Körfubolti

Ákvað að hætta eftir að Kristófer tróð yfir hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristófer Acox treður hressilega yfir Ómar Örn Sævarsson. Troðslan reyndist örlagarík.
Kristófer Acox treður hressilega yfir Ómar Örn Sævarsson. Troðslan reyndist örlagarík. stöð 2 sport

Troðsla Kristófers Acox í leik Vals og Hamars rifjaði upp gamlar og óþægilegar minningar hjá Ómari Erni Sævarssyni, sérfræðingi Subway Körfuboltakvölds.

Kristófer er þekktur fyrir kraftmiklar troðslur og átti eina slíka í stórsigri Vals á Hamri í síðustu viku, 100-64. Farið var yfir troðsluna í Subway Körfuboltakvöldi.

„Já, guð. Þetta er svakalegt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann treður yfir einhvern. Maður er nú vanur því. Helgi, hefur þú lent í því,“ spurði Ómar sessunaut sinn, Helga Má Magnússon. Hann neitaði því staðfastlega að Kristófer hefði troðið yfir hann á æfingu hjá KR. „Kristófer, troða yfir mig? Ég braut alltaf á honum,“ sagði Helgi.

Því næst var sýnd nokkurra ára gömul troðsla Kristófers yfir Ómar í leik KR og Grindavíkur. Það myndbrot ýfði upp gömul sár hjá Ómari.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Troðsla Kristófers

„Ég hætti tímabilið eftir,“ sagði Ómar. „Án djóks, ég man að ég labbaði inn í klefa og þetta var vendipunkturinn. Ég hugsaði, ég veistu ég held að þetta sé orðið fínt. Kristófer Acox kláraði ferilinn minn með troðslu.“

Innslagið úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Kipptu fingrinum í lið í miðjum leik

Everage Richardsson var besti maður Breiðabliks sem tapaði fyrir Hetti í Subway-deildinni á fimmtudag. Everage hélt áfram að spila þrátt fyrir að hafa farið úr lið á fingri.

„Hann var miklu betri en ég bjóst við“

DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur gegn Álftanesi í Subway-deildinni á fimmtudag. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir komu Kane en efasemdaraddir höfðu verið uppi um hvort hann myndi yfirhöfuð mæta til leiks í vetur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×