Mál Alexei Navalní

Fréttamynd

Yfir tvö þúsund hand­tekin í mót­mælum í Rúss­landi

Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu.

Erlent
Fréttamynd

Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi

Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla

Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís.

Erlent
Fréttamynd

Pútín ekki hræddur við Navalní

Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að forsetinn óttist ekki stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní, sem var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í gær. Þá þykir líklegt að yfirvöld Rússlands muni koma í veg fyrir áætluð mótmæli vegna handtöku Navalní um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald

Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð.

Erlent
Fréttamynd

Kalla eftir því að Naval­ní verði sleppt úr haldi

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter.

Erlent
Fréttamynd

Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar.

Erlent
Fréttamynd

Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum

Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní.

Erlent
Fréttamynd

Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans

Einn útsendara rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sem er sagður hafa komið að eitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, mun hafa viðurkennt að reynt var að eitra fyrir honum í samtali við Navalní sjálfan. Útsendarinn vissi ekki við hvern hann var að tala við og sagði að tilræðið hefði tekist ef Navalní hefði ekki komist svo fljótt undir læknishendur.

Erlent
Fréttamynd

Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní

Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar.

Erlent
Fréttamynd

ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum

Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní.

Erlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið hyggst beita Rúss­land þvingunum

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalny, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni

Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka

Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Naval­ní hyggst snúa aftur til Rúss­lands

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur.

Erlent
Fréttamynd

Navalní sagður á batavegi

Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny

Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Naval­ní sagður geta talað á ný

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum.

Erlent