verður seint sagt að ekkert fjör hafi verið á vellinum. Þrír áhorfendur stálu senunni þegar þeim tókst að hlaupa inn á völlinn. Sport 13.10.2005 18:48
Shevchenko frá fram yfir páska Nú er ljóst að AC Milan verður án úkraínsku markamaskínunnar Andriy Shevchenko næsta mánuðinn en það fékkst staðfest í dag þegar hann gekkst undir læknisaðgerð á Ítalíu. Settar voru málmplötur í andlit leikmannsins í aðgerðinni sem að sögn heppnaðist fullkomlega. Þessi tíðindi þýða að Milan verður án Shevchenko í báðum leikjum sínum gegn Man Utd í Meistaradeildinni og ekki von á honum í slaginn fyrr en í fyrsta lagi eftir páska. Sport 13.10.2005 18:48
Wayne Bridge ökklabrotinn Chelsea þarf að leika án vinstri bakvarðarins Wayne Bridge það sem eftir lifir leiktíðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enski landsliðsmaðurinn var borinn af velli í leik Chelsea og Newcastle í ensku bikarkeppninni á sunnudag eftir harkalega tæklingu Alan Shearer. Síðdegis í dag kom í ljós að Bridge er ökklabrotinn og tímabilinu því lokið hjá honum. Sport 13.10.2005 18:48
AC Milan á toppnum AC Milan er á toppnum ítölsku 1. deildarinnar með 54 stig, rétt eins og Juventus sem er í öðru sæti með lakara markahlutfall. Inter vermir þriðja sæti með 43 stig og síðan koma Udinese og Sampdoria með 41. Sport 13.10.2005 18:48
Dregið í enska bikarnum Í dag var dregið um hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Bikarmeistarar Manchester United fengu útileik gegn annað hvort Southampton eða 1. deildarliðinu Brentford. Bolton mætir annað hvort Arsenal eða Championship deildar liðinu Sheff Utd. Sport 13.10.2005 18:48
Rangers brutu upp 5 ára hefð Stórleikur fór fram í skosku knattspyrnunni í dag þegar Glasgow Rangers vann 0-2 útisigur á meisturum Glasgow Celtic. Rangers náðu þar með 3 stiga forystu á Celtic sem eiga þó leik til góða við þá níu sem Rangers eiga eftir. Gregory Vignal og Nacho Novo skoruðu mörk gestanna í síðari hálfleik en Craig Bellamy lánsmaður frá Newcastle lék allan leikinn með Celtic. Sport 13.10.2005 18:48
Deildarbikarkeppnin hafin Keppni í deildarbikar karla í knattspyrnu hófst í gær. Keflavík sigraði Völsung 2-1. Hermann Aðalgeirsson kom Völsungi yfir með marki úr vítaspyrnu en Keflvíkingar jöfnuðu metin með sjálfsmarki Völsunga. Hörður Sveinsson kom svo Keflavík yfir skömmu fyrir leikhlé. Sport 13.10.2005 18:48
Chelsea úr leik í bikarnum Chelsea er úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu en liðið tapaði fyrir Newcastle, 1-0 í 16 liða úrslitum keppninnar nú síðdegis. Patrick Kluivert skoraði eina mark leiksins á 4. mínútu. Chelsea lék manni færri nánast allan síðari hálfleik. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea notaði alla varamennina sína þrjá í hálfleik og Carlo Cudicini var rekinn af velli með rauða spjaldið þegar 2 mínútur voru eftir af viðbótartíma. Sport 13.10.2005 18:48
Cruz Beckham fæddur Enski landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu David Beckham og kona hans Victoria eignuðust sitt þrðja barn í morgun og reyndist það vera drengur. Drengurinn fæddist í Madrid á Spáni kl. 9.40 að íslenskum tíma í morgun og hefur hlotið nafnið Cruz. Sport 13.10.2005 18:48
Jafnt á Highbury Arsenal og Sheffield United skildu í dag jöfn í viðureign sinni í 5. umferð ensku bikarkeppninnar, 1-1. Dennis Bergkamp var vikið af velli fyrir að slá til Danny Cullip á 35. mínutu. Einum færri komust leikmenn Arsenal yfir með marki Robert Pires á 78. mínutu en Andy Gray jafnaði fyrir Sheffield á lokamínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu. Sport 13.10.2005 18:48
Arsenal manni færri Jafnt er í hálfleik í viðureign Arsenal og 1. deildarliðs Sheffield United í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Hvorugu liðinu hefur tekist að skora en Arsenal léku síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks einum manni færri eftir að fyrirliðanum Dennis Bergkamp var vikið að velli fyrir að slá til Danny Cullip. Sport 13.10.2005 18:48
Dublin hetja Leicester Fyrstu deildarlið Leicester City, með Jóhannes Karl Guðjónsson innanborðs, gerði sér lítið fyrir í dag og sló Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton út úr ensku bikarkeppninni. Sport 13.10.2005 18:48
Bolton yfir gegn Fulham Bolton hefur yfir í hálfleik í viðureign sinni gegn Fulham í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Aðeins eitt mark hefur verið skorað og það gerði Kevin Davies á 12. mínútu leiksins. Jóhannes Karl Guðjónsson er í liði Leicester sem sækir Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton heim. Staðan þar í hálfleik er 1-1. Sport 13.10.2005 18:48
Bayern burstaði Dortmund Bayern Munchen náði í dag þriggja stiga forskoti í þýsku bundesligunni er liðið valtaði yfir lánlausa leikmenn Borussia Dortmund. Áður en yfir lauk höfðu Bæjarar skorað fimm mörk og kláruðu þeir í raun leikinn á fyrsta hálftímanum, en þá komu fjögur markanna. Hollendingurinn Roy Makaay fór á kostum í liði Bayern og skoraði þrennu. Sport 13.10.2005 18:48
Bæjarar að kjöldraga Dortmund Það gengur lítið upp hjá Borussia Dortmund þessa dagana. Hálfleikur er nú í leik liðsins gegn Bayern Munchen og eru heimamenn í Bayern búnir að skora hvorki meira né minna en fjögur mörk gegn engu hjá Dortmund. Roy Makaay hefur skorað tvö markanna og þeir Claudio Pizarro og Hasan Salihamidzic eitt mark hvor. Sport 13.10.2005 18:48
Arnar í hjartaaðgerð Arnar Jón Sigurgeirsson, leikmaður meistaraflokks KR í knattspyrnu, mun gangast undir hjartaaðgerð í vor eftir skoðun sem hann fór í á síðasta ári. "Það kom í ljós galli í fyrrasumar sem hefur líklega verið til staðar frá fæðingu. Hann lýsir sér þannig að það er opin fósturæð í hjartanu," sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. Sport 13.10.2005 18:48
Tap hjá Ívari og félögum Nokkrir Íslendingar voru í sviðsljósinu í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson stóð að vanda vaktina í vörn Reading sem tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Coventry. Gamla kempan Les Ferdinand skorað mark Reading, sem er þó ennþó í 6. sæti og þar með inn í úrslitakeppni deildarinnar. Sport 13.10.2005 18:48
Deildarbikarinn farinn af stað Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu hófst í dag með leik Keflvíkinga og Völsunga í Boganum á Alureyri. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 2-1, og er því fyrsti sigur Suðurnesjamanna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar kominn í hús. Sport 13.10.2005 18:48
Woodgate ekki meira með Ólíklegt er að varnarmaðurinn enski, Jonathan Woodgate, sem Real Madrid keypti á stórfé í sumar, geti leikið með liðinu á þessu tímabili. Woodgate hefur átt við þrálát meiðsli í vinstra læri að stríða og nýleg skoðun leiddi í ljós að nánast útilokað er að hann klæðist treyju Madríd á þessu tímabili. Sport 13.10.2005 18:48
FH vann Val FH sigraði Val með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í Egilshöll í gærkvöldi. Atli Viðar Björnsson og Ólafur Páll Snorrason skoruðu mörk FH en tvítugur piltur, Einar Óli Þorvarðarson, minnkaði muninn fyrir Valsmenn. Valur varð Reykjavíkurmeistari þar sem FH keppti sem gestalið í mótinu. Sport 13.10.2005 18:48
Figo óttast ekki Juventus Luis Figo, sem brenndi af vítaspyrnu er Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, varði frá honum í 3-1 tapi Real Madrid gegn Juventus árið 2003 í Tórínó í Meistaradeild Evrópu, segir að Real Madrid séu sterkari aðilinn núna. Sport 13.10.2005 18:48
Gerrard ánægður með Benitez Fyrirliði Liverpool, miðjunaglinn Steven Gerrard, hefur mikla trú á stjóra sínum, Rafael Benitez, og segir hann rétta manninn til að koma Liverpool aftur á meðal þeirra bestu. Sport 13.10.2005 18:48
Chelsea á eftir Joaquin Jose Mourinho hefur staðfest að Chelsea hafa talað við Real Betis um hugsanleg kaup á Jouqin, og sagði að félagið myndi hugsanlega kaupa kantmanninn í sumar. Sport 13.10.2005 18:48