Valur

Býst við dýrvitlausum KR-ingum í kvöld
Sannkallaður stórleikur er á dagskrá Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar að Valur og KR mætast á Origovellinum að Hlíðarenda.

Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun?
Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik.

Umfjöllun og viðtöl: 82-83: Valur - Tindastóll | Stólarnir komnir í 1-0 eftir dramatík undir lokin
Tindastóll er með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Val í Subway-deild karla í körfuknattleik. Stólarnir voru nálægt því að missa niður tuttugu stiga forskot í síðari hálfleiknum.

Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik
Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum.

„Handboltinn á þessu stigi er ótrúlega skemmtilegur“
Sara Sif Helgadóttir var hin kátasta eftir leik Stjörnunnar og Vals enda varði hún átján skot (49 prósent) í sjö marka sigri Valskvenna, 20-27, sem eru komnar í úrslit Olís-deildarinnar.

Hanna eftir lokaleikinn á einstökum ferli: „Ég geng sátt frá borði“
Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék í dag sinn síðasta leik á löngum og glæsilegum ferli sem hófst um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Stjarnan tapaði þá fyrir Val, 20-27, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar.

Umfjöllun og myndir: Stjarnan - Valur 20-27 | Valskonur í úrslit í fimmta sinn í röð
Valur er kominn í úrslit Olís-deildar kvenna í handbolta í fimmta sinn í röð eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld, 20-27. Valskonur unnu einvígið, 3-1, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli. Valur mætir annað hvort ÍBV eða Haukum í úrslitum.

Áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna: „Einvígi þeirra á milli“
Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson segir samband Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls og Finns Frey Stefánssonar, þjálfara Vals eina áhugaverðustu sögulínu komandi úrslitaeinvígis liðanna í Subway deildinni sem hefst í kvöld.

Eftirspurnin margföld á við framboðið: „Það eru forréttindi“
Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals segir eftirspurnina eftir miðum á fyrsta leik Vals og Tindastóls í úrslitum Subway deildarinnar mun meiri en framboðið. Það sé af hinu góða, forréttindi sem eigi að njóta.

Stórt skarð að fylla: Átján ára í marki Íslandsmeistara | „Betra að þetta sé erfiðara“
Fanney Inga Birkisdóttir 18 ára markvörður Vals í fótboltanum hefur vakið mikla athygli í Bestu deild kvenna. Fanney sem er mikið efni er spennt fyrir framhaldinu en hún þarf að fylla upp í stórt skarð.

Tryggvi Garðar úr rauðu í blátt
Handboltamaðurinn Tryggvi Garðar Jónsson er genginn í raðir Fram frá Val. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda
Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum.

„Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik“
Adam Ægir Pálsson spilaði sextíu mínútur í 1-6 sigri Vals gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Val sem jafnaði Víking á toppi deildarinnar.

„Mér finnst við eiga mikið inni“
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var kátur eftir 1-6 sigur Vals á Fylki í kvöld. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í fjórða sigri Vals í Bestu deildinni. Með sigrinum komst liðið upp að hlið Víkings á toppi deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik
Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals
Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1.

Finnur Freyr hreinskilinn: Mér finnst við búnir að vera lélegir
Finnur Freyr Stefánsson hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla á sjö tímabilum sem þjálfari í úrvalsdeild karla og nú er hann kominn einu skrefi nær þeim sjöunda.

„Fer enginn í fjölmiðla og reynir að sverta mitt mannorð“
Kristófer Acox, leikmaður Vals, ræddi ásakanir Lárusar Jónssonar, þjálfara Þórs, í sinn garð eftir oddaleik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld.

Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð
Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95.

„Þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum í staðinn fyrir í 1. deildinni næsta vetur“
„Það hefði verið algjört kraftaverk ef við hefðum náð þessu. Það stefndi í það en við vorum búnir að grafa okkur holu. En ég er hrikalega stoltur af því hvernig strákarnir börðust og sýndu gríðarlega karakter. Karakter sem liðið er búið að sýna í allan vetur og ég rosalega stoltur af liðunu,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir að hans lið datt út úr undanúrslitunum gegn Valsmönnum í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 2-0 | Vísað á dyr með fölsuð skilríki
Íslands- og bikarmeistarar Vals áttu ekki í teljandi vandræðum með að vinna spræka nýliða FH í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld.

„FH spurði mig ekkert að því“
„Mér fannst þetta bara góður leikur hjá báðum liðum. FH er erfitt að spila á móti, erfitt að vinna. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og þegar upp er staðið er ég bara mjög sáttur með að vinna 2-0,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Valsmenn geta orðið aðeins fimmta liðið til að koma til baka úr 0-2
Valsmenn hafa náð að jafna undanúrslitaeinvígið sitt á móti Þór eftir að Þórsarar unnu tvo fyrstu leikina í einvíginu.

Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann
Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Valur 24-25 | Valskonur jöfnuðu metin í gríðarlega spennandi leik
Valskonur jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta með 25-24 sigri í öðrum leik liðanna í Mýrinni í Garðabænum í kvöld.

Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag.

„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“
Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik
Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik.

Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“
Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum.

Birkir: Frábær tilfinning að sjá boltann í netinu
Birkir Heimisson var hetja Vals þegar liðið vann dramatískan 3-2 sigur á móti Stjörnunni í fjórðu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld.